Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1992, Page 42
í BRENNIDEPLI
Fjárlög 1992 komust heil í höfn
fyrir áramót eins og lög gera ráð
fyrir, en eftir óvenjumiklar sviptingar
þó. Varðandi þá fjárlagaliði er snerta
málefni fatlaðra má segja að málalyktir
hafi mjög unandi orðið, þó um tíma
hafi alvarlega syrt að og óvissa ríkt
um afdrif hinna þýðingarmestu þátta.
Hugmyndir þær er öllum að óvörum
skutu upp kollinum um tilfærslu fjöl-
margra verkefna yfir
til sveitarfélaganna
án þess að um
minnstu fjármagns-
tilfærslu væri að
ræða, nema síður
væri, sýndu okkur og
sönnuðu að aldrei er
nógsamlega á verði
verið. Ur ótrúlegustu
áttum geta ógrund-
aðar hugmyndir
komið sem kollvarpa
í einu vetfangi ára-
langri framþróun og
uppbyggingu af því
að þær eru í engum
takt við raunveru-
leikann og fá
hreinlega ekki í
framkvæmd staðist.
En við sem að þessum málum
vinnum mættum gjarnan staldra við
og hugsa okkar gang. Alltof oft hefur
söngurinn um þjónustuna nær fólkinu
— heim í sveitarfélögin hljómað án
þess að því fylgdi, hvemig fara skyldi
þá leið. S viptingamar fyrir jólin sýndu
okkur og sönnuðu að svona einfaldar
fullyrðingarfallaum sjálfar sig, þegar
til kastanna kemur. Eins og málum er
í dag háttað í stjómkerfi okkar er það
morgunljóst, að flest hinna fjölmörgu
sveitarfélaga eru vanbúin til þess að
taka á sig aukin verkefni í þágu
fatlaðra, hvað þá málaflokkinn í heild
sinni.
Svarið var skýrt fyrir jólin um
tilfærsluna þá — aðeins Reykjavík
ein hefði bolmagn til þess og
möguleika að taka við öllum þeim
pakka sem þá var í boði og þó voru
efasemdir uppi um að jafnvel þar yrði
unnt að sinna þessu svo vel, sem þó er
gert í dag.
í öðru lagi kom alveg prýðilega
glöggt í ljós við samningu laganna
nýju um málefni fatlaðra að sveitar-
félögin harðneituðu á þessu stigi að
taka við nokkru af þeim verkefnum
sem rætt var um.
Til þess þyrfti bæði aukið fé og
aðra skipan okkar sveitarstjómarmála
og þetta er auðvitað mergurinn máls-
ins. Það er fallegt að tala urn þjónustu
nær vettvangi en það eru marklítil
orð, ef undirstaðan er ekki tryggð, svo
allt megi eftir orðanna hljóðan ganga.
*
Málefni heymarlausra koma æði
oft til okkar kasta hér og vissu-
lega er reynt að liðsinna heymarlaus-
um í örðugri baráttu sinni oft á tíðum.
Það er staðreynd að einangrun
heyrnarlausra er afar mikil og öll
mannleg samskipti út á við ótrúlega
erfið.
I veigamiklum atriðum hefur
óskum heyrnarlausra um sjálfsagt
jafnrétti verið mætt, en alltof margt er
eftir.
Samskiptamiðstöðin var veiga-
mikill áfangi, sem meta ber. Sama er
að segja urn textasímaþjónustuna, sem
vannst á liðnu ári.
Nýlega var settur á fót starfshópur
af hálfu menntamálaráðuneytis, sem
gera á tillögur til úrbóta um bætta
táknmálstúlkun og um leið hið sífellda
vandamál, hveráað greiðaþjónustuna.
Bezt væri auðvitað að öll
túlkaþjónusta væri sem mest á einni
hendi og um leið að einn greiðsluaðili
væri ævinlega til staðar, hvort sem það
ætti nú að vera á tryggingasviðinu eða
hinu félagslega. Er þá átt við alla
almenna þjónustu, því ætla verður að
allt sem varðar skólanám heymarlausra
komi sjálfkrafa frá menntageiranum.
Allt verður þetta að fá sem fastastan
farveg, svo heymarlausir geti sem fyrst
og sem bezt gengið að sinni sjálfsögðu
þjónustu, þannig að
mannleg samskipti
þeirra geti gengið
með sem eðlilegust-
um hætti. Um leið
og ekki síður þarf
virkilega að huga að
námsbraut í tákn-
málstúlkun við
Háskólalslands, svo
ráða megi bót á
túlkaskortinum sem
allra fyrst. I mál-
efnum heyrnar-
lausra virðist um
óendanleg, óunnin
verkefni vera að
ræða. HjáSjónvarp-
inu okkar allra á
j afnréttið langt í land
fyrir heymarlausa, en þar er þó skriður
á ýmsu, sem til verulegra bóta gæti
horft.
Öryrkjabandalag Islands hefur eftir
megni stutt við bakið á baráttu
heymarlausra og margt má sjá eftir
sameiginlega baráttu. En þá sjást einnig
um leið hin alltof mörgu óleystu
verkefni.
*
Mikil umræða hefur átt sér stað að
undanförnu um tekjutengingu
grunnlífeyris. A það bæði við um
Alþingi svo og þjóðfélagið allt og alltof
víða verið af litlum „setningi slegið“.
Hér er auðvitað um grundvallar-
atriði að ræða í allri tryggingalöggjöf
okkar og fyllstu aðgæzlu þörf áður en
í aðgerðir er ráðist. Allra sízt ætti slík
aðgerð að tengj ast handahófskenndum
tilraunum ríkisstjómar til að ná endum
betur saman í ríkisfjármálum s.s. nú
var.
Á það benti Öryrkjabandalag
Islands í mótmælaálykun sinni og benti
réttilega á að slík grundvallarbreyting