Víkurfréttir - 02.01.2020, Page 8
Aflaannáll 2019
Í þessum fyrsta pistli Aflafrétta á nýju ári er vel við hæfi að renna aðeins
yfir heildarafla hinna og þessara báta frá Suðurnesjum á árinu 2019.
Addi Afi GK var með 283 tonn á árinu
í 78 róðrum, inni í þeirri tölu eri 88
tonn af makríl. Alla GK 15,9 tonn í 29
róðrum á færum. Andey GK 24 tonn í
átta og inni í þeirri tölu eru 22 tonn af
makríl. Mikið aflahrun varð á Andey
GK því árið 2018 þá var báturinn með
yfir 500 tonna afla. Bára KE 131 15,7
tonn í 37 róðrum á færum, Benni
Sæm GK 1520 tonn í 141 róðri á drag-
nót, Berglín GK 3533 tonn í 51 róðri,
Bergur Vigfús GK 176 tonn í 43. Beta
GK átti gott ár, 602 tonn í 128 róðrum,
Brynjar KE 23 tonn í 27 róðri, Daðey
GK 1000 tonn í 175 róðrum, Dímon
GK 26 tonn í 37 á færum. Dóri GK
718 tonn í 126 róðrum, Dóri í Vörum
GK 18 tonn í 32 róðrum. Dúddi Gísla
GK 594 tonn í 105 róðrum, Erling
KE 1478 tonn í 100 róðrum á net,
Fagravík GK 23 tonn í 39, Fjölnir GK
3510 tonn í 41 á línu, Geirfugl GK 440
tonn í 113 róðrum, Gísli Súrsson GK
1268 tonn í 158 róðrum, Grímsnes
GK 1200 tonn í 155 róðrum á netum.
Guðbjörg GK 673 tonn í 105 róðrum
en hann hætti róðrum eftir vertíðina.
Guðrún Petrína GK 247 tonn í 65
róðrum og inni í þeirri tölu er 100
tonn af makríl, Gulltoppur GK 144
tonn í 39 og inni í þeirru tölu er 60
tonn af makríl. Halldór Afi GK 400
tonn í 193 róðrum. Hólmsteinn GK
20 15,5 tonn í 30 róðrum, en þetta
er smábátur sem rær á handfærum,
Hraunsvík GK 336 tonn í 146 róðrum
og má geta þess að þetta er eini neta-
báturinn sem er að róa frá Grindavík,
Jóhanna Gísladóttir GK 3950 tonn í 39
róðrum, Líf GK 34 tonn í 47 róðrum.
Margrét GK, nýi báturinn sem kom í
staðinn fyrir Von GK, réri aðeins um
haustið 2019 og náði að afla 250 tonn í
34 róðrum, Maron GK 891 tonn í 210
róðrum á netum, Ölli Krókur GK 28
tonn í 23 róðrum, Páll Jónsson GK
3735 tonn í 43 róðrum, Rán GK 14,6
tonn í fimm róðrum. Sæfari GK 44
tonn í 50 róðrum sem öllu var landað
í Grindavík, Sævík GK 754 tonn í 102
róðrum, Sella GK 82 tonn í 69 róðrum,
landað á Sandgerði og Suðureyri, Siggi
Bjarna GK 1770 tonn í 143 róðrum,
Sigurfari GK 1643 tonn í 127 róðrum.
Skiptist aflinn þannig að gamli Sigur-
fari GK var með 1317 tonn og nýi
Sigurfari GK restina, eða um 330
tonn. Sóley Sigurjóns GK 3732 tonn
í 44 róðrum. Sóley Sigurjóns GK og
Berglín GK voru um sumarið á rækju-
veiðum við norðurland og af þessum
afla var um 535 tonn sem veidd voru
í rækjutroll, inni í þeirri tölu er rækja
og fiskur. Stakasteinn GK 34 tonn í
51 róðri. Sturla GK 2928 tonn í 42
róðrum, Sunna Líf GK 232 tonn í 93
en það má geta þess að Sunna Líf GK
byrjaði ekki að róa fyrr enn í mars því
báturinn var í breytingum og fór ekki
á sjói fyrr enn í mars. Valdimar GK
2807 tonn í 49 róðrum, Valþór GK
116 tonn í 28 á netum, Vésteinn GK
1417 tonn í 162 róðrum, Von GK 539
tonn í 85 róðrum. Von GK var síðan
seldur til Suðureyrar og hóf þaðan
róðra en báturinn kemur í staðinn
fyrir Einar Guðnason ÍS sem strandaði
skammt frá Suðureyri í nóvember
og eyðilagðist. Þórdís GK 45 tonn í
50 róðrum, öllu landað í Grindavík.
Heildaraflinn sem landað var í
höfnum á Suðurnesjum var um sex
þúsund tonn í Keflavík og Njarðvík.
Um þrettán þúsund tonn í Sandgerði
og um 34 þúsund tonn í Grindavík.
Í Gríndavík lönduðu frystitogar alls
um sextán þúsund tonnum og ef sá
afli er dreginn frá þá stendur eftir um
átján þúsund tonn sem er þá bátaafli
í Grindavík árið 2019.
AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Gísli Reynisson
gisli@aflafrettir.is
Svona gæti stærra
hjúkrunarheimili í
Reykjanesbæ litið út
Reykjanesbær hefur óskað eftir tillögum að stækkun hjúkrunarheimilisins
Nesvöllum. Tvær tillögur hafa verið kynntar í bæjarráði Reykjanesbæjar en
þær ganga út á að auka gæði þjónustu Nesvalla ásamt því að mæta auknu álagi
sem fylgir stækkun hjúkrunarheimilisins. Hönnun nýja hjúkrunarheimilisins
tekur mið af hugmyndafræði Hrafnistu og eru úrlausnir tillaganna eftir
fremsta megni í samræmi við hana, segir í gögnum bæjarráðs.
Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri
umhverfissviðs, og Ása Eyjólfsdóttir,
forstöðumaður öldrunarþjónustu,
mættu á fundinn og gerðu grein fyrir
málinu. Bæjarráð samþykkir að halda
áfram vinnu við uppbyggingu hjúkr-
unarheimilisins.
Þörf er á 60 nýjum hjúkrunarrýmum
og þjónustu þeim fylgjandi. Reiknað
er með 65 m2 á hvern vistmann en
inn í þeirri tölu er einkarými að lág-
marki 28 m2, sameiginlegt rými íbúa
í hverri einingu, stoðrými og aðstaða
starfsfólks.
TILLAGA 6
Nýbyggingin inniheldur 60 herbergi á
þremur hæðum. Á hverri hæð eru tvær
tíu herbergja deildir, þær deila með
sér samveru- og þjónustukjarna sem
eykur hagkvæmni í rekstri. Gengið er
inn á hæðina á milli deildanna tveggja.
Gert er ráð fyrir að nýbygging tengist
núverandi hjúkrunarheimili á tvo vegu
sem stuðlar að betra flæði innanhúss
og styttri gönguleiðum starfsfólks og
vistmanna.
TILLAGA 7
Nýbyggingin inniheldur 60 herbergi á
þremur hæðum. Á hverri hæð eru tvær
tíu herbergja deildir, þær deila með sér
samveru- og þjónustukjarna sem eykur
hagkvæmni í rekstri. Gengið er inn á
hæðina á milli deildanna tveggja. Gert
er ráð fyrir að nýbygging tengist nú-
verandi hjúkrunarheimili á einum stað.
Er nýja heimilið þitt á
Ásbrú kannski hjá okkur?
Skoðaðu lausar leigueignir á heimavellir.is
8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 2. janúar 2020 // 1. tbl. // 41. árg.