Varnarmál - 01.06.1931, Blaðsíða 20

Varnarmál - 01.06.1931, Blaðsíða 20
menn þó kost á að bæta líferni sitt. Kemur þá ekki til greina hið fyrra, sem maður hafði áður liðið fyrir. En haldi nú maður samt sem áður áfram í löstum sínum, endurtekst hegningin unz alt sálarlíf manns er orðið fágað. Þá byrja framfarirnar í fullum stíl. Alt, sem frá Guði kemur, er réttlæti og kærleikur. Því segi eg öllum, er orð mín fá að heyra, að leggja stund á hið rétta í nafni Guðs, og færa sér í nyt eilífan sannleikann, er kemur í Ijós gegnum fræðslu. Hún er stíluð samkvæmt opinberun- um, sem óteljandi fólks fjöldi sér í hinum eilífa heimi, og er hagað þannig, að hver og einn, sem Guði vill fylgja, getur tekið eftir fræðslunni á sínu eigin máli. Það stoðar ekkert að falla saman fyrir það, þó endurlausnar kenningin hrapi til grunna, heldur lofa og vegsama heilagan góðan Guð fyrir sína opinberun, sem er samkvæm réttvísi hans og vilja. Dómar þeirra, hinna þröngsýnu manna, falla þeim sjálfum, og gera þeir málum vorum ekkert sérlegt tjón. Menn fara og koma, eins nú sem áður. Þá opnast fyrir sálarsjón þeirra nýtt útsýni, því ekki er verið að fræða aðeins fyrir eina nótt eða einn dag, heldur fyrir ókomnar aldir. Það verður nú oftar, sem eg flyt hér erindi, því nú hef eg það málefni að fræða um, sem fær staðist um allar aldir. Það er ein sál, sem eg sérstaklega hugsa um í sambandi við þessi eilífu mál. Hún er sál æðsta kennimanns íslands í geist- legum fræðum, er hrapaði svo háskalega frá því, sem áður var útlit fyrir. Góður Guð, hjálpaðu mér til að opna sálar- sjón hans fyrir hinu eina sanna og rétta, og gefðu honum þrek og styrk til að leiða eftir því, sem réttast er fundið að vera. Góðum Guði sé lof fyrir ykkar störf og styrkinn, sem hann veitir ykkur til starfsins. Þökk ykkur þessum, er starfið að flutningi orða minna. Guð gefi ykkar störfum stórfeldan sigur; ykkur heilsu og hamingju og öll gæði. Ykkar sanni vinur, Helgi Hálfdánarson; áður prestaskólakennari í Reykjavík. * * ❖ Þá er vottað fyrir erindi þetta, er hinum góðkunna kennimanni vorrar þjóðar tókst að flytja. Hefur hann enginn saltstólpi orðið í okkar eilífa

x

Varnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Varnarmál
https://timarit.is/publication/1449

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.