Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1992, Qupperneq 33
Sigurður Þór Guðjónsson rithöfundur
Mannréttindabrot á öiyrkjum?
Tveir af ágætustu baráttumönnum
fyrir rétti öryrkja hafa látið til sín
takaundanfarið. Jóhann Pétur Sveins-
sonformaðurSjálfsbjargarhefurmót-
mælt auknum lyfjakostnaði þeirra. Og
Amþór Helgason formaður Öryrkja-
bandalags Islands telur þá ákvörðun
borgarstjórnar Reykjavíkur, að
sambýli geðsjúkra við Þverársel verði
að fá leyfi bygginganefndar borgar-
innar fyrir starfsemi sinni, vera skerð-
ingu á mannréttindum fatlaðra.
Ég vil vekja athygli á mannrétt-
indabroti, sem sérstaklega bitnar á
öryrkjum, en virðist því miður hafa
skotist framhjá þessum valinkunnu
mönnum, sem og öllum almenningi.
Vorið 1989 samþykkti Alþingi
einróma viðbótarákvæði við læknalög
frá I988,ogafnamþarmeð vissanrétt
sjúklinga til aðgangs að sjúkraskrám.
Var sú lagasetning andstæð túlkun
umboðsmanns Alþingis.
Landlæknir hefur oft lýst því yfir
opinberlega að þetta sé mannrétt-
indabrot á sjúklingum. Og á ráðstefnu
sem Rauði krossinn efndi til í Reykja-
vík 4. maí síðastliðinn um mannrétt-
indi, sagði Ragnar Aðalsteinsson
hæstaréttarlögmaður, að „ekki verði
séð að þingmenn hafi gert sér neina
grein fyrir því, að með breytingunni
var lögfest ákvæði, sem brýtur gegn
Mannréttindasáttmála Evrópu eins og
hann hefur verið túlkaður af mann-
réttindadómstól Evrópu“.
En ekki vakti þetta neinar umræður
né önnur viðbrögð í þjóðfélaginu.
Engar ályktanir gerðar af þeim er helst
láta málefni öryrkja og annarra sjúkl-
inga til sín taka.
Hvers vegna lætur sig enginn neinu
varða, þó fram komi á ráðstefnu
virtustu alþjóðasamtaka heims um
líknarmál og mannréttindi, að Alþingi
hafi sett lög, er stangist ekki aðeins á
við anda mannréttindasáttmála
Evrópu, heldur eins og hann hefur
verið beinlínis túlkaður af mannrétt-
indadómstólnum?
Hér vélaekki um málin „nöldrarar“
eða menn með „þráhyggju".
Þetta snertir auðvitað enga meira
Sigurður Þór Guðjónsson.
en öryrkja því mannréttindi eru þar
með brotin á þeim flestum hér á landi.
Hvemig í ósköpunum stendur á
því að Öryrkjabandalagið, Sjálfsbjörg
Tíðindi frá
Gleðilegur atburður gerðist hjá
Geðhjálp í október að félagið fékk til
afnota nýtt húsnæði undir starfsemi
sína. Húsnæði þettaerhús að Öldugötu
15, Reykjavík. Breytir þetta allmiklu
í starfsemi félagsins, því húsnæðið í
Veltusundi var orðið alltof lítið og að
auki afar óhentugt.
Tímaritið Geðhjálp fær nú loksins
samastað, ennfremur innanhússblaðið
Umbrot.
Klúbbastarfsemi, námskeiðahald,
sjálfshjálparhópar, Félagsmiðstöð,
allir þessir þættir í starfseminni fá nú
betri aðstöðu og möguleika til að þróast
og dafna.
Félagsmiðstöð Geðhjálpar hefur
aðstöðu á miðhæð hússins þar sem eru
rúmgóðar stofur, eldhús og skrifstofa.
Myndlistarherbergi hefur verið
komið upp í kjallaranum og bað-
aðstaða er þar einnig, ófullkomin að
vísu, en vonandi batnar hún með tím-
anum. A efri hæð hússins er herbergi
sem félagsmenn geta fengið lánað til
að vinna við skriftir eða bara til að lesa
og öl 1 önnur samtök og félög sj úklinga
á Islandi, láta eins og þau viti ekki af
þessu? Sömuleiðis læknar sem eru þó
sífellt að verja rétt sjúklinga í blöð-
unum. Þó mótmælti stjóm Öryrkja-
bandalagsins harðlega mannréttinda-
skerðingu á sjúklingum varðandi
sambýlið í Þverárseli og taldi einmitt
að það stangaðist á við alþjóðlega
mannréttindasáttmála sem Islendingar
hafa undirritað. Og fleiri samtök
sjúklinga eru að sigla í kjölfarið.
Fór Mannréttindaráðstefna Rauða
krossins framhjá öllum?
Eða eru sum mannréttindi óæðri
öðrum?
Þetta eru áríðandi spurningar sem
knýja á um svör.
í nóvember 1991.
Sigurður Þór Guðjónsson.
Geðhjálp
Sigrún Bára.
góða bók og hvíla sig.
Vonandi verður þetta nýj a húsnæði
félaginu sú lyftistöng sem vonir hafa
staðið til svo Geðhjálp geti í framtíð-
inni staðið undirnafni sem hagsmuna-
félag fólks með geðræn vandamál,
aðstandenda þeirra svo og áhugafólks
um geðheilbrigðismál. Því ef miðað
er við aðsókn og fyrirspurnir til
félagsins er afar mikil þörf fyrir félagið
og starfsemi sem þessa.
Sigrún Bára.
FRÉTTABRÉF ÖR YRKJABANDALA GSINS