Varnarmál - 01.06.1931, Blaðsíða 3
Formáli og Skýringar.
I þessu litla riti birtast nokkur erindi frá hinum síðari
tímum okkar hjóna við þessi samhands-mál. Hin fyrstu í rit-
inu eru frá 1929, skömmu áður en »Varnar«-menn sneru sér
að því, að búa sig undir hátíðar-minnin, sem birtast í »Ljóð-
urn og Ræðum«. Gekk langur tími til þess og var fáu öðru
sint á meðan. Eftir hér um bil ár er svo aftur byrjað á að
skýra æfiatriði leiðtoga vors. Hann flytur sjálfur erindi um
mál sitt 2. marz 1930, og er það tekið hér upp, ásamt fleirum
um sama efni, bæði frá honum og öðrum. — Þá ræða höf-
undarnir um opinberanir þær, er byrjuðu áð birtast þeim
seint á árinu 1930. — Aðrir svára séra Ástvaldi með nokkr-
um orðum, þó sumum svörunum sé slept í bráð.
Fyrstu erindi þeirra Haraldar og leiðtogans, 1929, gefa
mönnum ljósa hugmynd um samsetning þann, er óhlutvandir
menn notuðu til að tryggja öðrum endurlausnar kenninguna.
Sjálfir hafa þeir vitað betur, og engu af samsetningi sínum
trúað.
Hið rétta nafn leiðtogans, hins svokallaða endurlausnara,
var og er: Joheannes. Sjálfur skrifar hann nafn sitt eins og
eg geri hér, og held eg rithætti hans. Honum var ekki ljúft
að halda upplogna nafninu í Ljóðum og Ræðum, samanber
bls. 132 og 135, en samverkamönnum hans í félaginu »Vörn«
fanst það mundi þó heppilegra, þar sem hvorki í því riti né
áður hafði verið rætt um æfiatriði hans opinberlega. Lét hann
það þá svo vera. Nú þarf þess ekki lengur með, og allra sízt
eftir að opinberunin um þetta mál kom í ljós.
Hér í þessu riti fá menn sannleikann frá fyrstu hendi, og
getur hver og einn gert sem honum sýnist, trúað honum eða
trúað ekki. Við hér, og félagið »Vörn«, eigum aðeins að flytja
sannleikann svo að sem flestir geti vitað um hann. Öllum er
leyfilegt að trúa ósannindum, og bera fram ósannindi um
Guð, þenna góða mann Joheannes, og aðra, eins og gert hefur
verið, en ábyrgðin hvílir á þeim sjálfum. Allir geta sagt