Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1992, Side 34
Sveinn Indriðason:
Úr lögum um fatlaða Bandaríkjamenn
Arið 1990 samþykkti Bandaríkja-
þing lög um fatlaða Bandaríkja-
menn. Hér á eftir verður greint frá
nokkrum meginákvæðum þessara
laga. Þau eiga að tryggja jafnrétti
fatlaðra svo sem önnur slík, sem taka
til jafnréttis kynja, kynþátta,
þjóðarbrota og trúfélaga.
Lögunum er ætlað að tryggja
jafnrétti fatlaðra til vinnu, aðgengi að
opinberum stöðum, samgöngutækj-
um, opinberri þjónustu og síma.
I. ATVINNA
* Vinnuveitendur með fleiri en 15
starfsmenn, mega ekki mismuna
hæfum umsækjendum um vinnu eða
starfsmönnum vegna fötlunar.
* Vinnuveitendum er skylt að laga
vinnustað að þörfum fatlaðs
umsækjanda eða starfsmanns, ef
ekki hlýst af óhóflegur kostnaður.
* Vinnuveitendum erheimilt að hafna
umsækjendum eða segja upp
starfsmönnum, sem teljastbeinlínis
hættulegirheilsu eða öryggi annarra
starfsmanna. Þetta ákvæði nær
einnig tilþeirra, sem neytafíkniefna.
* Vinnuveitendum eróheimilt að beita
umsækjanda eða starfsmann
misrétti, vegna tengsla hans við
fatlaða.
* Kærur vegna brota á þessum
ákvæðum má leggja fram við nefnd
um jafnrétti til starfa. Réttarúrræði
geta verið launagreiðslur um
tilsettan tíma eða úrskurður um
stöðvun á misrétti á vinnustað.
II. ALMENNIR
ÞJÓNUSTUSTAÐIR
* Staðir sem almenningur sækir, svo
sem veitingastaðir, hótel, leikhús,
læknastofur, apótek, verslanir, söfn,
bókasöfn, almenningsgarðar,
skólar, barnaheimili mega ekki
mismuna fólki vegna fötlunar.
Lokuð félög og trúfélög eru þó
undanþegin.
* Sanngjarnar breytingar á við-
komandi stöðum skal gera, til að
forðast mismunun.
* Sérstakar ráðstafanir skulu gerðar
s vo hey mar- og sj ónskertir geti notið
þess sem fram fer á jafn-
Sveinn Indriðason.
réttisgrundvelli.
* Hindranir á aðgengi skal fjarlægja,
ef mögulegt er, án mikils kostnaðar.
Að öðrum kosti bjóða upp á aðrar
lausnir, ef þær eru auðveldari í
framkvæmd.
* Allar nýbyggingar í almannaþágu
og einnig verslunarhúsnæði, svo
sem skrifstofur, skulu auðveldar
aðgengis. Lyftur skulu vera í öllum
húsum, þriggja hæða eða hærri.
Lyftur skulu þó einnig vera í tveggja
hæða húsum, ef þar eru verslanir,
opinberar skrifstofur eða heilsu-
gæslustarfsemi.
* Þegar breytingar eru gerðar á inn-
gangi, þarf að vera greið leið áfram
að stöðum eins og snyrtingu og
síma. Ekki skal þó skylt að leggja í
óhóflegankostnað. Sömukröfurum
lyftu eru gerðar í breyttu húsnæði.
* Staðir, svo sem hótel, sem bjóða
gestum ókeypis akstur, skulu láta
fötluðum í té sambærilega þjónustu.
Nýir áætlunarvagnar, sem taka 16
farþega eða fleiri, skulu hafa
aðgengi fyrir fatlaða.
* Staðir opnir almenningi skulu láta
eitt yfir alla ganga og er þeim
óheimilt að mismuna mönnum
vegna tengsla þeirra við fatlaða.
* Hægt er að fara í einkamál fyrir rétti
til að hnekkja misrétti, en ekki er
hægt að dæma mönnum fébætur.
* Einnig er mögulegt að koma á
framfæri kvörtunum við dóms-
málaráðherra, sem síðan getur
ákveðið málshöfðun gegn þeim
brotlegu og krafist fébóta eða sekta.
Mörg fleiri ákvæði eru í þessum
lögum, svo sem aðgengi fatlaðra
að áætlunarbílum og lestum, ásamt
breytingum á snyrtingum. Akvæði
hefi ég séð, líklega í reglugerð, um að
skylt sé að hafa tiltekinn fjölda
herbergja í hótelum með fullu aðgengi
og innréttingum fyrir fatlaða. Fjöldi
þessara herbergja á hverju hóteli er
ákveðið hlutfall af stærð þess. Sum
hótel hafa reyndar komið auga á góð
viðskipti fatlaðra og hafa gengið á
undan með góðu fordæmi og boðið
fatlaða sérstaklega velkomna. Áhugi
undirritaðs á þessum lögum vaknaði
við lestur greinar í New York Times.
I þessari grein var vikið að kostn-
aðinum við breytingar, sem sumum
yxi í augum.
Endursagt
Sveinn Indriðason.
Hinum mœta forystumanni
Gigtatfélagsins Sveini Indriðasyni eru
fœrðar mjög góðar þakkir fyrir þessa
þýðingu og endursögn. Er hér um að
rœða hið œskilegasta framhald af grein
Hauks Þórðarsonar yfirlæknis um þetta
efni.
Til fróðleiks:
Beinar tilvitnanir í lagatexta
Bandaríkjanna:
* Fatlaður telst sá, sem er andlega eða
líkamlega takmarkaður til einnar
eða fleiri mikilvægra athafna
daglegs lífs.
* Afbrigðilegir, sem ekki teljast
fatlaðir:
Kynvillingar, tvíkynhneigðir,
klæðskiptingar, kynskiptingar,
striplingar, gluggagægjar og aðrir,
sem hafa afbrigðilega kynhneigð.
Ekki teljast þeir heldur fatlaðir,
sem eru haldnir spilafíkn, stelsýki
eða þeir sem eru brennuvargar og
heldur ekki þeir sem eru neytendur
fíkniefna.
S.I.