Spássían - 2012, Side 19

Spássían - 2012, Side 19
19 „ „Stella Blómkvist er mætt aftur til leiks og heldur sig við þema sem skandinavískum glæpasagnahöfundum er hugleikið: Mansal og þrælahald. Stella er þó hvorki buguð né brotin eins og þær Nina Borg og Ally Cornwall, heldur eitilhress, alltaf í stuði, ávallt með Nonna Daníels á kantinum og vísdómsorð frá mömmu á hraðbergi. eftir Erni K. Snorrason. Titillinn vísar til þess að aðalsöguhetjan, Björn nokkur sem lengi var sýslumaður á Hvolsvelli, virðist vera skyggn og er þess vegna nokkuð myrkfælinn. Í upphafi sögu er Björn í veikindaleyfi en í kjölfar andláts eiginkonu hans nokkru áður þjáist hann af minnisgloppum og yfirliðum ásamt því að vera sykursjúkur og með „fitulifur“. Það bráir þó fljótt af honum þegar Möllerinn svokallaði, sem starfar í dómsmálaráðuneytinu, fær honum það verkefni að leysa úr kæru um mansal á Hvolsvelli, en eins og segir í bókinni var altalað „að tveir bændur á bæ nálægt Hvolsvelli hefðu skipt á ráðskonu af rússneskum eða slavneskum ættum og traktor!“ (Sýslumaðurinn sem sá álfa, 19). Björn fær konu eina sem hann eitt sinn elskaði, Bíbí, til að aðstoða sig við úrlausn verkefnisins. Hann hefur einnig, eins undarlega og það hljómar, verið beðinn að segja Bíbí að eiginmaður hennar vilji skilja við hana. Bíbí roðnar af reiði en jafnar sig fljótt og ekki líður á löngu áður en Bíbí og Björn eru trúlofuð. Þegar mansalsmálið hefur verið leyst fá skötuhjúin fleiri verkefni að leysa hjá Möllernum og tengjast þau peningaþvætti, harðsvíruðum glæpamönnum, eiturlyfjum og útlöndum. Sýslumaðurinn sem sá álfa er bráðfyndin saga, þótt ég sé alls ekki viss um að henni hafi verið ætlað að vera það. Önnur bók og síður fyndin er hin bandaríska Hugsaðu þér tölu eftir John Verdon. Þar segir frá fyrrverandi og framúrskarandi lögreglumanni að nafni Dave Gurney sem er sestur í helgan stein, enda orðinn fullra 47 ára gamall. Hann á erfitt með að hætta að hugsa eins og lögreglumaður, konu sinni til mikils ama, og dundar sér í frístundum við að breyta í myndvinnsluforriti ljósmyndum af morðingjum sem hann hefur komið undir lás og slá. Konu hans er illa við þetta dund og samband þeirra er afar brothætt en sagan á bak við er ósannfærandi og henni ekki gerð mjög góð skil. Gamall skólafélagi Gurney hefur samband við hann, dauðhræddur eftir að hafa fengið undarleg skilaboð frá óþekktum sendanda sem virðist geta lesið hugsanir hans – en þaðan er titill bókarinnar, Hugsaðu þér tölu, kominn. Skólafélaginn finnst svo látinn stuttu seinna og þar með flækist Gurney í morðrannsóknina og reynist ómetanlegur við lausn gátunnar. Enn ein glæpasagan og sú áhugaverðasta þetta sumarið er Þegar öllu er á botninn hvolft eftir Bretann Alan Bradley; fyrsta bók af sex um sömu aðalpersónu. Hér er hvorki um að ræða kreppu né mansal, nektardansmeyjar eða raðmorðingja, og sagan gerist í fortíðinni, nánar tiltekið í enskri sveit árið 1950. Glæpurinn sem hér er framinn er aðeins eitt snyrtilegt morð og líkið finnst í gúrkubeði á lóðareign de Luce fjölskyldunnar. Aðalsöguhetjan er hin ellefu ára gamla Flavia de Luce sem sér manninn í gúrkubeðinu taka sín síðustu andvörp. Þegar hann gefur upp öndina horfir Flavía á hann með „óttablandinni lotningu“ og drekkur í sig „hvert smáatriði: Kippina í fingrunum, næstum ógreinanlega bronslita móðuna sem kom á húðina eins og dauðinn sjálfur væri að anda á hana fyrir augum mínum“. Henni finnst þetta alls ekki skelfilegt heldur þvert á móti „það langáhugaverðasta sem borið hafði fyrir [hana] um ævina“ (Þegar öllu er á botninn hvolft, 31). Hún einsetur sér að leysa morðgátuna og þeysist um þorpið á reiðhjólinu sínu Glaðdísi. Við sögu koma bragðvond búðingskaka, efnafræðitilraunir, sjónhverfingar og dauðir fuglar og aldrei skal nokkur maður segja að frímerkjasöfnun sé dauflegt áhugamál! Yfir bókinni er skemmtilega gamaldags stíll, bæði sögusviðinu og textanum, en um leið er hún hressandi og nýstárleg. Þegar öllu er á botninn hvolft má kalla öðruvísi glæpasögu og öðruvísi sumarbók og það sama má raunar segja um flestar þær bækur sem minnst hefur verið á hér að framan. Hér hafa þó ekki verið nefndar allar bækur sumarsins, enda gafst ekki tími til að koma höndum yfir þær allar og lesa, en segja má að hefðbundnar ástarsögur og glæpasögur hafi þurft að rýma til fyrir öðruvísi sögum um ást og glæpi – sem er alveg ágætt, því þetta sumarið eru það bækurnar sem bera af. Þegar öllu er á botninn hvolft má kalla öðruvísi glæpasögu og öðruvísi sumarbók og það sama má raunar segja um flestar þær bækur sem minnst hefur verið á.

x

Spássían

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.