Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1992, Page 31

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1992, Page 31
Sigurveig Alexandersdóttir Aðalfundur FOSH — 25 ára afmæli félagsins Aðalfundur FOSH var haldinn 1. desember sl. og nokkru áður var ljóst að þrír fulltrúar frá hinum nýju foreldrasamtökum Evrópu FEPEDA höfðu mikinn áhuga á að koma á fundinn. Þetta voru þeir J.B. Balle forseti samtakanna frá Frakklandi, John Butcher varaforseti frá Englandi og Finn Colov heiðursforseti frá Danmörku. Þeir félagar fluttu stutt erindi á fundinum. Finn Colov skýrði frá stofnun og tilurð FEPEDA, en hann var frum- kvöðull að stofnun samtakanna. Sjálf- ur hefur hann ferðast mikið um Evrópulöndin og séð mikla þörf fyrir breytingar í málefnum heymarlausra. Hann taldi að FEPEDA ætti að beita sér fyrir að fá flugfargjöld niðurgreidd fyrir heymarlausa í þeim löndum sem vegna legu sinnar krefðust aukins ferðakostnaðar. Heymley singjar væru það fáir hér á íslandi að þeir yrðu að hafa möguleika á að heimsækja aðra heymarlausa í Evrópu. Hann sagði okkur frá fjölskyldu sinni, barnabam og tengdasonur hans eru bæði heymarlaus. John Butcher er faðir tveggja mjög heymarskertra bama. Þau hafa náð miklum árangri í talmáli og varalestri og geta rætt viðstöðulaust við samlanda sína. Butcher hefur verið formaður bresku foreldrasamtakanna í 3 ár og þar áður sem varaformaður og þekkir hann því málefni heymarlausra mjög vel. í Bretlandi eru 20.000 heymarlaus börn með heymartæki. Þar eru 120 foreldrafélög sem mynda eitt heildarsamband. Hjá sambandinu starfa 30 manns í fullu starfi á þrem aðalskrifstofum. Kostnaður við reksturinn er um 1 milljón sterlings- punda á ári. Mr. Butcher lýsti hlutverki og mikilvægi foreldrafélaganna, sagði að þar væri hægt að fá upplýsingar og stuðning frá öðrum foreldrum og taldi að ekkert annað gæti komið í staðinn fyrirforeldrafélögin. Mr. Butchertaldi að mikilvægt væri fyrir hin smærri félög að fylgjast með þróun mála hjá hinum stærri samtökum foreldra í heiminum. Mr. Balle forseti samtakanna hvatti Sigurveig Alexandersdóttir. okkur til að taka þátt í FEPEDA starf- inu og sagði að samtökin byggðu fyrst og fremst á samstarfi og áhuga foreldra hvar sem þeir búa í Evrópu. Megin- markmið samtakanna er að vemda rétt heyrnarlausra barna til menntunar og styrkja stöðu heyrnleysingja á jafnréttisgrundvelli, til þeirrar þjón- ustu sem er veitt. I samtökunum eru núna u.þ.b. 25 þúsund fjölskyldur og ef Evrópa sameinaðist enn frekar gætu þar orðið um 40 þúsund. r Aaðalfundinum flutti Kolbrún Gunnarsdóttir sérkennslufulltrúi í Menntamálaráðuneytinu yfirgrips- mikið erindi þar sem hún fjallaði um stefnu menntamálaráðuneytisins í menntunarmálum heymarlausra. Formaður Jóhann Ólafsson sagði frá langri sögu FOSH og hefðu margir lagt hönd á plóginn, en þó væru það fjórir félagar sem hefðu öllum öðrum fremur starfað mest og lengst að málefnum félagsins. Félagið vildi heiðra þessa ágætu félaga og færa þeim áritaðar bækur sem örlítinn þakklætisvott fyrir vel unnin störf. Þessir félagar eru Jóna Sveinsdóttir, Hallgrímur Sæmundsson, Sigurður Jóelsson og Vilhjálmur B. Vilhjálms- son. JónaSveinsdóttirflutti skýrslu um starfsemi ÖBÍ og Jóhann Ólafsson sagði frá ferðinni á fyrsta aðalfund FEPEDA í sumar. Ný stjórn félagsins var kosin. Jóhann Ólafsson formaður baðst undan endurkosningu. Hina nýju stjóm skipa: Ingibjörg Maríusdóttir for- maður, Sigurveig Alexandersdóttir varaformaður, Jóhannes Ágústsson ritari og Eybjörg Einarsdóttir með- stjórnandi. Varamenn eru: Jóhannes Helga- son, UnnurMiillerogJónÓskarJóns- son. Endurskoðandi: ÆgirHallbjöms- son. Undir liðnum önnur mál ræddi Jóhann Ólafsson framhald af samstarfi við FEPED A og lagði fram eftirfarandi ályktun til samþykktar: „FundurFOSH l.des. 1991 ályktar að halda áfram því starfi innan FEPEDA sem hafið er. Einnig hvetur fundurinn stjórnina til að leita leiða til að efla fjáröflunina". Tillagan hlaut jákvæðar undirtektir og var samþykkt samhljóða. Vilhjálmur B. Vilhjálmsson var fundarstjóri á þessum afmælisfundi félagsins og fórst það vel úr hendi Þess má geta að á fundinum var túlkað yfir á þrjú tungumál, þ.e. úr frönsku yfir á ensku, ensku yfir á íslensku og úr íslensku yfir á táknmál. I fundarhléi var borið fram mynd- arlegt afmæliskaffi. Félaginu bárust veglegar blóma- körfurog ámaðaróskir í tilefni afmæl- isins frá ÖBI, Heymleysingjaskólan- um, Félagi heyrnarlausra og fleiri aðilum. Að aðalfundi loknum var tekið blaðaviðtal við okkar erlendu gesti, sem birtist í Morgunblaðinu 5. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALA GSINS 9

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.