Spássían - 2012, Blaðsíða 9

Spássían - 2012, Blaðsíða 9
9 LISTIN að ferðast Ég hugsa að það sé einmitt þetta sem farþegi á að gera, fara frá einum stað til annars, en það einfaldar ekki málið. Maður getur lítið annað en óskað honum góðs gengis og vonað að hann hafi einhverja glóru um hvað sé að gerast með hann, án þess að hann ráði nokkru um það. (Richard Brautigan, Ógæfusama konan. Ferðalag, þýð. Gyrðir Elíasson, Uppheimar, 2006, 40) Ferðalög eru yfirleitt hreyfing í átt að ákveðnum áfangastað. Ferðin sjálf er þá aðeins leið til að ná því markmiði og oft full af spennu og óróleika sem endar í létti þegar takmarkinu er náð. Ferðin frá einum stað á annan verður þó oft að einhverju öðru og meira. Listamenn líta gjarnan á sig sem rótlausa flakkara sem eiga hvergi heima og horfa á heiminn með gests auga. Ferðalagið verður ekki einungis að lífstíl heldur lífsheimspeki og hin sífellda hreyfing að upphöfnu tilveruástandi.

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.