Spássían - 2012, Side 2
2
Benidorm hugans
Sumarblöð Spássíunnar eiga það til að hlaupa út
undan sér og taka stefnuna á stuðlægar slóðir, þar
sem ofurhetjur, kynusli og íslenskir varúlfar ráða
ríkjum, þannig að okkur ritstýrunum líður stundum
eins og við séum hálfvilltir puttaferðalangar
á trylltri ferð til Benidorm hugans. Sem betur
fer reynist ferðalagið sjaldnast leiðinlegt, þótt
ferðalangarnir séu stundum nokkuð slæptir að
tjalda því sem til er í lok dags – og súlurnar hafi
orðið eftir suður í Borgarfi rði. Á slíkum stundum
má halla sér að viskuorðum nokkurra höfunda sem
fi nna má hér aftar í blaðinu undir titlinum „Listin að
ferðast“ og minna okkur á að ferðin sjálf reynist
oftar en ekki mikilvægari en áfangastaðurinn.
Á sumrin fl ýjum við öryggi hversdagsins og
leitum í meiri spennu. Lesendur sækja í sögur af ást
og glæpum, því sem helst fær fi ðrildin til að fl ögra
af stað í maganum, eins og fram kemur í grein
Helgu Birgisdóttur um sumarbækur ársins, þótt það
þurfi greinilega ekki að þýða að þær fylgi allar
sömu formúlunni. Nokkuð er um nýjar íslenskar
bækur þetta sumarið, af afar ólíkum toga, og
augljóst af viðtökunum að fjölbreytileikinn fellur í
góðan jarðveg. Grasrótin er því mikilvæg, eins og
Bjarni Harðarson bendir á í viðtali um Sunnlenska
bókakaffi ð á Selfossi. Svo eru það höfundarnir
sem eyða björtu sumarnóttunum í að koma
lokapunkti á jólabókina sína. Hildur Knútsdóttir
vinnur að nýrri fantasíu fyrir börn en hún reynir
í verkum sínum m.a. að ögra hefðbundnum
kynjahlutverkum. Auður Jónsdóttir rithöfundur
ljóstrar því upp í aðalviðtali blaðsins að hún muni
í næstu bók sinni fara á enn persónulegri slóðir
en áður - og fi nnist hún spila svolítið djarft. Hin
fullkomna blanda að listaverki, eins og góðu
sumarfríi, er efl aust í fl estra huga örugg og
áhættusöm í senn, og þannig upplifi r Þorgeir
Tryggvason leikhúsgagnrýnandi Spássíunnar
sýningar Nemendaleikhússins í gegnum tíðina. En
eftirminnilegustu fríin og listaverkin verða þó alltaf
þau þar sem tefl t er á tæpasta vað.
FJÖLBREYTT
UMRÆÐA
lifandi
menning
Háskóli Íslands Háskólatorgi S. 570 0777 - Háskólinn í Reykjavík Sólinni Nauthólsvík S. 599 6469 boksala@boksala.is
www.boksala.is