Samhjálpin - 01.06.1931, Blaðsíða 2
2
A
S
V
A S V stærsta hjálparstarfsemi 1Q 6^3.
verkalyðsins ~——JH■
Fjelagax* eru nú 17—18 mlllónlr*
88—90 mlljónum króna sainað*
í ágústmánuði þ. á. eru 10
ár liðin síðan Alþjóðasamhjálp
verkalýðsins var stofnuð. Á þess-
um 10 árum hefir A S V starf-
að ótrautt og ötullega, enda
hlotið stuðning fjölda verkalýðs-
ins og margra mentamanna um
heim allan. Hefir það rjett verka-
lýðnum hjálparhönd í fjölda-
mörgum verkföllum og þýðing-
armiklum fjárhagslegum deilum.
Hefir þýðing þess fyrir stétta-
baráttuna æ komið greinilegar
í ljós.
í nokkrum föllum, svo sem,
er uppskerubresturinn í Rúss-
landi heltók margar miljónir
hungri, 1921, í Kína, Japan, í
enska kolaverkfallinu, er hungrið
spenti þýskan verkalýð heljar-
greipum sínum 1923. hefir A S
V komið á stókostlegasta hjálp-
arstarfi öreiganna, er sögur
fara af.
Alþjóðasamhjálp Verkalýðsins
hefir frá stofnun sinni safnað
85 — 90 milj. króna og útbýtt
þeim í deildum sínum. Af þessu
má sjá, að fórnfýsi og samúð,
að dugur og drengskapur verka-
lýðsins er takmarkalaus, því
öllu þessu er safnað meðal mil-
jóna, eyri fyrir eyri, af félögum
A S V og vinum þess, sem eru,
sem betur fer, margir og víða.
A S V er þegar orðinn stórkost-
legur þáttur í alheimsbaráttu
verkalýðsins og fær með degi
hverjum meiri og meiri þýð-
ingu fyrir stéttabaráttuna. Enda
hlýtur það viðurkenningu allra
sannra verklýðsvina.
Borgaraflokkarnir hafa á all-
an hátt reynt að tefja framgang
A S V. Þeir hafa stofnað fje-
lagsskap til þess að keppa við
það, þeir hafa gert Jítið úr starf-
semi þess og reynt að gera hana
hlægilega og tortryggilega. En
alt kemur fyrir ekki. Starf A
S V mælir með sjer sjálft meðal
verkalýðsins, það vex með hverj-
um degi og því verður ekki
hrundið hjeðan af.
Vegna samúðar miljóna verka-
lýðs og smábænda, vegna vin-
áttu fjölda listamanna, rithöf-
unda og vísindamanna, hefir A
S V á þessum 10 árum orðið
langstærsta alþjóðlega hjálpar-
8tarfsemi heimsins og hún hefir
fundið nýjar leiðir til þess að
vekja samúð fjölda verkalýðs,
er setið hefir hjá i baráttunni,
og vakið samúð smábænda og
smáborgara, er áður ljetu sig
engu skifta mál verkalýðsins.
Fjelagatal A. S. V. er nú 17—
18 milj. manna um heim allan.
Á þessu ári hefir deildunum
í Þýskalandi, Austurríki, Hol-
landi, Svíþjóð og víðar aukist
stórkostlega kraftar og nýjar
deildir voru á s.l. ári stofnaðar
m. a. á Islandi, Sviss, Kanada,
Boliviu og A S V nefndir eru
stofnaðar í Indlandi og í Kina.
í tilefni af 10 ára afmælinu
verður voldugt alþjóðaþinghaldið
í Berlín í okt. þ. á. Og herör
er skorin upp um heim allan
til þess að þing þetta hafi sera
mesta þýðingu. Fje er safnað
til þess að senda fulltrúa á
þingið og ótal fjelögum og sam-
böndum er boðið að mæta. Um-
fram alt skal lögð áhersla á, að
ræða málefni A S V og starf
þingsins og sérstök áhersla er
Börn námumanna i Klattnower, sem A S V hefir alið önn fyrir.