Víkurfréttir - 02.01.2020, Qupperneq 19
Þrettándagleði í Reykjanesbæ
6. janúar 2020 Kl. 16:30 – 17:50 Luktarsmiðja í Myllubakkaskóla
Kl. 18:00 Blysför frá Myllubakkaskóla að hátíðarsvæði
Brenna, tónlist, álfakóngur og drottning, púkar,
Grýla, jólasveinn, heitt kakó og piparkökur
og glæsileg flugeldasýning.
Sjá nánar á www.reykjanesbaer.is
Karen Mist og Már
Íþróttafólk Reykjanesbæjar 2019
Sundfólkið Karen Mist Arngeirsdóttir og Már Gunnarsson voru kjörin
Íþróttafólk Reykjanesbæjar en greint var frá kjörinu í árlegu hófi í íþróttahúsi
Njarðvíkur á gamlársdag. Karen og Már stóðu sig frábærlega í sundlauginni
á árinu og settu bæði fjölda meta í mótum ársins.
Í hófinu voru allir Íslandsmeistarar úr
félögum bæjarins heiðraðir en alls voru
Íslandsmeistaratitlarnir 137 á árinu.
Í Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar
(ÍRB) eru tíu aðildarfélög sem keppa í
tutttugu íþróttagreinum og bárust til-
nefningar til íþróttamanns ársins frá
sextán greinum.
Þá var Crossfit-afrekskonan Sara
Sigmundsdóttir heiðruð á hófinu en
hún er atvinnumaður í greininni og
keppir utan félags á Íslandi.
Talsverð aukning á aðstókn hefur
verið í Sundmiðstöð Keflavíkur en
enginn kom þó oftar á árinu 2019 en
hinn níræði Andrés Eggertsson, íbúi
í Reykjanesbæ. „Þetta heldur mér
gangandi. Ég reyni að mæta alla
daga,“ sagði hann hress að vanda
þegar forsvarsmenn Sundmið-
stöðvarinnar verðlaunuðu Andrés
að morgni gamlársdags. Þá var
gestum boðið í síld og kaffi.
Andrés mætti alls 340 sinnum í
Sundmiðstöðina á árinu 2019 og
þessir 25 dagar sem hann missti út
voru m.a. út af því að kappinn þurfti
að fara á sjúkrahús auk annarra per-
sónulegra mála. Þá eru líka nokkrir
dagar sem hreinlega er lokað.
„Svona menn eru frábær fyrir-
mynd,“ sagði Hafsteinn Ingibergs-
son, forstöðumaður íþróttamann-
virkja hjá Reykjanesbæ.
Andrés, sem fagnaði 90 ára afmæli
sínu í haust, syndir og fer í pottana,
m.a. í kalda pottinn og situr í honum
í dágóða stund, Andrés segir það
vera mjög gott fyrir sig.
Á gamlársdagsmorgun mættu
margir af fastagestunum, einn
þeirra var úr jólasveinafjölskyldunni
í Noregi en hann heilsaði upp á gesti
í heita pottinum.
Níræður með
340 skipti
í lauginni
Íþróttamenn allra greina hjá ÍRB
Akstursíþróttakona Reykjanesbæjar 2019:
Rakel Árnadóttir
Akstursíþróttamaður Reykjanesbæjar 2019:
Ragnar Magnússon
Blakíþróttakona Reykjanesbæjar 2019:
Jónína Einarsdóttir
Blakíþróttamaður Reykjanesbæjar 2019:
Bjarni Þór Hólmsteinsson
Fimleikakona Reykjanesbæjar 2019:
Emma Jónsdóttir
Fimleikamaður Reykjanesbæjar 2019:
Atli Viktor Björnsson
Glímukona Reykjanesbæjar 2019:
Heiðrún Fjóla Pálsdóttir
Glímumaður Reykjanesbæjar 2019:
Guðmundur S. Gunnarsson
Hestaíþróttakona Reykjanesbæjar 2019:
Sunna S. Guðmundsdóttir
Hnefaleikakona Reykjanesbæjar 2019:
Hildur Ósk Indriðadóttir
Hnefaleikamaður Reykjanesbæjar 2019:
Davíð Sienda
Íþróttakona fatlaðra í Reykjanesbæ 2019:
Lára María Ingimundardóttir
Íþróttamaður fatlaðra í Reykjanesbæ 2019:
Már Gunnarsson
Júdókona Reykjanesbæjar 2019:
Heiðrún Fjóla Pálsdóttir
Júdómaður Reykjanesbæjar 2019:
Ingólfur Rögnvaldsson
Knattspyrnukona Reykjanesbæjar 2019:
Natasha Moraa
Knattspyrnumaður Reykjanesbæjar 2019:
Atli Geir Gunnarsson
Körfuknattleikskona Reykjanesbæjar 2019:
Salbjörg Ragna Sævarsdóttir
Körfuknattleiksmaður Reykjanesbæjar 2019:
Hörður Axel Vilhjálmsson
Kraftlyftingakona Reykjanesbæjar 2019:
Elísa Sveinsdóttir
Kraftlyftingamaður Reykjanesbæjar 2019:
Halldór Jens Vilhjálms
Kvenkylfingur Reykjanesbæjar 2019:
Kinga Korpak
Karlkylfingur Reykjanesbæjar 2019:
Logi Sigurðsson
Lyftingakona Reykjanesbæjar 2019:
Aþena Eir Jónsdóttir
Lyftingamaður Reykjanesbæjar 2019:
Emil Ragnar Ægisson
Sundkona Reykjanesbæjar 2019:
Karen Mist Arngeirsdóttir
Sundmaður Reykjanesbæjar 2019:
Þröstur Bjarnason
Taekwondokona Reykjanesbæjar 2019:
Dagfríður Pétursdóttir
Taekwondomaður Reykjanesbæjar 2019:
Kristmundur Gíslason
Þríþrautakona Reykjanesbæjar 2019:
Guðlaug Sveinsdóttir
Þríþrautamaður Reykjanesbæjar 2019:
Jón Oddur Guðmundsson
19 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 2. janúar 2020 // 1. tbl. // 41. árg.