Spássían - 2012, Qupperneq 6
6
„
Hildur hefur áður sent frá sér tvær bækur, einlægu og
fallegu skáldsöguna Sláttur og hina kaldhæðnu Hola,
lovers, eða lífstíls- og megrunarbók Tískubloggsins eða
Hvernig á að þóknast karlmönnum og vera betri en aðrar
konur. Báðar komu þær út árið 2011. Helga Birgisdóttir
spjallaði við Hildi um þessar þrjár ólíku bækur, einkum
þá sem ekki er komin út, og boðskapinn sem svo oft er
að finna í barnabókum – en Hildur segir hann ekki mega
vera í fyrsta sæti.
SKAPANDI NEYSLUHYGGJA
Hola, lovers kom út í kjölfar Tískubloggsins sem Hildur
stofnaði þegar henni leiddist á sunnudegi í júlí 2010. „Ég
fór að skoða eitthvert tískublogg og svo annað og fannst
áhugavert hversu vinsæl þau eru án þess að innihaldið sé
í raun nokkurt.“ Hildur tók eftir því hversu fastmótuð form,
þemu og persónur þessara blogga eru, og í raun heftandi:
„Þetta snýst bara um að vera einhvers konar„skapandi
neytandi“. Þú kaupir eitthvað og raðar því saman við
eitthvað annað sem þú hefur líka keypt. Þannig býrðu til
þinn eigin stíl og verður þar af leiðandi einhvers konar
„listamaður“. En þú ert í raun ekki að skapa neitt, þú ert
ekki að búa til föt, þú ert bara neytandi. Og ég sá hvað
það er létt að skopstæla tískublogg og ákvað að gera
það.“
Fyrirframgefnar hugmyndir um áhugamál kvenna vöktu
einnig athygli Hildar. „Ég fór að skoða vefi eins og bleikt.is,
Pjattrófurnar og Smartland og hugsa um efni sem er ætlað
að höfða til kvenna. Og það gekk hreinlega fram af mér,
allir eiga að vera í megrun, það er yfirleitt talað í boðhætti:
„Kauptu þetta!“ „Vertu svona!“ Þá fór ég að gera grín að
þessari yfirborðskenndu kvennamenningu sem konum er
einna helst boðið upp á. Síðan vatt Tískubloggið upp á sig
og varð mjög vinsælt – og umdeilt. Tískubloggarinn, sem
kallar sig h, kvartaði heil ósköp yfir að hafa bloggað í
heila þrjá mánuði án þess að vera kominn með „framvirkan
útgáfusamning“ og þegar Ókeibæ(kur) buðu Tískublogginu
útgáfusamning hélt ég fyrst að þau væru að grínast.“
Hola, lovers er ekki síst gagnrýni á leiðbeiningar um
æskilega hegðun, innkaup, fatnað, förðun og fleira. „Í
dægurmenningu kvenna þykir sjálfsagt að konum sé sagt
hvernig þær eigi að vera og hvernig þær eigi ekki að
vera. Þetta er það sem ég gagnrýni. En ég fékk samt ekki
mikil viðbrögð við bókinni – ég bjóst alveg við hörðum
viðbrögðum því það höfðu svo margir brugðist illa við
Tískublogginu.“
EKKI SKVÍSUBÓK
Fyrstu tvær bækur Hildar komu út um svipað leyti og Tobba
Marínós fékk útgefnar sínar skvísubækur og lífstílsbókina
Dömusiðir. Hildur og Tobba eru báðar ungar konur í borg
sem skrifa um slíkar konur og hafa sett saman lífstílsbækur,
þótt markmiðin og boðskapurinn sé ólíkur. Hildur segist
ekki geta hugsað sér að skrifa hreinræktaða skvísubók.
„Raunar finnst mér margar skvísubækur alls ekki vera
skvísubækur. Marian Keyes er í miklu uppáhaldi hjá mér en
hún er gjarnan nefnd sem einn af stóru skvísuhöfundunum
án þess þó að falla vel undir skilgreininguna. Ætli það þurfi
ekki bara að víkka út skilgreininguna á skvísubókum, enda
er hún mjög neikvæð og bækurnar snúast oft bara um
það að aðalpersónan þarf að ná sér í karlmann. Þetta er
markaðshugtak og það virðist stundum hreinlega vera nóg
að skrifa bók um unga konu í borg; þá er komin skvísubók.“
Sláttur fjallar vissulega um unga konu í borg en þetta
er engin skvísubók. Hildur segir Slátt vera eitthvað sem
Hildur skrifar, ekki tískubloggarinn, og vill að gerður sé
skýr greinarmunur á bloggaranum h og rifhöfundinum
Hildi. Sláttur er einlæg örlagasaga ungrar konu og
varð til þegar tveimur hugmyndum sló saman: Lélegri
glæpasagnahugmynd um skyggnan strák og uppstoppara
og hugmynd um minningar sem lifa með líffærum sem
annað fólk þiggur. „Þetta er fjórða skáldsagan sem ég
skrifa og hún fæddist mjög tilbúin. Ég er búin að skrifa
alveg á fullu síðan ég var tvítug. Fyrir þann tíma skrifaði
ég líka, aðallega smásögur og styttra efni.“
METNAÐARFULLAR AFÞREYINGARBÆKUR
„Barnabókin sem kemur út í haust er fyrsta skáldsagan sem
ég skrifaði. Ég skrifaði hana í Guatemala þegar ég var
tvítug, stakk henni svo ofan í skúffu og endurvann hana
þegar ég var 22 og 23 ára gömul. Þá sendi ég hana
í samkeppnina um Íslensku barnabókaverðlaunin en hún
vann ekki.“ Ævintýrasaga Hildar fékk þó annað tækifæri
og hún var spurð hvort hún gæti dustað rykið af handritinu
og gefið það út. Og það gat hún.
Ævintýrasagan snýst í stuttu máli um baráttu góðs og ills
þar sem aðalsöguhetjan, Kolfinna, gegnir stóru hlutverki.
Sagan er þrælspennandi, en var það meðvituð ákvörðun
að skrifa afþreyingarbók, bók sem er fyrst og fremst
grípandi og skemmtileg?
„Mér hefur fundist vanta afþreyingarbækur fyrir börn.
Þá á ég við bækur sem eru ekki endilega uppfullar af
boðskap heldur bækur sem eru einfaldlega metnaðarfullar
afþreyingarbækur. Ég hugsaði ekki meðvitað um einhvern
boðskap þegar ég skrifaði bókina og mig langaði að
semja fantasíu sem væri skemmtileg, bók sem lesendur
gleyma sér yfir og er annt um örlög persónanna. Sjálfri
finnst mér skemmtilegast að lesa bækur þar sem ég
fjárfesti í aðalpersónunni eða held með henni. Og barna-
og unglingabækur verða að vera skemmtilegar. Það sem
er í fyrsta sæti er að skrifa eitthvað skemmtilegt, eitthvað
sem krakkar vilja fúsir eyða tíma sínum í. Það er auðvitað
mikill plús ef í bókinni er að finna einhvern boðskap en
boðskapurinn má ekki vera í fyrsta sæti eða á kostnað
skemmtanagildisins, því hvernig eiga krakkar þá að nenna
að lesa?“
AÐ LESA ÞAÐ SEM MAÐUR VILL
Barnabókahöfundar segjast sumir skrifa fyrir öll börn,
sumir fyrir sín börn, einhverjir fyrir barnið sem þeir sjálfir
eitt sinn voru. Aðrir segjast ekki skrifa öðruvísi fyrir börn
en fullorðna. Hvernig var þetta í þínu tilviki? „Ég pældi
ekki sérstaklega í því að ég væri að skrifa fyrir börn eða
unglinga. Mig langaði einfaldlega að skrifa skemmtilega
fantasíu sem ég hefði sjálf gaman af að lesa. Ég gleypti
Hungurleikana í mig og hreinlega elska Harry Potter. Ég
las Twilight-seríuna upp til agna og langaði til að skrópa
í vinnunni til að geta haldið áfram að lesa. Mig langaði
Það virðist stundum
hreinlega vera nóg að skrifa
bók um unga konu í borg; þá
er komin skvísubók