Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1992, Síða 40
FJÁRLÖG 1992
Á ári hverju er sjálfsagt fyrir
öryrkjasamtökin í landinu að líta grannt
yfir tölur fjárlaga, því öllu gleggri
talnalega mynd er tæpast unnt að fá,
hvað varðar vöxt og viðgang verkefna
þeirra, er undir málaflokkinn falla.
Fjárlögin gefanefnilegagóðainnsýn
í þá þróun sem í hverju einu er og það er
í fullri alvöru skemmtilegt að skyggnast
í þessar tölur árlega og bera t.d. saman
þróun áfimm árum eða tíu árum o.s.frv.
Ég sagði skemmtilegt, því hversu
mjög sem mönnum finnst grátlega seint
ganga blasir sú ótvíræða staðreynd við
að t.d. á tíu ára tímabili geta aðrir
málaflokkar ekki sýnt aðra eins breyt-
ingu til batnaðar í fjárlagatölum. Svo
þykist ég þekkja þar til að mér sé alveg
óhætt að láta fullyrðingar sem slíkar
flakka. Auðvitað með þeirri megin-
skýringu samt, hve alltof nærri
núllgrunni við vorum fyrir t.d. hálfum
öðrum áratug eða tveim þó ýmislegt
væri þá í fjárlögum að finna einnig. En
það voru í raun 5 stofnanir aðeins, sem
þá voru á fjárlögum, ef litið er tvo tugi
áratilbaka. Þ.e. Kópavogshæli, Sólborg,
Skálatún, Tjaldanes og Sólheimar. Þætti
mörgum undarlegt að leita í fjárlögum
1972 að málaflokknum: Málefni fatlaðra
og erindi tæpast eftir erfiði. En allar
hugleiðingar um þennan samanburð eiga
einmitt heima við svona athugun, sem
skylt er að hafa árlega.
Hér á eftir verður gerður saman-
burður milli áranna tveggja 1991 og
1992 og ekki farið nánar út í neinar
skýringar einstakra hækkana, sem þó
væri fyllilega athugunarvert. Hér verða
tölur einar látna tala og aðeins á því
stærsta stiklað. Fyrst eru tíundaðar helztu
tölur frá ráðuneyti menntamála, þá
heilbrigðis- og tryggingamála og
meginefnið kemur svo að sjálfsögðu frá
félagsmálaráðuneytinu og þar er að hluta
til skipt eftir svæðum.
Það skal að sjálfsögðu fram tekið að
ekki eru þama inni neinar tölur varðandi
tryggingabætur, sem þó máske eru
megintölur að upphæðum til sem til
fatlaðra fara og ráða í raun lífsafkomu
ótalins fjölda þeirra. Það er hins vegar
rétt og skylt að hafa þær upphæðir í
huga einnig, þær háu tölur sem sköpum
skiptafyrir svo marga. Það væri virkilega
gaman að gera á því úttekt góða, hversu
margir njóta lífeyris og annarra tengdra
bóta, hversu margir örorkustyrks og
hversu háar upphæðir fara í hvaðeina.
Það yrði býsna löng en merkileg
upptalning, ef vandlega væri ofan í
saumana farið. Það myndi gera hvoru
tveggja: glöggva heildarmyndina og
sýna um leið, hversu fjölþætt
tryggingalöggjöf okkar er, hversu
víðfeðm en um leið viðkvæm, einkum
þegar aðhalds- og sparnaðaraðgerðir eru
boðaðar og beinlínis sagt að einhvers
staðar þurfi að skera niður í
samfélagslegum útgjöldum. En nóg um
það.
Og kemur þá talnarunan og svo
verður hver lesandi að dæma um úrslit
og árangur.
Taka ber fram að Kópavogshælið er
ekki þama inni en það er undir fjár-
lagalið ríkisspítalanna og ekki aðgreint
sérstaklega. Þar mun hins vegar vera að
finna upphæð sem er í kringum 300
millj. Auðvitað er þessi upptalning ekki
fyllilega tæmandi, en hún er a.m.k.
marktæk vel og ætti að gefa glögga
heildarmy nd af stöðu mála á því herrans
áril992.
Til frekari glöggvunar set ég svo
hér samtöluna í millj. talda fyrir hvort
ár, þó ekki væri til annars en að skýra
myndina enn betur fyrir sér:
Þá er talan 1991 2329 millj. en í ár
er heildartalan 2544 millj. og því er
hækkunin vel yfir verðlagsforsendum
fjárlaga og það er vel.
1991 1992
þús. kr þús kr.
Skólar fyrir fatlaða 228.780 192.800
Öskjuhlíðarskóli 102.000 102.400
Safamýrarskóli 54.010 56.700
Dalbrautarskóli 19.850 14.200
Fullorðinsfræðsla fatlaðra (Nýr liður) 59.700
Einholtsskóli 13.040 12.700
Heyrnleysingjaskólinn 61.280 50.300
Blindrabókasafnið 27.030 28.200
Samskiptamiðst heymarl 3.500 6.400
Menntamálaráðuneyti samtals . 509.490 524.400
Heymar- og talmeinastöð 71.420 69.500
Sjónstöðin 23.190 24.200
Málefni fatlaðra 49.980 45.400
Heilbrigðisráðun. samtals 144.590 139.100
Málefni fatlaðra alm.: 18^.240 243.100
— — Reykjavík 154.810 184.500
— — Reykjanes 122.200 134.700
— — Vesturland 41.830 47.800
— — Vestfirðir 39.210 40.100
— — Norðurl vestra .... 38.870 42.800
— — Norðurl. eystra ... 209.380 206.200
— — Austurland 53.510 57.300
— — Suðurland 89.545 97.900
Meðferðarh. samb. einhverfra 41.590 46.200
Styrktarfélag vangefinna 174.245 178.500
Tjaldanesheimilið 33.990 34.700
Skálatúnsheimilið 100.410 101.700
Sólheimar 74.540 83.400
Greiningar- og ráðgjafarstöð 59.010 62.000
Framkvæmdasjóður fatlaðra 260.000 320.000
Félagsmálaráðun. samtals 1.675.380 1.880.900
Samtals ráðuneytin þrjú: 2.329.460 2.544.400