Víkurfréttir - 02.01.2020, Side 4
Jólaverslun virðist hafa verið heilt yfir ágæt í Reykja-
nesbæ fyrir þessi jól. Verslunin hjá smærri aðilum hefur
verið að breytast aðeins á undanförnum árum og þá í þá
átt að hún dreifist yfir lengri tíma.
Gunnar Egill Sigurðsson hjá Sam-
kaupum segir að jólaverslunin hafi verið
góð í verslunum þeirra á Suðurnesjum.
Aðspurður um einhverjar breytingar í
kauphegðan segir Gunnar að bækur hafi
selst meira en áður og einnig bökunar-
vörur. Í jólamatnum sé veruleg aukning
í sölu á humri og kalkún.
Róbert Svavarsson, eigandi Bústoð-
ar segir árið hafa verið afar gott og
desember hafi líka verið mjög góður.
Dalrós Jóhannsdóttir í Skóbúðinni
segist þokkalega sátt en hún nefnir
breytingu á kauphegðan og að jólaversl-
unin sé farin að dreifast yfir lengri tíma
og undir það tóku fleiri kaupmenn.
Bæjarbúar eru hvattir til að fjöl-
menna í árlega þrettándagleði í
Reykjanesbæ mánudaginn 6. janúar
og eiga saman skemmtilega fjöl-
skyldustund með púkum, álfum,
Grýlu, jólasveinum og ýmsum
öðrum kynjaverum.
Luktarsmiðja í
Myllubakkaskóla
Áður en dagskrá hefst, frá kl. 16:30–
17:50, verður boðið upp á skemmti-
lega luktarsmiðju í Myllubakkaskóla.
Fólk tekur með sér krukku að
heiman sem hægt verður að breyta
í fallega lukt til að taka með sér í
blysförina frá Myllubakkaskóla að
hátíðarsvæði á Hafnargötu. Allt efni
og ljós (fyrir utan krukkuna sjálfa)
fæst á staðnum. Verð fyrir efni er
kr. 300 og greiðist með peningum
á staðnum. Gengið er inn um inn-
gang við Suðurtún. Allir velkomnir.
Blysför að hátíðarsvæði
og börn í búningum
Klukkan 18:00 verður gengið í fylgd
álfakóngs og drottningar og hirðar
þeirra frá Myllubakkaskóla að há-
tíðarsvæði við Hafnargötu 8. For-
eldrar eru hvattir til að leyfa börn-
unum að taka virkan þátt í gleðinni
með því að klæða sig upp í ýmis
gervi, jafnvel púkagervi og auðvitað
að taka nýju luktina meðferðis í blys-
förina. Á hátíðarsvæðinu verður
það sjálf Grýla gamla sem tekur á
móti hersingunni, álfar munu hefja
upp raust sína og syngja þrettánda-
söngva og alls kyns kynjaverur verða
á sveimi á svæðinu.
Brenna, kakó og piparkökur
Þrettándabrennan verður á sínum
stað við Ægisgötu og gestum verður
boðið upp á heitt kakó og piparkökur
til að ylja sér.
Flugeldasýning
Björgunar sveitarinnar
Suðurnes
Jólin verða svo kvödd að hætti Björg-
unarsveitarinnar Suðurnes með
glæsilegri flugeldasýningu eins og
þeim er einum lagið.
Karlakór Keflavíkur, Kvennakór
Suðurnesja, Leikfélag Keflavíkur,
Skátafélagið Heiðabúar, Júdódeild
UMFN, Björgunarsveitin Suðurnes
og lúðrasveit Tónlistarskólans taka
þátt í dagskránni.
Bílastæði eru við Ægisgötu og
Ráðhús, Tjarnargötu 12.
Það var sannkölluð jólastemmning
í jólaversluninni í Reykjanesbæ á
Þorláksmessu. Fjöldi fólks mætti á
Hafnargötuna þar sem jólahljóm-
sveit og jólasveinar hennar spiluðu
og sungu jólalög. Þá mættu fleiri
jólasveinar, gáfu börnum nammi og
dúettinn Heiður lék jólalög.
Starfsmenn Isavia hafa undanfarin ár
mætt með jólaskreytta „jólasveinarútu“
og vekur hún jafnan athygli. Veður-
guðirnir voru í sínu besta skapi og fólk
naut þess að vafra um bæinn og kíkja
í búðir í góðviðrinu.
Víkurfréttir sýndu frá stemmning-
unni í beinni útsendingu á Facebook-
síðu sinni.
Þrumandi
þrettándagleði
í Reykjanesbæ
Ágæt jólaverslun
á Suðurnesjum
Jólastemmning
á Þorláksmessu
í miðbæ Keflavíkur
Ástkær sambýlismaður minn og besti vinur, faðir,
tengdafaðir og afi
GUÐMANN MAREL SIGURÐSSON
Malli
Einidal 6, Reykjanesbæ
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtudaginn 12. desember.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 7. janúar kl. 13.
Þuríður Jörgensen
Sigurður Ágúst Marelsson Hrafna Júlíusdóttir
Tindur Kiljan Sigurðarson
Ísafold Esja Sigurðardóttir
Nýtt leiðarkerfi fyrir strætó
í Reykjanesbæ tekur gildi
• Aukin tíðni
• Aukinn kvöld-
og helgarakstur
Nánari upplýsingar á
www.straeto.is
og www.reykjanesbær.is
6. janúar
2020
4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 2. janúar 2020 // 1. tbl. // 41. árg.