Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.01.2020, Síða 2

Víkurfréttir - 02.01.2020, Síða 2
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa  4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Rit- stjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Frétta- stjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Marta Eiríksdóttir, sími 857 8445, marta@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, vf@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theo- dórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtu- dögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM retturinn.is Alhliða veisluþjónusta Rétturinn matstofa býður upp á ljúffengan heimilismat í hádeginu Opið frá 11:00 – 14:00 Hafnargötu 90 - Reykjanesbæ Ragnheiður fékk Lions-bílinn Ragnheiður Ragnarsdóttir fékk Lions-bílinn í ár, Toyota Aygo X árgerð 2019, en hann var í fyrsta vinning í árlegu happdrætti Lionsklúbbs Njarðvíkur. Að venju hafa Lionsmenn samband við flesta vinn- ingshafa strax að loknum útdrætti. Í ár var það hún Ragnheiður Ragnarsdóttir sem var svo heppin að vera með fyrsta vinning og fékk hún bílinn afhentan á að- fangadag. Byggingavöruverslun á lóð sunnan Aðalgötu? Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt samning milli Reykjanesbæjar og Smá ragarðs ehf. fyrir sitt leyti og hefur skipu- lagsfulltrúa bæjarins verið falið að vinna málið áfram. Á fundi umhverfis- og skipulags- ráðs Reykjanesbæjar fyrir jól var tekið fyrir erindi þar sem óskað er eftir lóð á svæði sunnan Aðalgötu sem skilgreint er í aðalskipulagi sem VÞ2. Á þessu svæði eru m.a. Flugvellir, þar sem ný slökkvistöð rís í Reykjanesbæ. Svæðið er nefnt þróunarsvæði við Reykjanesbraut í gögnum ráðsins. Smáragarður ehf. óskaði með bréfi dagsettu 29. nóvember 2019 eftir heimild til að þróa reit sem skil- greindur er í aðalskipulagi sem VÞ2. Á svæðinu verði tvær lóðir þar sem á aðra þeirra komi byggingavöru- verslun. Skipulagsfulltrúi lagði fram og kynnti drög að samkomulagi Smáragarðs ehf. og Reykjanesbæjar, sem ráðið samþykkti. Upphaf Smáragarðs ehf. sem fast- eignafélags má rekja til ársins 2002 þegar fasteignir BYKO voru teknar út úr rekstri BYKO og settar í sér félag, Smáragarð. Vinningshafinn og Lionsmenn við bílinn sem Ragnheiður vann. Vinningsnúmer ársins 2019: 1. 990 (Toyota Aygo X árg. 2019) 2. 477 (iPhone 11 MAX) 3. 1971 (62” LG UHD sjónvarp) 4. 383 (62” LG UHD sjónvarp) 5. 1657 (58” Philips UHD sjónvarp) 6. 2199 (58” Philips UHD sjónvarp) 7. 1557 (Nettó gjafakort að verðmæti 100.000) 8. 1098 (Nettó gjafakort að verðmæti 50.000) 9. 1154 (Nettó gjafakort að verðmæti 50.000) 10. 283 (Nettó gjafakort að verðmæti 50.000) Nýtt ár er gengið í garð og óhætt er að segja að árið 2019 hafi verið smá lendingar-ár því eftir stöðuga uppsveiflu í hagkerfinu lækkaði flugið á flest öllu en fyrst og mest auðvitað í ferðaþjónustunni. Óhætt er að segja að það sé nokkuð bjartara framundan í upphafi nýs árs þó svo ekki sé verið að horfa á enn meiri aukningu í komu ferðamanna á nýju ári en þessi grein hefur mikil áhrif á sam- félagið á Suðurnesjum og á Íslandi. Þrátt fyrir samdrátt má víða sjá vöxt og uppgang á Suðurnesjum, m.a. í ferðaþjónustunni. Á þriðja hundrað ný hótelherbergi verða tekin í notkun og er óhætt að segja að með því og almennt séð, séu Suðurnesjamenn að gera sig meira gildandi í ferðaþjónustunni. Huga þarf að meiri kynningu á Suðurnesjum sem áningarstað og lengja dvöl ferðamanna sem ákveða að gista á svæðinu. Ljóst er að framboð afþreyingar er alltaf að aukast en náttúran er auðvitað það sem dregur flesta ferða- menn um svæðið. Ef við lítum yfir mannlífið þá er það okkur sönn ánægja hjá Víkurfréttum að greina frá Suður- nesjamanni ársins 2019 í öllum okkar miðlum í þessari fyrstu viku ársins en það er hinn ungi og bráðefnilegi Már Gunnarsson, sundkappi og tónlistarmaður. Það er með hreinum ólíkindum hvað drengurinn er magnaður og það gleymist hreinlega stundum að hann er blindur. Þetta er í þrítugasta skipti sem Víkurfréttir velja Mann ársins á Suðurnesjum en í fyrra varð Guðmundur R. Magnússon, sigmaður hjá Landhelgisgæslunni, fyrir valinu. Síðar á þessu ári verða fjörutíu ár síðan Víkur- fréttir komu fyrst út, þann 14. ágúst næstkomandi. Víkurfréttir er einn elsti bæjar- og héraðsfrétta- miðill landsins og einn sá öflugasti. Enginn annar fjölmiðlill á landsbyggðinni sinnir fjölmiðlun eins og Víkurfréttir gerir í þremur stórum þáttum; í fréttablaði, á vef og í sjónvarpi. Á síðasta ári gerðum við 50 sjónvarpsþætti sem sýndir voru á sjónvarpsstöðinni Hringbraut (sem nær til allra landsmanna), á Víkurfréttavefnum, vf.is og hjá Kapalvæðingu í Reykjanesbæ. Við gáfum út 48 tölublöð af Víkurfréttum og blaðsíðurnar urðu rétt rúmlega eitt þúsund. Fréttir og innslög á Víkurfréttavefnum voru rétt tæp þrjú þúsund á árinu 2019. Við munum rifja upp úr 40 ára Víkur- fréttasögunni á afmælisárinu með ýmsum hætti. Um leið og við þökkum Suðurnesjamönnum, fyrir- tækjum og einstaklingum fyrir frábært samstarf á síðasta ári vonumst við til að það megi halda áfram því án aðstoðar heimamanna við svona fjölmiðlun væri þetta ekki hægt. Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla. Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta. Tímamót Ferðafélag Íslands með gönguhóp á Suðurnesjum Á tímabilinu janúar til maí 2020 mun Ferðafélag Íslands halda úti gönguhópi á Suðurnesjum. Hópurinn verður í anda þeirra hópa sem Ferðafélag Ís- lands heldur þegar úti í því skyni að stuðla að bættri lýðheilsu. Kynning á dagskránni verður í Keili á Ásbrú fimmtudaginn 2. janúar kl. 17:30 og í Salthúsinu Grindavík laugardaginn 4. janúar kl. 16. Þar munu aðstand- endur verkefnisins lýsa dagskránni næstu mánuðina. Göngurnar eru flestar léttar og lagt upp með að njóta fremur en að þjóta. Farið verður á fimmtán fjöll, langflest á Suður- nesjum en einnig verður gengið á Ok, Snæfellsjökul, Hengil, Móskarðahnúka og á Heimaklett og Eldfell í Vestmanna- eyjum þar sem gist verður eina nótt. Safnast verður saman fyrir hverja göngu og sameinast í bíla í Njarðvík. Félagar í Suðurnesjamönnum eiga þess einnig kost að taka þátt í námskeiðum í sjósundi, samkvæmisdönsum og æfingum á reiðhjólum. Fararstjórar verða Reynir Traustason og Hjálmar Árnason. Ný fráveituhreinsistöð við Náströnd? Umhverfis- og skipulagsráð Reykja- nesbæjar hefur samþykkt heimild til að vinna tillögu að deiliskipulagi vegna nýrrar fráveituhreinsistöðvar við Náströnd í Reykjanesbæ. Umrætt svæði er neðan Ægisgötu á svæði aftan við Hafnargötu 29–35. Fyrirhuguð hreinsistöð er á svæði þar sem gert er ráð fyrir slíkri starfssemi í gildandi aðalskipulagi. Við endur- skoðun aðalskipulags sem nú er í vinnslu er einnig gert ráð fyrir þessari staðsetningu. Ný hreinsistöð er ekki matsskyld. Deiliskipulagið tekur til svæðisins utan Ægisgötu í samræmi við þá tillögu sem fyrir liggur og unnin er í samstarfi við EFLU verkfræðistofu, Landslag og Reykjanesbæ. Tölvugerð mynd sem sýnir fráveituhreinsistöð við Náströnd, neðan Ægisgötu í Keflavík. Séð yfir þróunarsvæðið. 2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 2. janúar 2020 // 1. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.