Spássían - 2012, Síða 23

Spássían - 2012, Síða 23
23 „ Vetrarsól var ég að leika mér að krimmaforminu; þeirri hugmynd að bókin væri ekki það sem hún þættist vera. En þessi bók er miklu einlægari, í henni er meiri leit og meiri tilraun til að skilja, til að skynja þetta „ég“ í núinu. Maður er svolítið leitandi, kannski í og með að stunda ósjálfráða skrift, en hún var mjög móðins hjá eldri konum í upphafi og um miðbik síðustu aldar. Þær voru svona að spjalla við himnatenginguna. Í nýju bókinni er ég að leika mér með þessa hugmynd af því að ég átti frænku sem gerði það. Það eru margvíslegir fletir á konum og skriftum.“ Talið um ósjálfráða skrift leiðir okkur að hugleiðingum um það hvort höfundar þurfi stundum að passa sig á því að hugsa ekki of mikið um það sem þeir skrifa og Auður segir að vissulega geti það verið hættulegt. „Þegar maður snertir sápukúluna þá springur hún.“ TJÁNINGARFRELSI OG ÁBYRGÐ Úr bókum Auðar má lesa margt um mikilvægi þess að axla ábyrgð en hvað þá með höfundinn sjálfan? Ber hann enga siðferðislega ábyrgð í skrifum sínum? „Ég held að hver höfundur verði bara að gera það sem kallar á hann. Ég áttaði mig í raun ekki á því að þetta einkenndi mínar skriftir fyrr en bókakrítíkerar fóru að benda mér á það. Þetta er bara mín leið og það sem gerist þegar ég sest við tölvuna og byrja að skrifa. Þetta eru sögurnar og pælingarnar sem spretta út þegar ég sökkvi mér á djúpið. Þetta er ekki það sem ég ætla mér að standa fyrir, enda er ég ekkert heilagri en aðrir, nema síður sé. Ég sest ekki niður við tölvuna og ákveð að skrifa eitthvað um ábyrgð og ég vil helst ekki predika eða vera með boðskap. En blekið í mínum penna litast oft svona. Og auðvitað er sagan sem ég vinn að núna örugglega mörkuð af þessu líka, þótt ég hafi alls ekki ætlað mér það, því ég er enn að fjalla um kynslóðir kvenna. Ef til vill er mér það oft hugleikið að við erum fórnarlömb tíðaranda; speglar hans, eins og í Fólkinu í kjallaranum. En um leið er nýja bókin mjög ólík því sem ég hef gert áður.“ Auður bendir á að hún sé einnig að ljúka við leikrit fyrir Borgarleikhúsið sem fjallar um tjáningarfrelsi og ábyrgð. „Ég varð svo upptekin af allri umræðunni um kyn, minnihlutahópa og tjáningarfrelsi að ég fékk þetta á heilann, það varð að þráhyggju. Ég er ekki hlynnt ritskoðun en við verðum alltaf að hugsa til enda. Þegar fólk var að rífast um skopmyndirnar af Múhameð þá gleymdi það að hugsa um gamla konu nýkomna til Danmerkur frá Írak sem skilur ekkert í því að eitt stærsta dagblaðið í landinu er að birta þessar myndir. Það sem mér finnst merkilegast við það mál eru ekki allar vangavelturnar um tjáningarfrelsi heldur spurningin: Af hverju birtust þessar myndir einmitt í Danmörku þegar Dansk Folkeparti var valdamikill stuðningsflokkur dönsku ríkisstjórnarinnar með þeim afleiðingum að múslimar höfðu lengi sætt miklu aðkasti í dönsku samfélagi? Við erum svo oft öfugsnúin einhvern veginn. Það varð allt brjálað heima út af einhverri skopmynd af Siv Friðleifsdóttur, að vissu leyti sama fólk og hafði fundist allt í lagi með Múhameðsmyndirnar. Það er svo mikill tvískinnungur í okkur; hentistefna í ábyrgðinni. Við erum tilbúin að vera ábyrgðarfull ef það er okkar kynþáttur eða okkar systur eða kynbræður en svo ekki í stóra samhenginu. Ég var alltaf skeptísk á þennan gjörning en á hinn bóginn verða alltaf einhverjir skeptískir á það sem ég geri. Þannig eru listamenn eins og þeir séu að vinna á rannsóknastofu hugmyndanna; að sjá hvað gerist ef farið er í þessa átt og hvort þetta eða hitt sé réttlætanlegt í sjálfu sér eða ekki. En ef við ætlum að halda því til streitu að bera ekki neina ábyrgð, þá myndi barnaníð til dæmis verða alveg óheft svo framarlega sem það fengi forskeytið list. Nú er víst hægt að horfa á myndband á netinu þar sem kanadískur maður myrðir annan mann, nauðgar honum og étur. Morðinginn var handtekinn um daginn á netkaffihúsi í Berlín, önnum kafinn að gúggla gjörninginn, en á sama tíma sátum við fjölskyldan á tyrkneskum matsölustað, aðeins nokkrum metrum frá honum. En sturlunin er nálæg okkur öllum, hún er heima í stofu hjá þér í tölvunni. Þegar þetta er komið á netið er fyllsta ástæða til að velta þessu Maður er svolítið leitandi, kannski í og með að stunda ósjálfráða skrift, en hún var mjög móðins hjá eldri konum í upphafi og um miðbik síðustu aldar. Þær voru svona að spjalla við himnatenginguna. Ljósmynd: Júlía Björnsdóttir

x

Spássían

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.