Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1992, Side 37

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1992, Side 37
b) Ráðherrar fagna endurskoðun Félagsáttmála Evrópuráðsins og undirstrika nauðsyn þess að þau réttindi sem fólgin eru í honum nái eins og unnt er til aðgerða í þágu fatlaðra. 9. Ráðherrarnir leggja til við Evrópuráðið að gerð verði fram- kvæmdaáætlun um sjálfstætt líf og jöfn tækifæri fatlaðra. Þau verkefni sem fyrirhugað er að vinna að innan framkvæmdaáætlunar- innar skulu unnin í samráði við hlut- aðeigandi samtök fatlaðra. Gerð verði áætlun um röð verkefna um sjálfstætt líf fatlaðra. Verkefnin skulu lúta stjórn fatlaðra og skal meginmarkmið þeirra vera gagnkvæm aðstoð í því skyni að gera fötluðum kleift að taka sem mestan þátt í samfélaginu eftir því sem þeir óska og hafa getu til. Verkefnin geta náð til eins eða fleiri eftirtalinna sviða, en upptalningin er ekki tæmandi: Aðgengi að menntun, starfsþjálf- un, vinnu, menningu, íþróttaiðkun, tómstundastörfum, flutningatækjum, húsum og borgarumhverfi. Stuðningur með því að veita við- eigandi aðhlynningu, húsnæði, fjár- hagsaðstoð og tæknilega hjálp. Upplýsingar um þá þjónustu og aðstöðu sem snertir ofangreind atriði. Unnt skal vera að skiptast á upp- lýsingum og reynslu hvað snertir þau verkefni sem vinna á innan fram- kvæmdaáætlunarinnar með dreifingu efnis til fjölmiðla og gagnkvæmum heimsóknum og kynna þannig fjöl- breytta lífshætti fatlaðs fólks á starfs- svæði Evrópuráðsins. 10. Ráðherrarnir óska þess að Ráðherranefndin feli endurhæfingar- nefnd Evrópuráðsins verkefni fyrir áætlunina og sjái um framkvæmd þeirra. Þetta fari fram í samráði við fulltrúa ríkisstjóma, hagsmunasamtök og framkvæmdastjóm Evrópubanda- lagsins. 11. Ráðherrar lýsa yfir ánægju með ráðstefnuna og æskja þess að ráð- herrafundur fari fram innan tíðar um tiltekið efni. Svo mörg voru þau ágætu orð. Þessa lokayfirlýsingu ráðherrafundar- ins er hollt að hafa í huga, þegar litið er almennt til málefna fatlaðra—ekki sízt hér á landi. Ráðstefnuna sóttu af íslands hálfu félagsmálaráðherra Jóhanna Sig- urðardóttir og Berglind Asgeirsdóttir ráðuneytisstjóri og formaður Stjórn- amefndar um málefni fatlaðra. Fréttabréfiðbirtirþessayfirlýsingu með ánægju og þykir margt í henni hin fróðlegasta lesning sem sannar glöggt að góður vilji til gagnlegra hluta og sanngjarnra um leið er fyrir hendi hjá ráðherrum þeim innan Evrópuráðsins, sem um málefni þessi fjalla. Böðvar Guðlaugsson skáld: ÆTTFRÆÐI Lárus hreppstjóri á Haugi var hálf-afabróðir minn, og launbróðir hans, einhver Laugi, var langömmuhálfbróðir þinn. Og launsonur Laugja þessa lét sig hafa það að barna hálfsystur Bessa burs séra Þorláks á Stað. Og launsystir séra Láka — lengi er á einu von, átti með frænda hans, Áka, utanhjónabands-son. Felubarn hans var svo Hanna hálf-ömmusystir mín, og einkabarn hennar var Anna afa-hálfsystir þín. Þetta eru flókin fræði og fátt hef ég á þeim grætt, nema fjarskylda frændur í bæði föður- og móðurætt. B.G. Þetta frábæra ættfræðikvæði sendi Böðvar mér í þorrabyrjun. Lét fylgja með hversu lélegur ættfræðingur hann væri, hversu sem hann reyndi að rýna í þau fræði. Þetta varð afrakstur iðju. Beztu þakkir Böðvar. Og þessi bráðsmellna vísa fylgdi með ættfræðinni: „Stríð er hér og stríð er þar, staffírugar segja Sankti Jósefs systurnar Sighvati að þegja“. B.G. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.