Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1992, Page 29

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1992, Page 29
Sigurveig Alexandersdóttir varaform. FOSH: F E P E D A Evrópusamtök foreldrafélaga heyrnarlausra barna Árið 1981 vaknaðifyrsthugmynd- in um að stofna Evrópusamtök foreldra bama með alvarlega heymarskerð- ingu. Það var álit manna að mikilvægt væri að slík samtök væru til, þar sem fjallað yrði um hin ýmsu mál sem foreldrafélögin væru með á stefnuskrá sinni. Heildarsamtök sem þessi yrðu mjög sterk og gætu barist fyrir hags- munamálum heyrnarlausra á evrópskum vettvangi. Stofnfundur samtakanna var síðan haldinn í Luxemburg árið 1990 með þátttöku 24ra foreldrasamtaka í Evrópu. Nafn samtakanna er Federa- tion Européenne des Parents d'Enfants Déficients Auditifs, skammstafað FEPEDA. Formaður Foreldra- og styrktar- félags heyrnardaufra (FOSH) sótti stofnfundinn. Á fundinum voru lög FEPEDA sett saman. Markmið sam- takanna er að sameina félög foreldra heymarskertra bama og unglinga í einstökum þjóðlöndum í Evrópu og hafa samvinnu við aðrar evrópskar stofnanir og einkum þær sem láta mál- efni heymarskertra til sín taka í þeim tilgangi: — að gera heymarskertum börnum/ unglingum og fjölskyldum þeirra kleift að lifa betra lífi, án tillits til þjóðfélagsstöðu þeirra, menningar eða efnahags. — að stuðla að rannsóknum og leggja til þeirra fé og að tryggja það að skipti á upplýsingum og þekkingu fari fram í þeim tilgangi að foreldrar hafi um fleiri kosti að velja og meiri áhrif á menntun bama sinna. — að greiða götu heymarskertra bama og unglinga hvað snertir menntun, menningu og atvinnu og að þau njóti fullra borgaralegra réttinda hvar sem er í Evrópu. — að upplýsa og fræða almenning um þarftr og afrek heymarskerts fólks, hafa áhrif á stefnumörkun í sínu eigin landi og Evrópu sem heild. — að stuðla að vináttu, gagnkvæmum FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS skilningi, skemmtisamkomum og heimsóknum milli heyrnarskertra barna/unglinga og fjölskyldna þeirra í öllum löndum Evrópu. — að setja á fót stofnun til hagsbóta heyrnarskertum börnum/ungl- ingum og fjölskyldum þeirra. Fullgildir aðilar að FEPEDA eru: Foreldrafélög heymarskertra bama og unglinga í einstökum Evrópulöndum eins og þetta atriði er skilgreint í for- mála Evrópubandalagssamningsins. Aukaaðild eiga sams konar samtök heyrnarlausra og hey rnarskertra barna í öðrum Evrópulöndum. Áheymaraðild eiga einstaklingar, samtök og ríkisstofnanir sem geta stuðlað að því að markmiðum FEPEDA verði náð. Stofnfundurinn ákvað að bera lögin undirfyrstaaðalfund samtakanna sem Portúgalir buðu til í Lissabon að ári og í tengslum við aðalfundinn var haldin námsstefna og fjölskylduhátíð dagana 29. júlí—5. ágúst. Tveir fulltrúar FOSH, Jóhann V. Olafsson fyrrverandi formaður og undirrituð, sem er varaformaður, fóra á ráðstefnuna ásamt sérkennslufulltrúa menntamálaráðuneytisins, Kolbrúnu Gunnarsdóttur.Menntamálaráðuneyt- ið styrkti einn fulltrúa frá FOSH til fararinnar. FERÐIN TIL LISSABON Lagt var af stað frá íslandi 28. júlí og flogið ti 1 London, en þar urðum við fyrir 8 tíma seinkun vegna vélarbil- unar, þannig að við komum ekki til Lissabon fyrr en um miðnætti og misstum þar af leiðandi af móttöku- athöfninni, okkur til mikillar gremju. Gist var á hóteli sem nefnist Nóvótel, sem er skammt frá The Calauste Gulbenkian Foundation stofnuninni þar sem ráðstefnan var haldin. Gulbenkian stofnunin er geysilega stór og umfangi hennar má lfkja við að undir sama þaki væru Háskóli íslands, Kennaraháskóli Islands, Þjóð- minjasafnið, Landsbókasafnið, Þjóð- leikhúsið og Borgarleikhúsið. Um er að ræða virkustu og öflugustu stofnun á Apenninesskaga með eigin sinfóníu- hljómsveit, ballet, o.fl. Þá er í eigu stofnunarinnar eitt stærsta safn egypskra fomminja sem til er í dag. FEPEDA fundurinn var styrktur af þessari virtu stofnun og auðsýnt að portúgölsku gestgjafarnir höfðu lagt mikla vinnu í að gera allt sem best úr garði.

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.