Varnarmál - 01.06.1931, Blaðsíða 28

Varnarmál - 01.06.1931, Blaðsíða 28
Viðbætir 1 fyrstu ætlaði eg ekki a-ð láta prenta meira í þessu litla riti en það, sem hér að framan er sagt og upp ritað. En vegna árásar á þetta sannleiksmál Guðs og manna tel eg þó réttara að lofa fólki að sjá sýnishorn af því, sem lesið er og haft um hönd á fundum okkar, svo fólki gefist kostur á að sjá þær andasæringatr. Eg tek hér upp tvær bænir, sem eru hinar algengustu við fundi, og nokkur lofgerðar orð um Guð, hinn elskuríka föður vorn, sem heyrir svo vel þegar hann er beðinn, með fullu trausti hins saklausa barns, um það, sem er samkvæmt hans vilja, og sönnum andlegum og líkamlegum lífsþörfum þess er biður til gagns. Snúið öllum yðar bænum til Guðs sjálfs um alla eilífð. Það mun yður að mestu gagni verða. 1. Bæn: Eilífi miskunsami faðir, vér lyftum huga vorum til þín, og biðjum þig af öllum vorum andlega mætti um efling hins góða og göfuga i hugwrfwri voru, og um útrýming alls hins lélega og lága, er vér í gáleysi höfum leyft aðgang. Miskunnsami faðir, gef oss möguleika til að vinna þau verk, sem þér eru þóknanleg, oss sjálfum og öðrum til blessunar. Gef oss Ijós þíns heilaga kærleika, svo vér villumst ekki af vegi dygðar- innar. Gef oss vit og viljaþrek til að efla þitt dýrðarriki á þessari jörð, með hugsunum, orðum og verkum. Miskuna þig, himneski faðir, yfir alla þá, sem nauðstaddir eru. Blessaðu ættingja vora og ástvini, og oss öll. Amen«. Þessa ofan rituðu bæn samdi Skúli Thoroddsen, áður sýslu- maður og ritstjóri. Það eru eitthvað um tíu ár síðan, og stíl-

x

Varnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Varnarmál
https://timarit.is/publication/1449

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.