Samhjálpin - 01.06.1931, Blaðsíða 5
A
V
5
mikinn hluta þessara kúguðu
stjetta til samvinnu við kúgara
sina, eða til hlutleysis i stjetta-
baráttunni.
Sovjet-Rússland.
En árið 1917 sigraði verka-
lýður Rússlands i byltingunni,
og hefir haldið völdum í Rúss-
landi siðan.
í fyrstu vonuðu borgararnir,
að hægt yrði að steypa verk-
lýðsstjórninni eftir fáeina daga.
En þrátt fyrir það, að bandai
menn þeir, er sigrað höfðu mesta
hernaðaníki heimsins, Þýzka-
land, sendu þangað miljónaher-
og eyddu í það tugum miljarða
króna, þá tókst þeim ekki að
sigra hið vopnlausa sveltandi
verklýðsríki. Er 5 ár voru liðin
hafði rússnesk alþýða rekið alla
óvini af höndum sjer. Verka-
lýðurinn hafði nú sýnt, að hann
ekki einungis kunni að ná völd-
unum, heldur einnig að halda
þeim, hvernig sem á stóð. Hann
hafði sannað að hann gat stjórn-
að án borgarastjettar og betur
en hún, en nú var eftir að sanna
að hann gæti bygt upp betra
þjóðskipulag.
Borgararnir gáfu nú að sinni
upp alla von um að steypa verk-
lýðsstjórninni með vopnaðri árás,
en hugguðu sig við það, að erf-
iðleikarnir við uppbyggingu
hinna eyðilögðuframleiðslutækja
yrði þeim að falli.
Von þeirra jókst, er verka-
lýðsstjórnin varð að láta undan
síga á ýmsum sviðum gagnvart
hinni innlendu borgarastjett til
þess, að fá frið fyrir henni til
að byggja upp iðnaðinn. Borg-
ararnir vonuðu nú að Rússland
myndi smámsaman breytast í
kapítalistiskt horf. En aftur
brugðust vonir þeirra. Verklýðs-
rikið vann nýjan sigur.
Iðnaður Rússlands var bygð-
ur upp aftur. Árið 1927 var
framleiðsla hans orðin meiri en
fyrir strið, en 7 falt meiri en
1921, samtímis sem framleiðsla
í hinum kapítalistiska heimi stóð
í stað, eða jafnvel minkaði, svo
sem í Englandi.
En þetta var bara undirstað-
an undir sósíalismann. Árið 1928
bárust frjettir frá Rússlandi um
að Rússar hefðu gert áætlun fyr-
ir allar framkvæmdir næstu 5
ára, með hinni svokölluðu 5 ára
áætlun.
5 ára áætiunin.
í kapítalistisku þjóðfjelagi er
slík áætlun óhugsandi. Þar er
ekki hægt að gera áætlun fyr-
ir næstu 5 vikurnar, hvað þá 5
ár. Slik tilraun myndi lika, þar
sem kapitalistiskir framleiðslu-
hættir ráða, leiða þjóðfjelagið í
glötun, því þar eru það einmitt
sveiflurnar á framleiðslu og eft-
irspurn, sem gefa framleiðend-
unum merki um það, með breyttu
vöruverði, hvað skuli framleiða
og hve mikið. Borgararnir þótt-
ust því vissir um, að alt mundi
lenda í ósköpun. Þeir voru þá
svo örlátir, að viðurkenna, að ef
Rússum tækist að framkvæma
þó ekki væri nema brot af áætl-
uninni, þá hefði sósíalisminn
sannað yfirburði sína yfir kapí-
talismanum. Nú eru lið-
in 2 ár, og þessar radd-
ir heyrast ekki lengur.
Hvers vegna? Vegna
þess, að þessi 2 ár hafa
fært sönnur um það, að 5
ára áætlunin verður ekki
einungis framkvæmd
slysalaust, heldur jafn-
vel á k árum í slað 5,
og er jafnvel framkvæmd
nú þegar í ýmsum grein-
um.
Samkvæmt 5 ára áætl
uninni, er lögð afar mik-
il áhersla á þunga iðn-
aðinn (kol, málmar, vél-
ar o. s. frv.), því hann
er undirstaðan undir allri
fra.mleiðslunni og skil-
yrðið fyrir sósialiseringu
landbúnaðarins, því þá
fyrst sannfærast bændur
fyrir fult og alt um að
8Ósíalisminn sje til hagsbóta fyrir
þá, er verkalýðurinn getur látið
þá hafa landbúnaðarvjelar, fyrst
og fremst dráttarvjelar í ríkum
mæli. ATú þegar er meiri hluti
bœnda genginn inn í samyrkju-
búin (hinn 10. þ. m. voru þeir
orðnir 50,6 °/o)i °g Þar sem líka
mikill meiri hluti iðnaðarins,
verslunarinnar og flutninganna
er sósialiseraður, þá er nú meiri
hluti þjóðarbúskaparins orðinn
sósialistiskur.
Eftirfarandi tafia sýnir hlut-
föllin í ýmsum greinum milli
hinnar sósíalistisku framleiðslu
og einstaklingsframleiðsunnar
árin 1928—1931:
Kvenmaður stýrir dráttarvjel 1 Rússlandi.