Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.04.2020, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 02.04.2020, Blaðsíða 21
21 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 2. apríl 2020 // 14. tbl. // 41. árg. Hún byrjaði á því að tvö af fjórum rútuverkefnum sem við vorum með fóru í tímabundna pásu og þegar að þetta mun birtast verða öll fjögur föstu verk- efnin okkar komin í tímabundið stopp. Við vonum auð- vitað allir að þetta vari ekki lengi og hlökkum til að byrja aftur. Staðan núna er sú að 12 af 16 bílum eru ekki á númerum og get ég viðurkennt að það var erfitt að horfa á röðina sem flestir þeirra voru í standa í því ástandi núna fyrir stuttu. Fór í sund með föður mínum blessuðum á síðasta opn-unardegi fyrir aðþrengt samkomubann og var það dá- lítið skrítið en líklegast enn skrítnara fyrir hann og hina jálkana sem mæta á sama tíma og hann hvern einasta dag. Breyting á venjum er ekki auðveld fyrir fólk og allra síst þá sem eldri eru því það er klárt mál að þeir munu ekki hittast á Facetime. Það sem hefur einkennt síðustu tvo mánuði hjá mér er að klára að taka húsnæði í gegn sem ég keypti rétt eftir áramótin á Vatnsholti1D og koma því í stand.... ég = her annarra sem sáu um þetta allt. Undanfarin vika hefur farið í lokafrágang og fíni-seríngu og lokatiltekt og er þetta allt farið að líta nokkuð vel út, svipað og ég gerði fyrir allmörgum árum síðan......damn it. Á föstudeginum 27. mars fór ég með einn af okkar strætóum í hefðbundið tékk inn í Öskju og nýtti tímann á meðan að ég beið til að þræla heittelskuðum föður í akstur á milli búða í leit að stærri spegli en ég hafði keypt í Byko. Pabba fannst unun að keyra á milli fleiri fleiri búða í mínum eltingaleik og ég lét það fara í taugarnar á mér hvernig hann lagði illa við hliðina á bílum og skemmdi þannig oft tóma stæðið við hliðina á sínum bíl líka, eggið og hænan og allt það og Jesús minn hvað ég mun verða leiðinlegt gamalmenni þegar sá tími rennur upp á næsta ári!! Hvað varðar mitt persónulega umhverfi varðandi blessaða veiruna að þá kenni ég mér einskis mein, engin af mínum samstarfsfélögum hefur veikst og enginn í mínum persónulega innsta hring heldur. Maður hafði smá áhyggjur á meðan að allir okkar viðskiptavinir voru ennþá starfandi að maður væri í áhættuhóp en við hreinsuðum bílana á milli ferða og buðum upp á grímur fyrir þá sem það vildu. En maður passar sig eins og maður getur á 2 metra reglunni og einnig held ég mig frá heimili sonar míns því þar eru líka yngri börn búandi sem maður vill ekki óafvitandi smita ef svo ólíklega kæmi til að maður væri smitberi. Það sem þetta samkomubann snertir helst við mér per-sónulega án vinnu og fjölskyldutengingar er sú stað- reynd að öll bíóin eru lokuð. Bíóferðir eru mín uppáhalds afþreying svo að þessu leyti er samkomubannið að hamla þeirri upplifun hjá mér. Að setja sjálfan sig í heimsóknarbann til annarra er eigið val, bíóstoppin eru samfélagsleg skylda. Svo maður tali aðeins í léttari dúr svona í lokin að þá er gaman að segja frá því að ég og bróðir minn, sem er með svipaðan húmor og ég oft á tíðum, vorum að hugsa nákvæmlega sama hlutinn um daginn þegar að bangsiútí- glugga tískan fór í gang. Svo við skelltum í mynd af mér hálfklæddum að halda á bangsa sem ég á og fær meiri knús en vanalega þar sem maður er einhleypur og býr við knúsþurrð....og grænmetisþurrð en það er samt minna vandamál. Stillti mér upp við einn af stofugluggunum og vildi sýna öllum fallegu einhleypu kvenmönnunum að í þessu húsi byggi núna einhleypur foli (já eða fíll) og þær væru auðvitað velkomnar. Sigurbjörn Arnar Jónsson Síðasta vika, 23. - 27. mars, var nokkuð spes. Dagbók Sigurbjörns VÍKURFRÉTTIR FENGU NOKKRA SUÐURNESJAMENN TIL AÐ HALDA DAGBÓK Í EINN DAG

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.