Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1992, Page 30
Á fundinn voru mættir fulltrúar
frá: Belgíu, Spáni, Italíu, Bretlandi,
Danmörku, Irlandi, Luxemburg,
Frakklandi, Hollandi, Þýskalandi,
Svíþjóð, Austurríki, Finnlandi og
Islandi.
Forsetafrú Portúgals Mrs. Suares
setti ráðstefnuna og bauð gesti vel-
komna. Hún kom víða við í máli sínu,
lagði höfuðáherslu á að foreldrar í
mismunandi löndum skiptust á
upplýsingum og miðluðu reynslu
sinni, sem án efagæti komið að miklu
gagni. Lofaði hún að sýna samtökun-
um stuðning og velvilja í hvívetna.
Hún taldi mikilvægt að „múrar“ milli
heyrnarlausra og heyrandi yrðu rofnir.
Allir í þjóðfélaginu ættu þann rétt að
geta orðið virtir þjóðfélagsþegnar.
Þá tók til máls fulltrúi gestgjafanna
Mr. Carlos Calado frá „APECDA“
portúgölsku foreldrasamtökunum og
bauð gesti hjartanlega velkomna og
kynnti dagskrá ráðstefnunnar sem
skiptist í þrennt:
1. Aðalfundurinn.
2. Námsstefna—fyrirlestrar og skipti
á upplýsingum og reynslu fagfólks
og foreldra.
3. Fjölskylduhátíð (Camping) fyrir
heymarlaust ungt fólk frá Evrópu-
löndunum ásamt fjölskyldum
þeirra (ein vika). Stefnt skyldi að
því að slík fjölskylduhátíð yrði
haldin í tengslum við aðalfundi
FEPEDA í framtíðinni enda mjög
mikilvægt að böm, unglingar og
fjölskyldur þeirra frá öllum
löndunum fái tækifæri til að hittast
á hverju ári.
Mr. Calado sagði síðan frá ýmsum
erfiðleikum við undirbúning þessa
fyrsta aðalfundar FEPEDA, m.a.
vegnaþess hve seintþátttakendurlétu
skrá sig og benti á að slíkt mætti ekki
endurtaka sig varðandi næsta fund
sem haldinnverðuríMetzíFrakklandi
að ári.
Harry Cayton þáverandi forseti
FEPEDA, sagði frá því starfi sem
unnið hefði verið frá því á stofn-
fundinum í Luxemburg:
1. Gert hafði verið uppkast á þrem
tungumálum að lögum samtakanna
samkvæmt vilja stofnfundarins og
athugasemdum fulltrúa.
2. FEPEDA setti sig í samband við
The Europian Association of the
Deaf.
3. FEPEDA hafði samband við stjóm-
völd Efnahagsbandalagsins til að
undirbúa jarðveginn frekar, en þar
eru miklir möguleikar í framtíðinni
enda Evrópa að verða eitt s væði og
ekki síst í málefnum fatlaðra og
þ.m.t. heymarlausra.
4. Ymis lönd Evrópu vom heimsótt á
árinu og komið á samböndum milli
foreldrafélaga.
Framkvæmdanefndin hafði fund-
að þrisvar sinnum frá því á stofnfund-
inum; íLondon.Luxemburgog París.
Umræður urðu um fjármál og
nauðsyn þess að tryggja fjárhag sam-
takanna. Staða og hlutverk samtak-
anna var tekin til umfjöllunar og var
m.a. rætt um að þrátt fyrir mismunandi
skoðanir í menntunarmálum yrði að
ræða málin bæði í hreinskilni og vin-
semd. Hér yrði að vinna saman þótt
ekki væru allir steyptir í sama mótið.
Mikill tími fór í að ræða tæknileg
atriði og skiptingu atkvæða og má
geta þess að Island hefur 6 atkvæði en
Austurríki og Finnland 9. Annars ræð-
ur skipting Efnahagsbandalagsins.
Stjórn samtakanna var kosin:
Jean Benoit Balle forseti frá Frakk-
landi, John Butcher, varaforseti frá
Bretlandi, Carlos Calado, gjaldkeri
frá Portúgal, Klaus Löning, ritari frá
Luxemburg.
Eftir umræður og fundarstörf
fyrstu tvo dagana voru lög samtakanna
samþykkt og ný stjóm kosin. Þá var
gengið frá atkvæðavægi aðildarríkj-
anna sem og upphæð félagsgjalda.
Á þriðjadegi voru sérstakirfundir,
þar sem saman var komin fram-
kvæmdanefnd FEPED A. Þar var hug-
að að málum sem vinna skal á milli
ársfunda. Þar er hinn eiginlegi starfs-
vettvangur samtakanna.
NIÐURSTÖÐUR
Eftirfarandi málum var komið af
stað og eru ákveðin lönd ábyrgðar-
aðilar, en niðurstöður og/eða upplýs-
ingar um framvindu málaeiga að liggja
fyrir á næsta ársfundi.
1. Menntamál: í sland er ábyrgðaraðili.
Verkefni: Safna saman upplýsingum
um stöðu heymarlausra og hvemig
menntun þeirra og möguleikum er
háttað í sérhverju aðildarríki. Taka
saman niðurstöður og koma með
tillögur um hvernig bæta megi
ástandið.
2. „Skipti“ á börnum (Skiptinema-
samtök): Luxemburg og Belgía
ábyrgðaraðilar.
Verkefni: Afla upplýsinga og setja
upp eins konar „kerfi“ þannig að
heymarlausum börnum verði gert
kleift að dveljast í framandi landi
hjá fjölskyldu sem á heymarlaust
barn.
3. T ækni og hjálpartæki: ftalía og Bret-
land eru ábyrgðaraðilar,
Verkefni: Taka saman skýrslu um
hvemig tækni og búnaður stendur
heyrnarlausum til boða í Evrópu
þ.ám. hvemigkostnaðurergreiddur
(hið opinbera) og annað tengt því.
4. Menningarmál: Danmörk er
ábyrgðaraðili.
Verkefni: Auka menningarleg sam-
skipti milli landanna.
5. Almannatengsl: Portúgal er ábyrgð-
araðili.
Verkefni: Sjáumhvemig viðgetum
komið okkar málum á framfæri við
stjómvöld, fyrirtæki og almenning.
Á námsstefnunni voru margir
athyglisverðir fyrirlestrar haldnir.
Okkur kom mjög á óvart hvað allur
aðbúnaðurheymarlausra IPortúgal er
slæmur m.v. þann aðbúnað sem heym-
arlaus börn á Norðurlöndunum njóta
og þar með talin öll heilbrigðisþjón-
usta. Þá er mikið atvinnuleysi meðal
heymarlausra í Portúgal.
I tengslum við ráðstefnuna var farið
í margar skoðunarferðir í nærliggjandi
hémð og þá í boði viðkomandi héraðs-
eðabæjarstjóma. Skoðaðir voru skólar
fyrirheymarlausao.fi. stofnanir. Hvar-
vetna var vel tekið á móti okkur og
ekki á neinn hallað þótt sagt sé að
gestrisni Portúgala sé með eindæmum.
Athygli vakti að aðstaða í skólum í
Portúgal er mun verri en við mátti
búast og greinilegt að mikið starf er
framundan.Það er þó ljóst að ráðstefna
sem þessi hefur vakið athygli ráða-
manna þar í landi ámálefnum heymar-
lausra þar sem t.d. menntamálaráð-
herra, atvinnumálaráðherra o.fl. komu
á ráðstefnuna og greindu frá stefnu í
menntunar- og atvinnumálum heym-
arlausra í Portúgal og svöruðu fyrir-
spumum.
Þegar við kvöddum og héldum
heim, lýsti hinn nýkjörni forseti Mr.
J.B. Balle miklum áhuga sínum á að
koma til Islands á 25 ára afmælisfund
félagsins okkar í haust og kynna sér
málefni og aðstöðu heymarlausra á
Islandi og segja okkar félagsmönnum
frá FEPEDA.
Sigurveig Alexandersdóttir.