Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1992, Síða 35

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1992, Síða 35
Þjóðmálakönnun Þroskahjálpar Anýju ári vona menn eins og alltaf endranær að allt færist til betri vegar. í ársbyrjun fengum við sem erum að amla í ýmsum málefnum fatlaðra hin ágætustu tíðindi frá landssamtökunum Þroskahjálp. Þá kynntu forsvarsmenn sam- takanna könnun Félagsvís- indastofnunar Háskólans sem framfórínóv. sl. um afstöðu al- mennings til sambýla íbúðahverfum. Fréttabréfinu þykir sannarlega hlýða að greina frá þessari könnun og geta um leið helztu niðurstaðna, þó fjölmiðlar hafi gert þessu máli glögg og verðug skil. En fjöl- miðlar eru líka með fréttir af öðru og ógeð- felldaraíþessum málum og því meiri þörf kynningar, þegar tíðindin eru bæði ánægjuleg og hafa svo góða staðfestu á bak við sig. 1500 manns voru í þessu úrtaki könnunarinnar og 1055 svöruðu, en í 302 náðist ekki, voru fluttir eða fundust ekki. Spumingin, sem miðað var við var um það, hvort fólk væri jákvætt eða neikvætt gagnvart því að stofnað yrði sambýli fyrir fatlaða í þess íbúðahverfi eða næsta nágrenni. Hinum fötluðu var svo skipt í fjóra flokka og spurt eftir þeirri flokkaskipan, þannig að niðurstaða lægi ljós fyrir varðandi hvem hóp. Skipt var í hópa og spurt um viðhorf til: geðfatlaðra, einhverfra, líkamlega fatlaðra og þroskaheftra. Svör voru svo nákvæmlega greind eftir kyni, aldri, stétt, menntun, búsetu og stuðningi við flokka. Hér er aðeins ætlunin að greina frá niðurstöðum meginatriða einna og allra sízt vill ritstjóri fara út í neina flokkadrætti, því þar þætti mörgum hann vera á hálum ís. En nú að niðurstöðum: Fyrst viðhorfið til geðfatlaðra: Jákvæðir: 73,5% Hlutlausir: 14,1% Neikvæðir: 12,4% Þá er að einhverfum komið: Jákvæðir: 77,6% Hlutlausir: 13,7% Neikvæðir: 8,7% Síðan koma viðhorfin til líkamlegra fatlaðra: Jákvæðir: 88,5% Hlutlausir: 9,9% Neikvæðir: 1,6% Og loks eru svo viðhorfin til þroskaheftra: Jákvæðir: 84,4% Hlutlausir: 11,4% Neikvæðir: 4,2% Þannig líta þær tölur út og mætti vissulega margt um þær segja. Þær eru fyrst og síðast fagnaðarefni vegna þeirra viðhorfa er þær endurspegla svo ljóslega. Þær koma ugglaust þeim á óvart, sem hafa hæstlátiðogmest blásið gegn sam- býlum fatlaðra og gjamantalaðeins og um væri að ræða rödd meiri- hlutans — hins kúgaða meiri- hluta m.a.s. Okkur sem við þessi mál fáumst fyrst og síðast kemur þessi niðurstaða út affyrirsigekki áóvartmiðað við þá vinsemd og þann skilning sem fólk almennt hefur sýnt þessu búsetuformi fatlaðra. Því er þó ekki að leyna að oft hefur uggur sótt að í ljósi þess hávaða sem alltof oft hefur borið á í seinni tíð—hávaða hrokans og kuldans — og sjálfselskunnar fyrst og síðast. Þessar niðurstöður sýna og sanna að á sömu braut skal áfram ótrautt halda og um leið auka fræðslu og upplýsingagjöf sem allra mest svo vanþekking og skilningsskortur megi víkja sem fyrst. Þroskahjálp eru færðar þakkir fyrir þarfa könnun. H.S. FRÉTTABRÉF ÖR YRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.