Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.04.2020, Blaðsíða 25

Víkurfréttir - 02.04.2020, Blaðsíða 25
25 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 2. apríl 2020 // 14. tbl. // 41. árg. Störf í boði hjá Reykjanesbæ Störf í boði hjá Reykjanesbæ Allir grunnskólar – Kennarar Björgin – Starfsmaður 50% Björgin – Iðju- eða þroskaþjálfi Háaleitisskóli – Skólastjóri Njarðvíkurskóli – Forstöðumaður frístundaheimilis Stapaskóli – Tölvuumsjónarmaður Stapaskóli – Þroskaþjálfi Stapaskóli – Matráður Stapaskóli – Leikskólakennari Stapaskóli – Forstöðumaður frístundaheimilis Stapaskóli – Náms- og starfsráðgjafi Fræðslusvið – Sálfræðingur Myllubakkaskóli - Þroskaþjálfi Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum. Viðburðir í Reykjanesbæ Hljómahöllinn: Fimmtudaginn 2. apríl kl 20:00 kemur hljómsveitin Moses Hightower fram í beinni útsendingu í gegnum streymi á Facebook-síðu Hljómahallar. Listasafnið Föstudag kl 14:00. Myndlistarfróðleikur dagsins, myndband frá sýningu safnsins úr safneign í sýningarstjórn Ingu Þóreyjar Jóhannsdóttur. Bókasafnið Laugardag kl. 11:30. Krakkajóga með Sibbu. Skoðið fleiri spennandi viðburði á heimasíðu Reyjanesbæjar. Forstöðumaður félagsmiðstöðvar Grindavíkurbær auglýsir starf forstöðumanns félagsmiðstöðvarinnar Þrumunnar laust til umsóknar. Nánari upplýsingar á grindavik.is/atvinna Til að fá ókeypis rafræna áskrift getur þú farið inn á vf.is, skráð þig á póstlista og fengið Víkurfréttir glóðvolgar í tölvupóstinn þinn í hverri viku! RAFRÆN ÚTGÁFA Á ÓVISSUTÍMUM Dagbjörg með góðar gjafir Það má með sanni segja að það sé mikill samtakamáttur og samhugur í samfélaginu á þessum sérstöku tímum. Fyrir síðustu helgi kom slysavarna deildin Dagbjörg færandi hendi með ýmislegt til dægrastyttingar fyrir íbúa Hrafnistu á Nesvöllum og Hlévangi. Púsluspil, ýmis borðspil og þrautir, kast hringur og minigolf var meðal þess sem slysavarnakonurnar gáfu á hjúkrunarheimilin. Hrafnista færir þeim þakkir fyrir á fésbókarsíðu sinni. Íbúum Hrafnistuheimilanna á Nes- völlum og Hlévangi bárust höfðing- legar gjafir frá Lionsklúbbi Njarð- víkur, Lionsklúbbnum Æsu, Lions- klúbbi Keflavíkur og Lionessuklúbbi Keflavíkur en þau komu færandi hendi með fjórar spjaldtölvur ásamt sama fjölda heyrnartóla. Þessar gjafir koma sér mjög vel þar sem engar heimsóknir eru leyfðar til íbúa á þessum fordæmalausu tímum og geta íbúar þá haft samskipti við og séð ættingja sína með því að nota myndsím- töl. Gjafirnar eru strax komnar í notkun og gleðja íbúa jafnt sem aðstandendur, segir á fésbókarsíðu Hrafnistu í Reykja- nesbæ þar sem klúbbunum eru þakk- aðar gjafirnar. Gáfu spjaldtölvur til íbúa Nesvalla og Hlévangs Tuttugu spjaldtölvur og heyrnartól til HSS Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur síðustu daga fundið mikinn hlýhug í samfélaginu og meðal annars hafa borist tuttugu spjald- tölvur og heyrnartól fyrir inni- liggjandi sjúklinga á legudeild- inni í Reykjanesbæ og Víðihlíð í Grindavík. Lionsklúbbar og Lionessur í Reykjanesbæ gáfu fjögur sett, Slysavarnardeild Þórkötlu í Grindavík gaf slíkt hið sama, og velvildaraðilar sem vildu ekki láta nafns síns getið, gáfu tólf slík sett. Tækin munu koma sér vel fyrir skjólstæðinga HSS, bæði til sam- skipta við aðstandendur í heim- sóknabanninu sem nú hefur staðið í tæpar þrjár vikur, og eins til af- þreyingar. Starfsfólk og stjórnendur HSS kunna þessum aðilum, og öllum þeim sem hafa sýnt okkar starfi stuðning síðustu daga með ráðum og dáð, bestu þakkir fyrir sam- stöðuna.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.