Samhjálpin - 01.06.1931, Blaðsíða 8

Samhjálpin - 01.06.1931, Blaðsíða 8
8 Terkakonan og í þjóðfjelagi því, sem við lif- um i, eru tvær stjettir manna, önnur, sem á alt, og hin, sem á ekkert. Sú, sem alt á, ræður yfir framleiðslutækjunum og pen- ingamagninu, hin, sem ekkert á, selur vinnu sina til hinnar stétt- arinnar og fær fyrir lítilfjörleg laun, sem varla nægja til við- halds lífsins. Nú vill svo til, að sú stjettin, sem ekkert á, er miklu, miklu fámennari en hinir, sem alt eiga, og fækkar altaf, en gróði einstakra manna og auðhringa eykst. Væri nú svo, að stjettin, sem alt á, framleiddi ekki annað en það, sem allir þyrftu með og að allir fengju það, sem þeir þyrftu með, þá væri skipulag þetta á engan hátt sem verst. En svo er ekki; það er framleitt í fleng, án þess að spurt sje um, hvort þörf sje fyrir vöruna eða ekki. Auðkýf- ingarnir keppa hver við annan. Græði þeir ekki á að halda uppi einhverskonar framleiðslu, stöðva þeir atvinnutækin og leggja pen- inga sína í önnur fyrirtæki, sem betur borga sig. Það er ekki spurt um, þó miljónir manna missi atvinnuna og cleyi úr hungri, svo sem nú á sjer stað í heiminum. Það sem alt veltur á fyrir atvinnukaupandann er að fá vinnu þeirrar stjettar, sem ekkert á, öreigastjettarinnar, með sem lægstum launum. Því minna, sem verkamaðurinn fær, því meira heflr atvinnukaup- andinn sjálfur. Þó hefir atvinnukaupendum ekki tekist að fjefletta neinn hluta öreigastjettarinnar eins og verkakonurnar. Vitað er, að vinna konunnar er jafngild vinnu karlmannanna í flestum greinum. Þrátt fyrir þetta greiðir atvinnukaupandinn konunnisvo A S V stjettabaráttan. sem aldrei sömu laun og karl- mönnunum fyrir sömu vinnu. Hver einasti eyrir, sem konan fœr minna en karlmaðurinn, er þannig aukagróði í vasa at- vinnukaupandans. Af þessum ástæðum er skiljanlegt, að eigna- stjettinni sje sjerstaklega ant um, að beygja konuna undir hnútasvipu sína. Hin aldalanga kúgun konunnar hefir dregið kjark úr henni; hún er ekki farin að átta sig á, að til sje leið til að losna úr álögunum, losna úr þrældómi ósjálfstæðis og eymdar. Hún er ekki farin að gera sjer Ijóst, að einnig hún hefir von um, að fá óskir sínar uppfyltar; hún er ennþá óviss og hikandi. Blekkingar eigna- stéttarinnar gagnvart konunni eru 8vo gegndarlausar og sví- virðilegar að furðu gegnir, að konan skuli ekki hafa risið gegn hinu núverandi þjóðskipulagi fyrir löngu. Sú tilhæfulausa blekking, að konan sje að ein- hverju leyti lítilmótlegri vera en karlmaðurinn, að hennar kröfur til lífsins eigi að vera einhverjar aðrar en hans, hefir verið prjedikuð leynt og Ijóst, þangað til konan loksins var farin að trúa því. Það hefir ekki kostað auðvaldið litið, að halda uppi öllum þeim prjedikunar- stólum, »kadetum« og dómstól- um, sem þurfti til að binda kon- una við heimilisokið, en það hefir borgað sig! Þegar síðan sulturinn rak konuna út i fram- leiðsluna, sá auðvaldið sjer nýj- an leik á borði, þann að nota sjer samtakaleysi, ósjálfstæði konunnar og neyð til þess að halda niðri launum heimilísföð- ursins, og telja konunni trú um, að verksvið hennar væri annað, að það, sem hún ynni fyrir, væri ekki annað en aukageta* Það, sem öllum konum á nú að verða ljóst, er, að þær hafa verið blektar, að í hinu núver- andi þjóðskipulagi öðlast þær aldrei fult frelsi, fulian rjett fyrir sig og trygga framtíð fyrir börn sín. Að hin lofaða heimil- ishamingja ekki er annað en blekking. Að fullkomin ást er eingöngu til milli tveggja sjálf- stæðra vera. Að til þess að ná frelsi sinu og sjálfstæði er ekki nema ein leið, sú, að taka þátl í barátlu allrar öreigastéttar- innar, að konan, hver sem hún er, tilheyrir fylkingum hinna knguðu og á að berjast þar fyrir frelsi sínu. Ungar stúlkur og mæður! Tökumst allar í hendur og skip- um okkur strax i dag inn í bar- áttuna fyrir fullu frelsi og bætt- um kjörum okkar og alls verka- lýðs! Dýrleif Arnadóttir. „MeschrabponT. Kwikmyndafjelag A S V. Á árunum 1922—23, þegar hung- ursneyðin mikla geysaði í Rúss- landi af völdum uppskerubrests- ins, lét A S V taka tvær kvik- myndir, sem áttu að kynna Ev- rópu og Bandaríkjunum líf rúss- neskrar alþýðu. Árangurinn af þessum myndatökum var svo góður, að miðstjórn A S V stofn- aði árið 1924 kvikmyndafjelagið »Meschrabpom«. Með aðstoð lista mannafjelagsins »Russ« íMoskva sem lagði þessu fjelagi til bestu starfskrafta sína á sviði kvik- myndalistarinnar, tókst fjelaginu á mjög skömmum tíma að vinna sjer hylli allrar alþýðu. Hin al- þjóðlegu sambönd A S V sáu síð- an um sýningu myndannna í nær öllum löndum heimsins.

x

Samhjálpin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samhjálpin
https://timarit.is/publication/1443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.