Samhjálpin - 01.06.1931, Blaðsíða 7

Samhjálpin - 01.06.1931, Blaðsíða 7
A S V 7 Stríðshættan. Allir erfiðleikar eru ekki þar með yíirunnir. í 5/6 hlutum heimsins heldur kapítalisminn enn velli. En dagar hans eru taldir. Hin mesta kreppa, sem heimurinn hefir litið, hefir nú heltekið öll hin kapitalistisku iönd. Verkalýðurinn lítur til itússlands og fagnar hverjum sigri stéttarbræðra sinna þar. Borgararnir skilja, að síðasta von þeirra er nú að kæfa sósíal- ismann í Rússlandi í blóði, áður en augu alis hins vinnandi lýðs hafi opnast fyrir því, að sósíal- isminn er þar orðinn að veru- leika, og að tími er kominn til að fara að dæmi rússneskrar al- þýðu. Hvenær sem er má því búast við árásarstríði alls hins kapítalistiska heims gegn Rúss- landi. Verkalýðurinn í hinum kapítalistisku löndum verður að gera sér grein fyrir hættunni og berjast gegn stríðinu og fyrir breytingu þess í borgarastrið, ef það kemur. Ef hann gerir þetta, þá er sigur sósíalismans vís, ekki ein- ungis í Rússlandi heldur i öll- um heiminum. E. E. Gefið til barnastarfsemi A S V. HJálpið A S V til þess að koma á stofn sumarhælum og dagheimilum fyrir bArn verkamanna: Eítt meðal þýðingarmestu starfa A S V hvar sem er í heim- inum, er urnönun þess fyrir verkamannabörnunum. Þetta er líka eðlilegt. Börn verkamanna lifa yfirleitt við erfið kjör. Þau æru í þröngum og illura húsa- Rynnum. Þau skortir meira og minna hollan og góðan mat. Edæðnaður þeirra er af skorn- um skamti. Þau vantar útilíf á fögrum og skemtilegum stöðum, þar sem náttúran nýtur sín og hörnunum gefst færi á að kom- -ast í samræmi við hana. Upp- ■eldislega er ekkert sem þroskar hörn eins mikið og eðlilega og frjálst líf undir berum himni á fögrum stöðum. Böð, íþróttir, leikir, lífsgleði,óþvinguð og frjáls, vekur hina bestu og göfugustu eiginleika barnssálarinnar. Und- irbýr barnið betur en nokkuð annað undir baráttu þess i líf- inu. Gerir það hraust líkamlega <og andlega, en þar undir er framtíð afkomendanna komin. A S V hefir, síðan 1921 sett á «tofn gríðarmörg barnaheimili víðsvegar um heiminn, þar sem deildir þess starfa. Otölulegur grúi verkamanna og ýmissa vel- Þýsk stúlka sem dvalið hefir 5 ár á „Waskino“ barnaheimili A S V i nánd við Moskva. unnara þeirra leggja skerf til starfseminnar, bæði með ókeyp- is hjálp og framlögum. Árin 1921—23, sá A S V um 50,000 börn á hungursvæðinu við Volgu. Þegar hungursneyðin var í Þýskalandi 1923, fengu 13000 börn daglega miðdagsmat hjá A S V, 100000 börn fengu kvöld- mat og 10000 voru send til ann- ara landa og svona mætti lengi telja. Nú hefir A S V 40 barna heimili í Þýskalandi og mörg hundruð sumarhæli. Á Norður- löndum fjölgar barnahælunum á hverju ári. Hjer á landi viðurkenna allir þörfina fyrir barnaheimili. Ekki aðeins til langdvalar barnanna, þar sem þau eru undir umsjón lærðra uppeldisfræðinga og hjúkrunarkvenna, heldur engu síður dagheimiii, þar sem verka- konurnar geta komið börnum sínum fyrir meðan þær eru í vinnu á daginn, og sumarhæli þar sem bæjarbörnin geta dval- ið lengur eða skemur á sumrin. En þetta kostar alt peninga og fyrirhöfn. A S V ætlar sjer að leggja sjer- staka stund á barnastarfsemina og skorar því á sjerhveru þann, karl eða konu, sem stuðla vill að auknum mætti verkalýðsins, líkamlega og andlega, að styrkja þessa starfsemi með framlögum og hverskonar annari hjálp. Leggið skerf til barnaheimila A S V.

x

Samhjálpin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samhjálpin
https://timarit.is/publication/1443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.