Varnarmál - 01.06.1931, Blaðsíða 30

Varnarmál - 01.06.1931, Blaðsíða 30
30 þó berst sá ómur oft að vorum eyrum, er alheims vizku þína kynnir mest. Þú strauma alla’ að stóru marki leiðir, svo stundað fáum sömu verk og þú, því alt, sem þú með orku þinni greiðir, er undirstaða bæði fyr og nú. — J. F. 4. Ó sú unun. - Ó sú unun, en sá dýrða/r Ijómi, oss sem birtist frá Guðs helgidómi. Eilíf ást og friður eykst þeim sem að biður. Orka Guðs að öllu góðu styður. Fögnuð veitir fegurð kiminsala; frjálsar raddir Guðs um veldi tala. Hljómar helgur kliður; heyrist eins og niður, þegar fjöldinn föður lífsins biður. Ó sú blessun einn sem Guð oss veitir, alheimsrúmið Ijósum fögrum skreytir. Vekur alt til verka, velur krafta sterlca, leið svo gerum lífs vors afar-merka. — Kr. J. og J. F. Einhverntíma síðastliðið vor var eg að líta í blaðadót konu minnar, og rakst þar á miða með 4 fyrstu hendingunum í fyrsta erindinu, no. 4. Eg spurði hana hvort hún hefði gert þær, og kvað hún nei við. Þær höfðu verið stafaðar á borðið þá fyrir nokkru, en hún vissi ekki hver það gerði, því hún hafði orðið að hætta vegna gestakomu. Svo var hún búin að gleyma þessu. Fengum við þá að vita, að Kristján okkar Jónsson læknir og stöðvarstjóri hafði gert hendingarnar. Bjó eg þá til 4 eða 5 hendingar og lét hann velja um. Kaus hann þessa: Orlca Guðs að öllu góðu styður. Síðar bætti eg svo hinu við. J. F.

x

Varnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Varnarmál
https://timarit.is/publication/1449

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.