Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.04.2020, Blaðsíða 36

Víkurfréttir - 02.04.2020, Blaðsíða 36
36 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 2. apríl 2020 // 14. tbl. // 41. árg. Bryndís Jóna Magnúsdóttir var nýlega ráðin skólastjóri Heiðarskóla í Reykjanesbæ en þar hefur hún starfað frá árinu 2009. Hún fer lítið annað en í matvörubúðir og í vinnuna og aðrir fjölskyldumeðlimir vinna og læra heima. Í samkomubanninu er skólastarfið með allt öðrum hætti en venjulega. Hvernig ert þú að upplifa ástandið í kringum COVID-19? Þetta er svo óvenjulegt ástand að ég á eiginlega ekki til réttu orðin sem lýsa upplifun minni á því. Þetta er allt voða skrítið. Hefurðu áhyggjur? Já, ég hef áhyggjur af stöðunni og þróuninni, það er ekki annað hægt. Hvaða áhrif hefur faraldurinn á þitt daglega líf? Dóttir mín á grunnskólaaldri lauk sóttkví á föstudaginn síðasta en á meðan á henni stóð gerðum við til- heyrandi ráðstafanir á heimilinu. Það var vont að þurfa að halda henni frá sér en við erum annars mjög iðnar við það að gefa hvorri annarri víta- mín fyrir sálina með faðmlögum. Hjartað var því hálf marið. Samneyti við fjölskyldu og vini hefur verið í algjöru lágmarki og vinnutilhögun er breytt. Ég fer lítið annað en í mat- vörubúðir og í vinnuna og aðrir fjöl- skyldumeðlimir vinna og læra hér heima. Undir eðlilegum kringum- stæðum er mikil umferð hérna á heimlinu þar sem farið er til og komið frá vinnu og æfingum svo til allan daginn. Það hefur hægst mjög mikið á þeirri umferð. Hvernig eru dagarnir hjá þér núna? Hefur þú gert miklar breytingar í daglegu lífi? Ég er annan hvern dag á vinnustað mínum, Heiðarskóla og á móti vinn ég við tölvurnar heima. Í vinnunni er samgangur fólks í algjöru lágmarki og ég sé lítið sem ekkert af krökk- unum. Hvort tveggja finnst mér voða leiðinlegt. Skilaboðasendingar, sím- töl og fjarfundir hafa svo gott sem alveg komið í staðinn fyrir samtöl augliti til auglitis. Að vinnu lokinni fer ég heim, reyni þá að fá mér göngutúr og banka þá stundum upp á hjá mínu nánasta fólki til að athuga hvernig það hefur það en fer helst ekki inn. Ég hef hringt meira í fólkið mitt og sent texta- og myndskilaboð. Svo erum við fjölskyldan farin að nýta okkur fjaræfingarnar hjá Helga Jónasi í Metabolic. Hann er í beinni frá Grindavík og gerir það allra besta úr stöðunni, svona eins og honum einum er lagið. Ég hef reynt að draga mikið úr búðarferðum og svo eru þrif hérna heima miklu tíðari. Við förum reglulega með sótthreinsiefni í tusku yfir helstu snertifleti. Við vinkonurnar hittumst einu sinni í mánuði í saumaklúbbi en nú er það ekki í boði svo við skelltum í fjar- fundasaumó í síðustu viku. Hluti af vinnufélögunum hittist líka á netinu í lok vikunnar, svona til gamans. Hvenær fórstu að taka COVID-19 alvarlega? Ég starfa sem skólastjóri í Heiðar- skóla og um mánaðamótin janúar/ febrúar fór viðbúnaður vegna CO- VID-19 að gera vart við sig. Þá var ráðist í að uppfæra viðbragðsáætlun almannavarna fyrir skólann, leið- beiningar um handþvott voru festar á veggi á öllum salernum og komið var á skipulagi fyrir dagleg sótthreinsi- þrif á helstu snertiflötum skólans. Þegar hættustigi var líst yfir um mánaðamótin febrúar/mars fór ég að gera mér grein fyrir að við værum líklega að sigla inn í fordæmalausa tíma. Í framhaldi fór verkefnum í tengslum við veiruna að fjölga. Þegar samkomubannið var loks boðað föstudaginn 13. mars blasti alvar- leiki málsins við og yfir þá helgina unnu skólastjórar skólanna í Reykja- nesbæ saman að því að skipuleggja skert skólastarf. Heilmikil vinna fór fram á mjög skömmum tíma og mér leið svolítið eins og ég væri persóna í skáldsögu. Þegar ég fékk síðan boð frá skóla dóttur minnar um að hún þyrfti að fara í sóttkví bankaði ástandið upp á mitt eigið heimili sem var sérstakt. Hvernig ert þú að fara varlega? Með auknum handþvotti og þrifum, með því að halda mig sem mest heima hjá mér, er í hönskum þegar ég fer t.d. út í búð, dreg eins og hægt er úr snertingum, hósta og hnerra í olnbogabótina og huga að andlegri og líkamlegri heilsu. Hvernig finnst þér stjórnvöld standa sig í sóttvörnum? Einstaklega vel. Traust er gríðar- lega mikilvægt á óvissutímum sem þessum. Ég ber fullt traust til bæði ríkisstjórnarinnar og þríeykisins. Ég trúi því og finn að það eru allir að gera sitt allra besta í verkefnum sem erfitt er að máta við nokkur önnur. Hvað finnst þér mikilvægast á þessum tímum? Traust og trú á að við komumst í gegnum þennan tíma eins fljótt og vel og hægt er. Náungakærleikur, eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, sérstaklega þegar ekki má knúsast. Yfirvegun og raunsæi. Húmor og bjartsýni. Finnst þér að sveitarfélagið þitt gæti gert meira? Hvernig finnst þér sveitarfélagið standa sig í þessum málum? Það er eflaust alltaf hægt að gera meira en mér finnst sveitarfélagið vera að standa sig eins vel og hægt er í alvarlegu ástandi. Það eru allir að reyna að gera sitt besta. Er samkomubannið að hafa áhrif á þig? Ekki þannig. Ekki enn sem komið er a.m.k. Ég er frekar heimakær svo það fer ekkert sérstaklega illa í mig að þurfa að vera sem mest heima. Ef samkomubannið verður framlengt og jafnvel hert þá mun það þó vafa- laust valda einhverjum óróleika. Hvernig hagar þú innkaupum í dag? Notar þú netið meira? Það fer ekki fyrir miklu öðru en matarinnkaupum en ég er ekki farin að panta matvörur á netinu. Ég hef pantað matarsendingar frá Eldum rétt, sem er svo sem ekkert nýtt fyrir mér. Leið svolítið eins og ég væri persóna í skáldsögu Bryndís Jóna Magnúsdóttir er nýr skólastjóri Heiðarskóla í Reykjanesbæ. Í samkomubanni er skólastarfið með allt öðrum hætti en venjulega. Hvernig hefur skólastarfið gengið á tímum COVID-19? Í samkomubanninu er skólastarfið með allt öðrum hætti en venju- lega. Nemendum í 1. - 6. bekk er skipt upp í tvo hópa sem koma í skólann annan hvern dag. Þetta hefur allt saman gengið vel í mjög stífum ramma þar sem nemendur þurfa að koma í skólann og fara heim stundvíslega á ákveðnum tíma og um ákveðna innganga skólans. Hópar mega ekki blandast, hvorki innan dyra né utan og starfsfólk tilheyrir svokölluðum sóttvarnarteymum. Aðgengi foreldra og utan- aðkomandi aðila að skólanum er mjög takmarkað. Nemendahópar halda til í heimastofum sínum og fara ekki í hefðbundna íþrótta-, sund-, list- eða verkgreinatíma. Eldri nemendur vinna heimavinnu eftir fyrirmælum kennara og með stuðningi þeirra. Þeir tilkynna sig til umsjónarkennara sinna kl. 9 á morgana, fá fyrirmæli og geta leitað eftir aðstoð þeirra fram eftir degi. Þetta hefur gengið furðu vel og þarna eru notaðar samskiptaleiðir sem ekki hafa verið nýttar áður. Þetta hefur allt saman verið mjög lærdómsríkt og möguleikar tækninnar nýst sérstaklega vel. Starfsfólk skólans á mikið hrós skilið og foreldrar sömuleiðis en við vitum vel að ástandið er ekki auðvelt fyrir heimilin. Þó að fyrirkomulagið gangi vel þá hugsa ég að allir hlakki til þess að skólastarfið komist í eðlilegt horf. Það geri ég svo sannarlega. Ég hef reynt að draga mikið úr búðarferðum og svo eru þrif hérna heima miklu tíðari. Við förum reglulega með sótthreinsiefni í tusku yfir helstu snertifleti. Við vinkonurnar hitt- umst einu sinni í mánuði í saumaklúbbi en nú er það ekki í boði svo við skelltum í fjar- fundasaumó í síðustu viku. Hluti af vinnufé- lögunum hittist líka á netinu í lok vikunnar, svona til gamans. Hvað gerir þú ráð fyrir að ástandið muni vara lengi? Ég vona að við verðum komin yfir erfiðasta tímann um miðjan eða undir lok maí og getum þá farið nokkuð kát inn í sumarið. Þegar faraldurinn er yfirstaðinn, gerir þú ráð fyrir að ferðast innan- lands eða utan? Við fjölskyldan vorum búin að sjá fyrir okkur að ferðast innan- lands næsta sumar og ég vona að við getum gert það. Það á eftir að koma í ljós hvort farið verður í íþróttaferðir til útlanda sem eru á dagskrá fjöl- skyldunnar í júlí og ágúst. Hvað getur þú sagt okkur um menntun þína og fyrri störf? Ég hef starfað í Heiðarskóla frá árs- byrjun 2009 og verið í stjórnunarteymi skólans frá 2013, fyrst sem deildar- stjóri, síðan sem aðstoðarskólastjóri og undanfarið ár hef ég sinnt starfi skóla- stjóra tímabundið. Staðan var auglýst í byrjun árs eins og lög gera ráð fyrir, ég sótti um og mér var boðið starfið að loknu ráðningarferli. Það hefur verið frekar sérstakt að fara í gegnum ráðningarferli á svona óvenjulegum og sérstaklega krefjandi tímum en ég er spennt fyrir framhaldinu. Heiðarskóli er frábær skóli. Þar starfar einstakur starfsmannahópur og nemendur skólans eru ekki síðri. Heiðarskóli á gott samfélag sem gaman er að vera partur af. Ég lauk kennaranámi með B.Ed gráðu árið 2006 og stunda nú meistaranám við Háskóla Ísland með áherslu á stjórnun menntastofnanna. Nú var skólinn fyrstur til að prófa spjaldtölvur í námi fyrir nokkrum árum. Hvernig hefur það þróast? Það hefur þróast þannig að í dag leiðum við almennt ekki hugann sérstaklega að því að í Heiðarskóla séu nýttar spjaldtölvur á unglinga- stigi. Það er engin saga til næsta bæjar. Þær eru orðnar mjög eðli- legur partur af skólastarfinu okkar. Spjaldtölvur og bækur eru notaðar jöfnum höndum og nemendur ráða því sjálfir hvort þeir vilji hafa bækur sínar rafrænar í spjaldtölvunum eða ekki. Bekkjarsett nýtast svo yngri nemendum og þurfum við helst að fjölga þeim því kennarar yngri bekkja eru alltaf að nýta möguleika tækninnar betur og betur. Spjald- tölvurnar auka fjölbreytni í námi og kennslu, auðvelda aðgengi nemenda að upplýsingum og hafa nýst afar vel í því að einstaklingsmiða nám nemenda. Ertu eitthvað farinn að sjá fram í vorið með skólastarfið, hvort þið klárið á sama tíma eða ekki? Við slítum skólunum líklega á réttum tíma en það er ómögulegt að segja núna með hvaða hætti skóla- starfið verður fram að því. Í þessu ástandi er í raun bara hægt að taka einn dag í einu, í allra mesta lagi eina viku. Heilbrigðisyfirvöld stýra þess- ari ferð og við förum að tilmælum þeirra. LÆRDÓMSRÍKT

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.