Spássían - 2012, Blaðsíða 14
14
SUMARBÆKUR eru einnig ólíkar
jólabókum að því leyti að fólk kaupir
þær frekar handa sjálfu sér en öðrum
og þær enda síður sem hluti af
bókaveggfóðri í stássbókaskápnum
inni í stofu.
Hér er fjallað um nokkrar
sumarbækur ársins 2012.
„Dæmigerðar“ sumarbækur fá
sitt rými; bækur sem gott er að
lesa á sólarströnd eða kaffihúsi á
Spáni þótt raunveruleikinn sé sá að
lesandinn endar oftar uppi í sófa inni
í sumarbústað á meðan úti er rok og
rigning. En það koma ekki eingöngu
út hreinræktaðar ástar- og/eða
glæpasögur þetta sumarið. Sumar
bækur sumars eru öðruvísi og um þær
verður líka fjallað.
ÍSLENSK ÁST - FRUMSAMIN OG
ENDURTEKIN
Korter Sólveigar Jónsdóttur gerist
í Reykjavík; mitt í kreppunni,
kuldanum og slabbinu. Korter er
kaldranaleg og svolítið drungaleg
nútímasaga í skvísulegum umbúðum.
Aðalsöguhetjurnar fjórar, þær
Silja, Hervör, Mía og Karen, eru
ekki sérlega kátar því þær standa
allar frammi fyrir því að þurfa
að endurmeta líf sitt og „gera
eitthvað“. Óhamingju þeirra má í
meginatriðum rekja til kærasta sem
s u m a r
B Æ K U R
sumars
SUMARBÓKAFLÓÐIÐ ER NOKKUÐ ÓLÍKT
JÓLABÓKAFLÓÐINU. ÞAÐ EINKENNIST
SJALDNAST AF VIÐHAFNARÚTGÁFUM
Á HEIMSBÓKMENNTUNUM Í GYLLTUM
HARÐSPJALDA KÁPUM. FREKAR ER
BOÐIÐ UPP Á HANDHÆGAR OG LITRÍKAR
KILJUR, AFÞREYINGARBÆKUR UM
LOKKANDI ÁSTARLÍF, HRESSANDI MORÐ
OG MISKUNNARLAUSA GLÆPONA.
Eftir Helgu Birgisdóttur