Varnarmál - 01.06.1931, Blaðsíða 5
5
um málum. Vegna ýmsra annara anna lét hann af formanns-
stöðunni í þágu félagsins. Hann hætti að gefa leyfi til funda
hér, annast um ræðuhöld, og að halda reglu, því aðrir tóku
við þeim störfum, en hann heldur engu að síður áfram að
fræða um guðleg mál á fundum félagsins. Verðir eru og aðr-
ir en fyrst, eftirlits-menn fleiri, og stjórn öll öflugri en áð-
ur. Flestir eru við einhver stjórnarstörf riðnir í félaginu,
sem unnu með Joheannesi, en fleirum hefur verið bætt við.
Samvinna er öll hin bezta. Guð sjálfur annast málið, og veitir
margfalda orku við hverja árás á það.
Eg hef sumstaðar slept vottorðum varðanna, bæði til að
stytta málið, og líka af því, að fleiri höfðu talað á sama
fundinum áður en vottað var.
Stefán kennari Stefánsson hefur óskað, að það sé ávalt
haft til skýringar nafni sínu, er hann setur fram með því
að loknu erindi sínu í riti þessu. Eg hef stundum gert það,
en álít þess ekki jafnan þörf, því maðurinn er svo kunnur og
merkur. Þeir, sem efast um hann sem kennara frá Akureyri,
geta eins efast um hann þó hann tilgreini fleira. Sama má
segja um Steingrím kennara og skáld Þorsteinsson. Þeir, sem
ekkert kannast við hann með Þ í föður nafni sínu, munu
heldur ekki kannast við hann með Th þar. Hann sem sé fór
þess á leit fyrir nokkru, að við rituðum föður nafn sitt með
Þ en ekki Th, því sér þætti það íslenzkara. Síðar segist hann
hafa orðið þess var heima, að fólk sitt kunni því illa og þyki
það ótrúlegt um sig.
Nú verður þetta litla rit að fara sem víðast um Island,
svo fólk kynnist sannleikanum áður en það leggur út í nýtt
stríð og baráttu annars heims. Sannleikanum, sem bíöur
hvers manns jafnskjótt og hann stígur yfir þrepskjöld
tveggja heima. Sannleikanum, sem er Guðs sjálfs eilífa orð.
Neiti fólk sér sjálfu um sannleikann, þá neitar Guð því um
bjartar vistarverur í ríki sínu. Óvild til Guðs og sannleikans
verður hverjum manni, sem temur sér hana, bölvun í nútíð
og framtíð. Þetta er margra alda sannreynd á öðrum lífssvið-
um. Óvild til okkar fyrir að flytja sannleiks-mál Guðs hefnir
sín grimmilega. Við erum reiðubúin að mæta fyrir dómstóli
Guðs hvenær sem er í málum þessum. Þar skulu og þeir
mæta, sem segja að við förum eð andasæringar, lýgi og kukl.
Þetta eru hin alvörumestu mál lífsins, og ekki gripin úr lausu
lopti, þó jarðarbúum sé enn ókunnugt um nokkurt samband