Spássían - 2012, Page 13

Spássían - 2012, Page 13
13 Leikið í „slömminu“ Eftir Kolbrúnu Lilju Kolbeinsdóttur GÖTUMÁLARINN er skáldævisaga sem rekur raunir Þórarins, eða Tóta, á fl ökkulífi hans um suðurhluta Evrópu og alla leið yfi r ti l Marokkó. Hann dregur fram lífi ð með því að teikna myndir á göturnar og betla smápeninga. Á vegi hans verða alls konar persónur sem kenna honum á lífi ð á götunni, ýmist með góðu eða illu. Systi r hans og móðir leggja síðan af stað ti l að leita hans þegar ekkert hefur heyrst í honum í nokkra mánuði. Bók sem þessi byggist á mörgum litlum sögum sem raðast saman og mynda eina frásögn og stendur og fellur með því hversu góðar sögurnar eru. Í Götumálaranum eru sögurnar afskaplega misjafnar að gæðum; sumar eru mjög skoplegar, á meðan aðrar ná aldrei almennilega fl ugi. Þórarinn byrjar bókina á hnytti nni frásögn af viðskiptum Tóta við lögregluna í Ronda en hún virðist vera að leita eft ir meiri hasar í vinnunni en efni eru ti l: Byssumaðurinn glotti illkvitt nislega. Þett a var glott fertugs manns sem hefur tækifæri ti l að skjóta nítján ára ungling í magann eft ir tutt ugu ár í löggunni í afskekktu skítaskuði. Loksins á uppleið [...] Mennirnir með vélbyssurnar fóru að ókyrrast. Tvísti gu eins og vonsviknir veiðihundar. Ég var ekki alveg nógu hætt ulegt eintak (9-10). Þessi hnytt ni dalar hins vegar þegar líður á bókina. Frásögnin verður þess vegna á köfl um hálfgert miðjumoð, sem er á milli þess að vera hnytti ð og tragískt en endar á að vera hvorugt. Tónn bókarinnar breyti st ti l dæmis ekkert þegar tekið er á alvarlegum hlutum, eins og dópneyslu og ti lraunum ti l nauðgana: Eitt hvað þessu líkt gerðist þegar trúbadorinn Manfreð ætlaði að nauðga Natösju. Það hefði kannski mátt sjá það fyrir [...]. Við hrukkum upp við dýrsleg öskur trúbadorsins. Nú hófust meirihátt ar átök sem enduðu með því að Hansi litli beit vænt stykki af gítarhálsinum og sleit þannig tvöfaldan streng sekúndubroti áður en hann barði trúbadorinn í hausinn með leifunum af hljóðfærinu (148). Fjallað er um slíka atburði af jafn mikilli létt úð og um hversdagslegri hluti sem gerir manni erfi tt um vik að bindast Tóta ti lfi nningaböndum. Inn á milli lifnar þó yfi r frásögninni aft ur og Þórarinn veiðir lesandann ti l baka með undarlegum uppákomum og skrautlegum persónum. Myndirnar við kafl ana eru einnig skemmti leg viðbót við frásögnina en þar hefur Þórarinn dregið upp skopmynd af helsta atburði kafl ans sem fangar andrúmsloft bókarinnar. Ferðalag Tóta er frekar stefnulaust, hann lætur orðið á götunni stýra sér í næsta ævintýri, sem er sjaldan eins spennandi og hann hafði gert sér í hugarlund. Hann virðist vera að leita að innblæstri listamannsins; hann vill lifa eins eymdarlega og hann getur, draga fram lífi ð með betli og sofa undir berum himni ef svo ber undir. En hversu mikið sem hann reynir tekst honum aldrei að falla alveg í hóp utangarðsmannanna enda er þett a ekki hans raunveruleiki, eins og einn ferðafélagi hans bendir honum svo óþyrmilega á: „Þú ert bara ríkur krakki að leika þér í slömminu. Getur farið heim hvenær sem þér sýnist. Getur hringt í mömmu þína og láti ð senda þér fl ugmiða. Við hin … við eigum engan stað að fara á, skilurðu? Við erum að þessu upp á líf og dauða“ (256). Hann prófar meira að segja heróín í ti lraun ti l þess að „fara í hundana“ en nær ekki að ánetjast dópinu. Við upphaf sögunnar fannst mér eins og eitt hvað stórkostlegt myndi gerast sem breytti Tóta fyrir lífstí ð en það gerðist aldrei, enginn atburður verður ti l að skilgreina líf hans ti l frambúðar þó að reynslan móti hann og marki djúp spor í hans vitund. Örvænti ngin sem grillir í undir orðum félagans er þó víðs fj arri í bókinni og frásögnin verður eilíti ð fl öt fyrir vikið. Það er erfi tt að láta sér ekki standa á sama þegar sögumaðurinn sjálfur lætur sér atburðina í létt u rúmi liggja. Þórarinn leikur sér með sjónarhorn sögumannsins í Götumálaranum. Fyrri helmingur bókarinnar er sagður frá sjónarhorni Tóta eingöngu og hann hleypir lesandanum ekki svo auðveldlega að sér. Það er ekki fyrr en við kynnumst systur hans og móður sem við fáum að skyggnast í fortí ð Tóta og rýna í ástæður þess að hann lagðist í þett a rótlausa fl akk. Bókin er þannig byggð upp að hverjum kafl a fylgja upplýsingar um sögustað og sögutí ma. Þórarinn beiti r skemmti legu bragði við uppbyggingu sögufl étt unnar þar sem sagan af leit mæðgnanna gerist í mars 1986 en á sama tí ma eru jólin 1985 hjá Tóta. Hægt og rólega nálgast þessar tvær frásagnir hvor aðra en á meðan vísa atburðir í nútí ma kvennanna ti l atburða sem eru þá í framtí ð Tóta og lesandinn fær ekki smáatriðin fyrr en hann hefur náð honum í tí ma. Að lokum rekast framtí ð og nútí ð á og saman mynda þær fortí ð götumálarans. Götumálarinn er skemmti lega hnytti n bók á köfl um en nær þó ekki að halda lesandanum límdum alveg frá upphafi ti l enda. Frásögnin er afskaplega létt og laus við dramatí k, sem er jafnframt veikleiki hennar. Myndskreyti ngarnar í bókinni og kort fremst, sem minnir á ævintýrakort úr bókum Tolkiens, setja skemmti legan brag á verkið. Þórarinn Leifsson. Götumálarinn. Mál og menning. 2011. Ga gn rý ni Ekki verður efnt til markverðra samræðna á þjótandi vélhjóli, nema maður hafi dálæti á hrópum. Í staðinn er tímanum varið til að gera sér grein fyrir hlutunum og velta þeim fyrir sér. Útsýni og hljóðum, veðurfari og endurminningum, vélhjólinu og umhverfi nu sem maður ferðast í, og hugsa um hlutina í mestu makindum, án alls óðagots og án þeirrar kenndar að tímanum sé sóað. (Robert M. Pirsig, Zen og listin að viðhalda vélhjólum. Rannsókn á lífsgildum, þýð. Sigurður A. Magnússon, Edda, 2010, 15)

x

Spássían

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.