Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1992, Síða 39
SAMSTOÐUHATIÐ
Ö.B.Í. Á AÐVENTU
13. des. sl. gekkst Öryrkja-
bandalag íslands fyrir samstöðuhátíð
við Langholtskirkju. Þessi hátíð var
liður í kynningarátaki því sem
Öryrkjabandalagið ákvað á liðnu
hausti að gangast fyrir, athöfn sem
átti að vekja jákvæða athygli á
málefnum fatlaðra og vera um leið til
umhugsunar á erfiðri tíð um margt.
Þessi hátíð var haldin í góðri
samvinnu við auglýsingastofuna
Hvíta húsið, sem einnig hefur tekið
að sér auglýsingagerð fyrir
Öryrkjabandalagið, en fyrsta aug-
lýsingin birtist í Morgunblaðinu
síðast í nóvember og síðar í Þjóð-
viljanum.Súheilsíðuauglýsingvakti
ærna athygli og ýtti við mörgum —
flestum til hvatningar — sumum til
hneykslunar. Ákveðið var að færa
íbúum í nágrenni Langholtskirkju
jólatré að gjöf sem góðum fulltrúum
hinna fjölmörgu íslendinga sem tekið
hafa á mót fötluðum sem góðum
grönnum, gildum jafningjum.
Þetta var einmitt gert með tilliti
til þess að í grennd kirkjunnar var
fyrsta sambýli fatlaðra hér í borg og
ævinlega hefur þar ríkt hið ágætasta
andrúmsloft sem og raunar nær alls
staðar þar sem slíkum heimilum
fatlaðra hefur verið komið á fót. f
tengslum við hátíð þessa fór fram
verulega gott og mikið kynn-
ingarátak og ber að þakka þeim fjöl-
mörgu er þar komu við sögu vel og
myndarlega. Er þá átt við fjölmiðla
alveg sérstaklega.
Hátíðin hófst á því að Lúðrasveit
verkalýðsins Iék nokkur jólalög létt
og leikandi. Þá flutti formaður vor,
Amþór Helgason, ávarp gott, sem
birt er hér í Fréttabréfinu. Að loknu
ávarpi Arnþórs tendraði Páll Helgi
Arnarson Sæbraut 2 ljósin ájólatrénu
og var því fagnað vel. Sókn-
arpresturinn séra Flóki Kristinsson
flutti þessu næst afar athyglisverða
hugvekju, fagnaði þessu framtaki og
bað öllum viðstöddum Guðs bless-
unar og gleðilegra jóla. Þá söng
Bjartmar Guðlaugsson tvö lög og
fékk alla viðstadda til að syngja með
sér hvatningu um frið á jörðu.
Að lokum sungu allir Heims um
ból, sem hljómaði um nágrennið í
nepju vetrardagsins, sem var að
kvöldi kominn. Hélt svo hver til síns
heima. Undirrituðum sem atriðin
kynnti þótti mæta vel hafa til tekizt,
þó óneitanlega hefði hann viljað sjá
miklu fleiri sækja þessa hátíð heim,
sem var látlaus og sönn í allri gerð
sinni og hafði utan efa sín áhrif.
Helgi Seljan.
Heilabilun — fræðslurit
Ö.í. og F.A.A.S.
Út er komið fræðslurit Öldrunar-
ráðs íslands hið annað í röðinni og að
útgáfu þess stendur einnig Félag
aðstandendaalzheimersjúklinga. Hér
eru samankomin í aðgengilegt rit
erindi, sem flutt voru á námsstefnu
um heilabilun, sem haldin var fyrir ári
síðan.
Frá þeirri námsstefnu hefur áður
verið sagt hér í Fréttabréfinu.
í formála fræðsluritsins segir
orðrétt:
Þegar andleg eða vitsmunaleg geta
einstaklinga tekur að skerðast og síðar
glatast nefnist það á fagmál i heilabi 1 un
eða vitglöp. Um er að ræða flokk
sjúkdóma, sem hrjáir einkum eldra
fólk og er Alzheimer-sjúkdómur þeirra
algengastur. Heilabilun er einn
alvarlegasti heilsufarsvandinn í nútíma
samfélagi Vesturlanda og er orsök
stofnanavistunar aldraðra í fjöl-
mörgum tilfella. Auk þess sem heil-
brigðis- og félagsmálakerfið leggur
mikið af mörkum til að mæta þessum
vanda er ómælt það starf og það álag,
sem hvílir á herðum aðstandenda og
vandamanna heilabilunarsjúklinga.
Þótt ekki sé hægt að lækna heilabilun
eru til úrræði, sem bætt geta ástandið
fyrir sjúklinginn sjálfan og aðstand-
endur hans.
Ú tgáfa þessa rits er greinilega ágætt
skref í þá átt að auka fræðslu og þekk-
ingu um úrræði og möguleika gagnvart
þessum alvarlega sjúkdómi.
Efni ritsins skiptist í 8 fyrirlestra er
fluttir voru á námsstefnunni, en þeir
eru:
1) Faraldsfræði-einkenni: Hallgrímur
Magnússon læknir,
2) Læknisrannsóknir: Halldór
Kolbeinsson læknir,
3) Taugasálfræðilegar breytingar og
rannsóknir: Þuríður Jónsdóttir
sálfræðingur,
4) Lyfjameðferð: Jón Snædal læknir,
5) Iðjuþjálfun við heilabilun: Elsa
Ingimarsdóttir, iðjuþjálfi,
6) Heilabilun,vandinnaðlifaviðreisn:
Þóra Arnfinnsdóttir hjúkrunar-
fræðingur,
7) Félag aðstandenda alzheimer-
sjúklinga: Helga Einarsdóttir,
form. F.A.A.S.
8) Sambýli: Sigurveig Sigurðardóttir,
félagsráðgjafi.
Það er vissulega af hinu góða að rit
þetta með þessum fróðlegu fyrir-
lestrum ernú aðgengilegt almenningi,
en báðir útgefendurnir munu eiga ritið
til, svo unnt er fyrir þá fróðleiksfúsu
að fá að vita enn meira, ef þeir vilja.
H.S.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS