Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.04.2020, Blaðsíða 48

Víkurfréttir - 02.04.2020, Blaðsíða 48
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga frá kl. 09:00 til 17:00 facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir Mundi S t æ r s t a f r é t t a - o g a u g l ý s i n g a b l a ð i ð á S u ð u r n e s j u m Hvenær fæ ég svona vídeó ? Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta Í þessu ástandi sem nú varir berjast flest fyrirtæki í bökkum við að halda sinni starf- semi gangandi. Þetta á þó meira við um ferðaþjónustu og fyrirtæki tengd ferða- þjónustu þar sem flest öll flugfélög í heim- inum hafa nánast lokað sinni starfsemi vegna faraldursins. Mörg fyrirtæki hafa stigið fram og sagst ekki ætla að fara í umfangsmiklar uppsagnir en þær fréttir koma aðallega er- lendis frá. Halla Tómasdóttir fyrrverandi forsetaframbjóðandi og núverandi forstjóri B Team í New York hefur haldið úti „live“ straumi frá einangrun sinni heiman frá og lýsir ástandinu vel í NY. Þar er enginn á ferli, ekki nokkur maður. Þar í borg er mikið verið að höfða til þess góða í forstjórum fyrir- tækja að halda starfsfólki í vinnu þrátt fyrir hræðilegt ástand. Samfélagsleg ábyrgð í sinni fegurstu mynd. Förum aftur heim í okkar krúttlega hagkerfi. Í vikunni hlustaði ég á viðtal við forstjóra Isavia ohf. en þar fengu 100 starfsmenn brottfararspjaldið sitt í gær. Forstjórinn talaði um að eiginfjárstaða og lausafjárstaða fyrir- tækisins væri mjög sterk, hún hafi í raun aldrei verið sterkari. Af hverju ætli það sé? Jú, Isavia (lesist: íslenska ríkið) hefur ekki farið varhluta af því gullæði sem hefur einkennt ferðaþjónustuna og hagnast ríkulega sl. 5-7 ár af íslenskum sem og erlendum flugfélögum sem lenda í Keflavík. Skyndilega er staðan (amk. tímabundið) mjög breytt og nú þarf ríkið að veita eina íslenska flugfélaginu sem enn er í rekstri duglega fjárhagsaðstoð svo það geti haldið uppi lágmarkssamgöngum til og frá landinu. Gott og vel. En punkturinn minn er þessi. Þetta er tímabundið ástand. Með því að Isavia sé að segja upp 100 manns til að sýna einhver viðbrögð og rekstrarlegt aðhald þá er félagið bara að færa kostnaðinn frá einum vasa (Isavia ohf.) yfir í annan (Vinnumála- stofnun). Kostnaður okkar skattgreiðenda er nánast sá sami. En það sem þessi aðgerð sýnir er hversu lítið manneskjan er metin í fyrirtækjarekstri. Það hefur slæm áhrif á manneskju að vera sagt upp störfum. Þann- ig að þó að þetta komi út á eitt fyrir okkur skattborgara þá er verið að snúa lífinu hjá 100 fjölskyldum á hvolf mögulega að óþörfu. Í sama viðtali er forstjórinn að berja sér á brjóst yfir því að félagið hafi aldrei verið fjárhagslega sterkara. Frekar ósmekklegt allt saman að mínu mati. Þó að mér finnist þetta í besta falli ósmekk- legt þá á ég varla nógu sterk orð til að lýsa vanþóknun minni á aðgerðum Bláa lónsins. Félagið sagði upp 164 starfsmönnum á fyrstu dögum farsóttarinnar og leitar svo á náðir okkar skattborgara með greiðslu hluta launa 400 manns til viðbótar. Þetta sama fyrirtæki hefur fleytt rjómann af ferðamannabólunni og greitt rúmlega 12.000 m.kr. í arð til eig- enda sinna sl. 8 ár sem mjög litlir jafnvel engir skattar eru greiddir af vegna skattalegra útúrsnúninga. Eigið fé Bláa lónsins nam í lok árs 2018 litlum 12.400 m.kr. Í alvöru samlandar, hvar er ábyrgðin og sam- heldnin í okkar þjóðfélagi? Ég er ekki að tala um að þessi fyrirtæki ættu að vera að greiða fólki laun þegar enginn er peningurinn. En þessi fyrirtæki hafa hagnast um milljarða á milljarða ofan ár eftir ár! Við erum öll samfélagið LOKAORÐ Ingu Birnu Ragnarsdóttur Honda CR-V Ek. 82 þús. árg. 2014. Sjálfsk. Tilboð 2.990.000 kr. Honda Civic 5dr. Ek. 9 þús. árg. 2018. Sjálfsk. Tilboð 2.490.000 kr. Suzuki Vitara Ek. 126 þús. árg. 2017. Sjálfsk. Tilboð 1.890.000 kr. Nizzan Leaf. Rafmagn. Árg. 2019. Ek. 3 þús. Tilboð 3.990.000. Renault Zoe Rafmagn Ek. 17 þús. árg. 2018. Sjálfsk. Tilboð 2.690.000 kr. við gamla aðalhliðið á Ásbrú Sími 421 5444 sendibillinn.is Peugot 108 Ek. 37 þús. árg. 2017. Beinsk. Tilboð 840.000 kr. Vantar þig sendibíl? BÍLAÚTSALAN ÞÍN!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.