Samhjálpin - 01.06.1931, Blaðsíða 1

Samhjálpin - 01.06.1931, Blaðsíða 1
A S V Útgefandi: Alþjúðasamhjálp verkalýðsins. I iTTfNí 19Ri — — -..... V F TT n • A tt n a n 14. Júní. Alþjóða samúð og pamhjálp verkalýðsins er ómótmælanlegur veruleiki. Á þessa leið voru orð Lenins á heimsófriðar-árunum, er alþjóðasamtök verkalýðsins voru lögð í rústir, og margir vildu sem ákveðnast halda því fram, að verkalýðurinn væri fyrst og fremst enskur, þýzkur, franskur o. s. frv., og alþjóðleg gæti verkalýðshreyfingin aðeins verið á friðartimum. En sagan sannar orð Lenins. Við hvern stórviðburð verka- lýðsbaráttunnar fer jafnan sjálf- krafa samúðarhreyfing um ör- eigastjett allra landa. Og í hvert sinn, er stórböl steðjar að öreiga- Btjett eins lands, rjetta miijónir öreiga allra landa hjálparhendur til þeirra fjelaga. Oteljandi dæmi þessa mætti nefna, alt frá dögum skommún- unnar« i París 1871, fram til ófriðarins og alt fram til síð- ustu ára. Hin stórkostlega hjálp í hungursneyðinni í Suður-Rúss- landi 1921 ogí jarðskjálftunum í Japan 1923, í enska kolaverk- fallinu 1926 o. s. frv. Þetta eru aðeins nokkur dæmi úr sögu siðustu 10 ára. Alþjóðasamhjálp verkalýðsins er beinlínis sprottin upp af rót- um þessarar viðtæku samúðar- kendar öreigastjettarinnar og er sá fjelagsskapur sem starfar á viðtækustum grundvelli að því að vekja þessa almennu samúð- arkend til vitandi þátttöku í stjettabaráttunni. Það er því í fyllsta samræmi við sögu A S V, starf hennar og tilgang að hún árlega gengst fyrir því að verkalýðurinn safn- ist einhvern vissan dag í kröfu- göngur og samkomur undir kjör- orðinu: alþjóða samúð o(/ samhjálp verkalýðsins. •Nú er þessi dagur ákveðinn sunnudaginn 14. júní, og þann dag munu hundruð þúsunda verkamanna um heim allan fylkja sjer með A S V í kröfu- göngur undir kjörorðiuu A S V og fyrir kröfum öreigastjettanna: Samhjálp verkalýðsinsístjetta- baráttunni! Alþjóðasamtök hinna kúguðu stjetta og þjóða! Með Sovjet-Rússlandi, fram- herjum alheims öreigalýðsins! Móti íhaldi og facisrna! Þennan dag fylkir einnig is- lenskur verkalýður sjer með A S V. Islenskir verkamenn skilja og meta samhjálparstarfsemi A S V Það hafa þeir sýnt með þátttök- unni í söfnunum A S V, nú sið- ast handa verkfallsmönnum á Isafirði, og áður í Krossanesdeil- unni og handa sænsku verkfalls- mönnunum, Islenskir verkamenn og verka- konur! Fylkið ykkur með Is- landsdeild A S V 14. júní og styrkið með því alþjóða samúð og samhjálp verkalýðsstjettar- innar og styðjið samhjálparstarf- semi íslandsdeildarinnar hjer á landi! TAKIÐ ÞÁTT I' samhiálpardeginum 14. júní. KAUPIÐ MERKI DAGSINS Styrkiö A S V.

x

Samhjálpin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samhjálpin
https://timarit.is/publication/1443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.