Samhjálpin - 01.06.1931, Blaðsíða 4

Samhjálpin - 01.06.1931, Blaðsíða 4
4 A S V 5-ára áætlun Rússa og sósíalisminn. Skipulagsleysi kapítalismans. Hið kapitaliska þjóðskipulag er ekki »skipulag« í eiginlegri merkingu. Síður en svo, það sem einkennir það, er einmitt skipu- lagsleysið, það sem lofsöngvar- ar þess kalla »einstaklingsfram- tak« og frjálsa samkepni. í því er ennfremur ekki framleitt vegna þarfa þjóðfélagsins, held- ur vegna gróðafíknar hinna ein- ötöku kapítalista, sem sölsa und- ir sig framleiðsluna í kraftí eigna- réttar þeirra á framleiðslusækj- unum. En hinn eiginlegi fram- leiðandi, verkalýðurinn, verður að lifa á því, sem hann getur fengið hjá kapítalistunum fyrir að selja þeim vinnuafl sitt Framleiðsluhættir þessir hafa annarsvegar orðið til þess, að auka framleiðslutækin svo ógur- lega, að með þeim er hægt að framleiða margfalt meir en það, sem til þarf til að fullnægja þörfura allra manna. En hins- vegar hafa þeir aukið svo fá- tækt mesta hluta mannkynsins, hinna vinnandi stétta, að þess eru engin dæmi til áður. í hinu kapítalistiska þjóðfje- lagi eru engin þau öfl, sem fá ráðið við þetta, en er mótsetn- ingarnar milli framleiðslu og neyslu hafa náð vissu stigi, stöðv- ast framleiðslan, þar til svo mik- ill hluti vöruhirgðanna er eyði- lagður eða seldur lágu verði, að kapítalistarnir geta aftur farið að framleiða. En til þess, að geta grætt á framleiðslunni við hinu. lækkaða verði, fullkomna þeir L framleiðslutækin og bola með því fjölda verkamanna frá vinnunni og lækka laun þeirra verkamanna er eftir verða. Kreppan eykur því mótsetn- ingarnar milli framleið3lu og neyslu enn meir og skapar með þvi 8kilyrðin fyrir nýrri og enn Þýskur fóstursonur A S V. ægilegri kreppu, og svo koll af kolli, þar til hinn undirokaði lýður undir forustu hins stétt- vísasta hluta síns, stóriðnaðar- verkalýðsins, gerir uppreisngegn þessu óþolandi ástandi til þess, að koma á nýju þjóðskipulagi, sósíalismanum. Skipulag sósíalismans. Þjóðskipulag sósíalismans er laust við þessa galla kapítalism- ans, skipulagsleysið og fram- leiðsluna fyrir hag örfárra brask- ara. I þvi er framleiðslan og skifting nauðsynjana skipulags- bundin, og í stað hinnar tryltu samkepni kapitalistanna um arð þann, er þeir ræna hinum vinn- andi stéttum, kemur hin sósíal- istiska samkepni verkalýðsins fyrir heildarhaginn. Þá hverfa lika kreppurnar og fylgjur þeirra, stríð, hungur og sjúkdómar, en mentun og menn- ing, sem áður var einskorðuð við fáeina útvalda, verður al- menningseign. En þetta verður ekki gert í einni svipan. Sigur verkalýðs- ins í byltingunni og valdanám hans er aðeins fyrsti áfanginn. Borgarastéttin berst með hnúum og hnefum gegn hinu nýja skipu- lagi. Millistéttirnar — fyrst og fremst bændur, eru reikandi, og verkalýðurinn sjálfur fáfróður og menningarsnauður. En hin vægðarlausa barátta hans við auðvaldið hefir fengið honum í hendur þau vopn, sem yfirvinna alla örðugleika. Það eru samtök hans, agi og fórnfýsi og skiln- ingur hans á því, að sósíalism- inn er eina leiðin út úr hörm- ungum þeim, sem hann á við að búa. En kapítalistarnir og filgifisk- ar þeirra hvorki geta nje vilja viðurkenna, að verkalýðurinn megni að stjórna þjóðfjelaginu án þeirra, og síst af öllu að þeir geti bygt upp þjóðfjelag, full- komnara en kapitalismans. Með öllu móti reyna þeir að telja millistjettinni og verkalýð trú um að kapítalisminn sje hæsta stig þróunarinnar, og að sjer- hver tilraun til að byggja upp annað betra þjóðfjelag sje glæp- ur og fásinna. Og meðan að kapítalismanum hafði hvergi verið steypt, tókst þeim að vjela

x

Samhjálpin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samhjálpin
https://timarit.is/publication/1443

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.06.1931)
https://timarit.is/issue/408090

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.06.1931)

Aðgerðir: