Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.01.2020, Síða 12

Víkurfréttir - 02.01.2020, Síða 12
Uppbyggingarsjóður styrkir 39 verkefni árið 2020 Fulltrúar þeirra 39 aðila sem fá styrk hjá Uppbyggingarsjóði ásamt forsvarsfólki sjóðsins. VF-mynd/KjartanMár HÖ NN UN : V ÍK UR FR ÉT TIR Skjalastjóri óskast til starfa hjá Grindavíkurbæ Grindavíkurbær óskar eftir að ráða skjalastjóra til starfa á bæjarskrif- stofu. Um er að ræða 100% starf er heyrir undir sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs. Skjalastjóri ber ábyrgð á skjalamálum á bæjarskrifstofu Grindavíkurbæjar. Hann tekur þátt í stefnumótun um skjalastjórnun sem og rafræna stjórnsýslu og sér um fræðslu og ráðgjöf um skjalamál til starfsmanna og stofnana bæjarfélagsins. Helstu verkefni:  • Umsjón með faglegri vinnu og vinnur að miðlægri og samræmdri skjalastýringu. • Ábyrgð og umsjón með One skjalavörslukerfinu, skráningu og varðveislu erinda og skjala sem berast á skrifstofu Grindavíkurbæjar sem og afgreiðslu og frágangi mála í málaskrá. • Útbýr og endurskoðar skalavistunaráætlun Grindavíkurbæjar. • Sér um samskipti við persónuverndar­ fulltrúa Grindavíkurbæjar. • Ýmis önnur tilfallandi almenn skrifstofustörf. Menntun, reynsla og hæfniskröfur: • Menntun sem nýtist í starfi, svo sem bókasafns­ og upplýsingafræði eða skjalfræði. • Þekking á skjalastýringu og skjalavistunarkerfum. • Reynsla og þekking á málefnum sveitarfélaga er kostur. • Reynsla og þekking á sviði verkefnastjórnunar er kostur. • Sjálfstæði í vinnubrögðum. • Geta til að sýna frumkvæði og rík skipulagshæfni. • Mjög góð tölvukunnátta. • Hæfni í mannlegum samskiptum. • Góð kunnátta í íslensku í ræðu og riti. • Hæfni til að miðla flóknum upplýsingum á einfaldan hátt í töluðu og rituðu máli. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Nánari upplýsingar um starfið gefur Jón Þórisson í síma 420­1103 eða í tölvupósti jont@grindavik.is Umsóknum með upplýsingum um menntun og starfsferil skal skilað rafrænt á netfangið jont@grindavik.is Umsóknarfrestur er til og með 15. janúar 2020. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Aðilar af báðum kynjum eru hvattir til að sækja um. Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála­ og stjórnsýslusviðs Uppbyggingarsjóður Suðurnesja hefur úthlutað 39 verkefnum styrkjum fyrir 45 milljónum króna. Umsóknir um styrki voru 65 talsins fyrir samtals 167 milljónir króna. Greint var frá því hverjir hlutu styrkina á Park Inn hótelinu síðasta fimmtudag. Verkefni sem falla undir menningu og listir fengu úthlutað 28 milljónum króna en atvinnu- og nýsköpun 17 milljón króna. „Það þarf mikla þrautseigju, drifkraft, seiglu og metnað að fylgja hugmynd eftir og framkvæma hana. Við íbúar Suðurnesja erum virkilega heppin með hversu flott frumkvöðla- og menningar- starf er hér á svæðinu, og er það ykkur að þakka,“ sagði Fríða Stefánsdóttir, formaður Uppbyggingarsjóðs Suður- nesja þegar greint var frá úhlutuninni. Fríða las upp 39 umsóknir sem fá styrk á árinu 2020. Þann 12. nóvember 2019 var undir- ritaður samningur milli samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, mennta- og menningarmálaráðuneytisins ann- ars vegar og Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum hins vegar um sóknará- ætlun Suðurnesja 2020–2024. Með þessum samningi er tryggt að Uppbygg- ingarsjóður Suðurnesja fær fjármagn árlega þetta tímabil til að úthluta til verkefna á árunum 2020–2024. Markmið samningsins er að stuðla að jákvæðri byggðaþróun í takt við heims- markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálf- bæra þróun, treysta stoðir menningar og auka samkeppnishæfni landshlutans og landsins alls. Samningurinn tekur mið af þingsályktun um stefnumótandi byggðaáætlun, menningarstefnu og ann- arri stefnu ríkisins eftir því sem við á. Verkefnin Ferskir vindar listahátíð í Garði og Fjölþætt heilsuefling 65+ í sveitarfélögum hlutu stærstu styrkina að þessu sinni eða 4 milljónir króna hvort. Þá hlutu Ferskir vindar loforð upp á 2 milljónir króna fyrir árið 2021 og 4 milljónir króna fyrir 2022. Meðlimir Jazzfjelags Suðurnesja bæjar tóku nokkur lög við afhendingu styrkjanna. Félagið fékk styrk til að halda fjölda tónleika á nýju ári. VF-mynd/pket Feðginin Elíza og Geir Newman og Jón Newman fengu styrk fyrir nýtt verkefni sem er „Kotið í Höfnum“, endurbygging á 100 ára gömlu húsi, Garðbæ, sem þau stefna að því að opna svo fyrir almenningi, þegar verkefninu lýkur. Björk Guðjóns- dóttir, starfsmaður atvinnuþróunar- félagsins Heklunnar, og Janus Guðlaugs- son en verkefni hans, Heilsuefling 65+ hlaut hæsta styrkinn. 12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 2. janúar 2020 // 1. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.