Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1992, Síða 43

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1992, Síða 43
yrði að vera í samhengi við heildar- endurskoðun tryggingakerfisins — heildaruppstokkun skattkerfisins um leið. Öryrkjabandalagið benti á þá brýnu nauðsyn, sem á því er að bæta kjör þeirra sem eiga tryggingabætur einar að tekjulegu athvarfi sínu og trúlega hefur það orðið til þess að þeim fjármunum sem við tekjuteng- inguna spöruðust var varið beint til hækkunar á tekjutryggingunni — smávægilegri mjög — í stað þeirrar hækkunar frítekjumarksins, sem upp- haflega var gert ráð fyrir. Öryrkjabandalagið lýsti sig reiðu- búið til umræðu um tekjutengingu sem lið í jöfnunaraðgerðum innan trygg- ingakerfisins, en benti um leið á að þá yrði einnig að taka rækilega á öðrum þýðingarmiklum atriðum skattkerfis okkar þ.e. hærra skattþrepi á hæstu tekjur svo og skattlagningu fjármagns- tekna. Bandormurinn svokallaði sem að lokum skreið í gegnum þingið var fyrst og fremst vítaverð ófreskja sakir þess að þar var nær einvörðungu verið að ráðast á garðinn þar sem hann var lægstur, en á sama tíma var öllum tillögum hafnað um að taka féð þar sem það sannanlega var til staðar — og misjafnlega vel fengið í þokkabót. Hins vegar er það kórrétt stefna hjá Öryrkjabandalaginu að tengja allt þetta saman, endurskoðun til úrbóta á löggjöf trygginganna, réttlátari og eðlilegri skattlagningu og tekjuteng- ingu grunnlífeyris í samhengi við sl íkar aðgerðir, þar sem þó yrði farið með fyllstu gát. * ar kom að því að mælirinn varð fullur og þótti engum mikið. Almannaheill — samtök um réttlæti — sem stofnuð voru árla í febrúar voru eðlilegt og sjálfsagt andsvar fólksins í landinu við furðulega ósvífnum atlögum ríkisvaldsins aðþeim þegnum sínum, sem um flest eiga erfiðasta lífsgöngu. Á meðan horfir þetta sama fólk upp á það að í engu máhrófla við þeim sem hafa ofgnótt úr að spila, þeim sem vart myndu verða varir við, þó slíkt væri gert. Dæmigert fyrir viðhorfið er þegar stjórn völd segja að hátekjuskattur skili ekkinemamilljarði,svoþaðhreinlega FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS taki því ekki að leggja hann á. En það tekur aftur á móti sannarlega að sækja sömu upphæð — milljarðinn — í vasa þeirra sem minna hafa til skipta, allt yfir í sáralítið. Það hlaut því að koma að þvíaðfólkrisi uppogsegði: Hingað og ekki lengra. Stjórnmálamönnum er ævinlega hollt að hlýða á raddir fólksins í land- inu, ef rök og sanngirni haldast í hendur. Það eitt skal vonað að á þessi samtök verði hlustað og ákveðnar sanngjamar og sjálfsagðar lagfæringar fylgi í kjölfarið. Öryrkjabandalag íslands er stuðningsaðili þessara samtaka og tek- ur heils hugar undir þær meginkröfur er þar eru settar fram. Svo er að sjá hverju fram vindur, því á miklu veltur að velferð okkar verði ekki að háðs- merki hjá svo auðugri þjóð. Nýleg dæmi sanna að það er til fjármagn í þessu landi — það gildir bara að þora að sækja það til sameiginlegra þarfa. * Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til laga um málefni fatlaðra. Fé- lagsmálaráðherra mun leggja á það áherzlu að frumvarpið verði að lögum nú í vor og muni þá lögin taka gildi frá og með næstu áramótum. Þingnefnd sú sem um málið fjallar mun ugglaust víða þurfa að leita umsagna og fá fólk til viðtals um þetta viðamikla málefni. Ljóst er að ekki eru allir á einu máli um ágæti frumvarpsins, enda vissulega svo að ýmis atriði þess eru umdeilanleg, einkum hvað varðartúlk- un alla s.s. ævinlega er um nýja laga- skipan. Ritstjóri kom að smíð frum- varpsins og þykir margt í því horfa til mætra bóta, en viðurkennir fúslega að ýmislegt hefði einnig á annan veg mátt vera. Aðeins skal hér á nokkur áhyggju- efni minnzt sem heyrzt hefur að fólk hafi. Brotthvarf ráðuneytaúryfirstjóm málaflokksins og ekki síður brotthvarf fræðslustjóra og héraðslæknis af stjómarvettvangi heima í héraði vekur greinilegauggýmissa. Mörgum þykja skil ekki nógu skýr milli verkefna hinnanýjusvæðisráðaogsvæðisskrif- stofanna og óttast árekstra. Öðrum þykir sem ráðuneyti og ráðherra fái of mikið vald og muni miðstýring aukast, en vald heima- manna minnka. Sumum þykja ýmis ákvæði frum- varpsins um réttindi fatlaðra ekki nægilega skilyrt í bak og fyrir. Þær raddir heyrast að enn sé alltof mikil áherzla á sérúrræði hvers konar, en samskipan ekki gefið það vægi sem henni ber. Þessum athugasemdum og ýmsum öðrum s.s. þeim sem snerta verkefni Framkvæmdasjóðs fatlaðra verður eflaust kom ið á framfæri v ið þingnefnd og alþingismenn almennt og auðvitað er það allra von að sem bezt og skil- virkust löggjöf verði niðurstaðan. Það eru vissulega ýmis álitamál, sem upp koma í svo viðkvæmri og fjölþættri löggjöf og þó frumvarpssmiðir hafi reynt að gera sitt bezta í hvívetna, þá var mörg málamiðlunin og auðvitað verður það ævinlega niðurstaðan, þegarafheilindum erunniðaðenginn fær allt sitt fram. Meginatriðið er að sjálfsögðu það að löggjöfin megi til sem mestrar farsældar verða í fram- tíðarþróun málaflokksins í heild. Von- and i fáum v ið s vo altæka og heildstæða félagsmálalöggjöf sem fyrst, svo víð- tæka að við getum í fullri alvöru farið að huga að afnámi allra sérlaga í mál- efnum fatlaðra. Að því marki vilja allir vissulega stefna og því fyrr sem því er náð, því betra. * Samningamálin eru í brennidepli, þegar þessi orð eru rituð um miðjan marz. Niðurstaða samninga um kaup og kjör mun að sjálfsögðu skipta miklu það fólk, sem lifir að mestu eða alveg á tryggingabótum. Launaþegahreyfingin hefur áður sýnt það og sannað í samningum að húnheldurvel fram h 1 ut tryggingaþega og á það er treyst og því trúað að svo verði einnig nú. Miklu varðar að kaup- máttur tryggingabóta haldist í horfi, en þar hallar verulega undan frá mið- biki liðins árs. Eins og venjulega er um það rætt, að þeir tekjulægstu beri mest úr býtum og í þeirra hópi eru tryggingaþegarutan alls efa. Vonandi veröur það niðurstaðan. Ekki ætti að standa á stjórnvöldum að tryggja ein- mitt þessu fólki sem bezt afkomuör- yggi í ljósi þess að þau ætla að tryggja „velferð á varanlegum grunni". Einn drýgsti velferðarþátturinn er einmitt fólginn í sem tryggastri afkomu öryrkja. Hvergi er eins rækilega unnt að samræmafalleg orð og virkar aðgerðir. H.S.

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.