Varnarmál - 01.06.1931, Blaðsíða 17
1?
því sjálfur geti hann enga leyst frá vondum verkum þeirra
og syndum. Hann hafði því óskað, að af sér yrði létt þessum
krossi. Fólk ætlaðist til að hann gerði það sem enginn gæti
gert nema Guð. Hinn síðasta dag septembermánaðar í haust
skeði það að hann fékk lausn. Opinberun frá eilífum' góðum
guði sést gegnum vorn eilífðar himinn á þessa leið:
»E?iginn maður hefir áður settur verið af mér til að frelsa
menn frá illum gerðum þeirra. Eg er höfundur þess alls, sem
til er. Vita læt eg alla, er sjón og heyrn hafa að eftir þetta
opinberaða orð frá mér, hefir enginn rétt til að leita nokkurs,
er friðþxgt geti fyrvr syndir þeirra, því ekkert vald hef eg
gefið til þess«.
Hinn viðurkendi endurlausnari er með þessari opinberun
leystur frá því, sem hin kunna. landsstjórn hans fann upp á
til að afla sér stærri virðingar, en allir aðrir höfðu í heim’-
inum. Ofan á þá undirstöðu var svo bygt. Nú fyrst vita
menn sannleikann um þetta, sem heiminum var áður hulinn
og fellur sú kenning fyrir opinberuninni. Um fra.m alt, verða
menn að festa sér í minni, að endurlausnar kenningin er
skáldskapur einn. Frá eilífum heimi verða að koma orð
reynslu og þekkingar um það, er svo má byggja á. Hitt er
skáldskapur fyrir klerkavaldið, sem nú verður að vakna ekki
síðar en við hinir, er vorum búnir að vera lengur eða skemur
í eilífum heimi og vissum þó ekki hið rétta um það, sem nú
opinberaðist. Klerkavald jarðarbúa þarf að ná réttum skiln-
ingi á þessu atriði, því okkur, er áður fræddum um þessi mál
eins og þau voru okkur gefin, gefst nú meira verk, sem er
ekki sízt, að gera tilraun til að bera sannleikanum vitni fyrst
hann er fenginn. Eg, sem var um eitt skeið æðstur geistlegra
embættismanna landsins, dreg mig ekki í skugga. Eg stend
í blessaðri sólarbirtu með vopn, sem ekki bognar þó tekið sé
á. Eg á við þó málið sé rætt.
Þungt var mér í sál og sinni við opinberun þessa. Þakka
eg þó af öllum mætti sálar minnar fyrir hana nú.
Vinur minn á Islandi, er eg nefndi í byrjun erindis míns,
mun nú telja það lélegt, er eg stílfæri og segja eins og fyr:
Þvílíkt and.... bull og lýgi, að eigna Þórhalli biskupi annað
eins. Því svara eg: Vertu vinur svo lítið rólegri á meðan þú
fylgist með öllum ykkar heims réttu og röngu ritsmíðum. Við
erum alveg frá öllu þess háttar um leið og við komum 1 eilifa
heiminn, af þeirri einföldu ástæðu að nýtt starfssvið blasir
2