Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1992, Page 41

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1992, Page 41
Sigurgeir Þorgrímsson Hugleiðingar sjúklings í hremmingum niðurskurðar Brot úr gamanþætti— og alvöru Fátæka ekkjan ætlar að gefa Borgarspítalanum síðasta eyrinn sinn svo hægt sé að reka Grensásdeildina áfram. Ríki maðurinn sagðist ekki eiga eyri aflögu þar sem hann sagðist hafa notað eyrinn sinn til að kaupa tap á fyrirtækjum, en spurði hvort tapið á Borgarspítalanum væri til sölu. Ríki maðurinn sagðist hafa áhuga á því að gera Borgarspítalann og Grensásdeildina að fimm stjörnu hótelum og hótelþörfin íReykjavíker orðin svo brýn að ríkisstjórnin telur arðvænlegast að senda sjúklinga á Landsspítala heim svo hægt sé að breyta honum líka í fimm stjörnu hótel a.m.k. á meðan ferðamannatíminn stendur. Sjúklingum á Borgarspítala og Landsspítala, sem hafa verið að kveinka sér undan því að fara heim sakir slæmra heimilisaðstæðna og að þeir hafi að engu að hverfa heima hjá sér og geti ekki bjargað sér er bent á gámaþjónustu Eimskipafélagsins. Þar séu alltaf einhverjir lausir gámar, sem hægt sé að sofa í yfir nóttina. Þeim hefur verið bent á að gæta sín á því að yfirgefa þá nógu tímanlega á morgn- ana, svo þeir fari ekki með neyðarað- stoð kirkjunnar til þróunarlanda eða þá til Póllands með fatasendingum. Sömuleiðis hefur þeim verið ráðlagt að fara ekki upp í fiskgáma, svo að þeir verði ekki boðnir upp með öðrum þorskum á fiskmörkuðum í Bretlandi eða Þýzkalandi. Ákveðið hefur verið að tillögu heilbrigðisráðherra að vistmenn komi með svefnpoka með sér við innritun. Vistmönnum er einnig ráðlagt að hafa með sér svo ríflegan nestispakka, að þeir geti deilt honum með starfsmönn- um. Vistmenn eiga að koma með öll föt, sem þeir þurfa að nota yzt sem innst — og skulu þeir þvo þau í vask- inum hjá sér en sængurföt í bala á baðherbergjum deildanna. Til þess að spara þvott eiga vist- Sigurgeir Þorgrímsson. menn að snúa nærfötum og náttfötum við daglega. Sömuleiðis sængurfötum eftir þörfum. Ákveðið hefur verið að setja skrefa- gjald á þá vistmenn, sem hafa fótavist, rúllugjald á þá sem eru í hjólastólum, legugjald á þá sem eru rúmliggjandi og veltugjald á þá sem eru að veltast í kerfinu. Settur verður þungaskattur á hjólastóla og göngugrindur, slitgjöld ástafi og önnurhjálpartæki. Vistmenn eiga að borga fyrir hverja hitaeiningu sem þeir borða umfram nestið sitt. Vistmenn verða vigtaðir þegar þeir innritast og þegar þeir útskrifast og hafi þeir þyngst verða þeir að borga fyrir hvert kíló sem þeir hafa þyngst, en fá afslátt, ef þeir hafa lést. Lokaverkefni vistfólks er að selja íbúum Þverársels og Sæbrautar miða r happdrættum félaga fatlaðra og dvelja síðan á sambýlunum tveim og ef þeir sleppa við að vera kallaðir fyllibyttur, gluggagægjar, morðingjar og nauðgarar og hafa ekki áður látið skrá sig á geðdeild teljast þeir útskrifaðir og tilbúnir að takast á við lífsbaráttuna og þá erfiðleika sem lífið býður upp á daglega. Brot úr alvöruskemmtiþœtti, sem Sigurgeir Þorgrímsson flutti við fögnuð mikinn upp á Grensásdeild Borgar- spítalans, þar sem hann var vistaður um hríð. Hvíslað að vindinum Segðu mér sunnanvindur að sólin komi aftur. Segðu að brátt muni birta og brotni vetrarkraftur. Segðu það sunnanvindur. Segðu mér sunnanvindur að sjórinn fari að blána, bátur vaggi á bárum og börn sér leiki við ána. Segðu það sunnanvindur. Segðu mér sunnanvindur að senn muni birta að nýju. Vektu mér vonir í brjósti um vorið sem færir hlýju. Segðu það sunnanvindur. Ásgerður Ingimarsdóttir. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.