Spássían - 2012, Side 24

Spássían - 2012, Side 24
 24 „ fyrir sér. Til dæmis hversu langt megi ganga í listtjáningunni. Nú getur fólk valið á milli þess að stytta sér stundir með því að ná í BBC uppfærslu af Hamlet eða vídeó af strák borða elskhuga sinn, nánast í beinni. Það verða alltaf einhverjir nötkeisar sem álíta gjörninginn ögrandi list. Eru engar hömlur, er ekkert sem heitir tillitssemi, er listin bara tótal guð? Þarna finnst mér mikilvægt að fólk þori að tala saman því þetta eru áhugaverðar spurningar. Þetta er náskylt umræðu um tjáningarfrelsi og minnihlutahópa og bara samskipti fólks í heiminum, og það er leiðinlegt ef þetta fer alltaf í skotgrafir og meinhæðni. Á listin að bera ábyrgð og hvernig þá? Það sem ég finn fyrir þegar ég skrifa er að svo framarlega sem ég geri hlutina af einhvers konar ást og einlægni - af hreinum hug, ekki af einhverri illkvittni - þá get ég réttlætt það fyrir sjálfri mér. En þrátt fyrir það getur einhverjum öðrum sárnað. Tjáningarfrelsi má nefnilega nota gegn ungum stelpum á Íslandi sem kæra nauðgun og fátækum innflytjendum í útlöndum en um leið er hægt að nota höft á það gegn Hallgrími Helgasyni og Salman Rushdie - og mér. Þetta tengist svo mikið okkar daglega veruleika, en í staðinn fyrir að við njótum umræðunnar, hún verði efni í alls konar skemmtileg verk og við reynum að skilja okkur sjálf, þá keppumst við um að leggja hvert annað í einelti og það er náttúrulega bara glatað. Er ég farin að hljóma eins og einhver predikari uppi á kassa? Ég hafði verið að skrifa í nokkra klukkutíma áður en þú hringdir og það er eins og það gusist út úr mér hugsanirnar þar sem ég sit hér í sólinni.“ LEIKRITIÐ LOSAÐI UM Eftir að Auður hefur fært sig á skuggsælli stað í íbúðinni sinni viðurkennir hún að það hafi verið erfitt að ná utan um þetta efni. „Ég týndi mér eiginlega í tvö ár í þessu leikriti. Bæði er þetta nýtt form fyrir mér og svo sökkti ég mér í fremur djúpar pælingar. En sem betur fer er ég farin að sjá til lands með það. Svona mál, eins og morðinginn sem gúgglar sjálfan sig á netinu, teygja sig alla leið inn í veruleikann og þetta rennur allt saman í einhvern gervihliðarveruleika. Á meðan er maður sjálfur bara að hræra barnamat og reyna að finna nýjan flöt á skriftum. En á endanum reynist alltaf hættulegast það sem stendur manni næst, manns eigin tabú. Þar upplifir maður sig í lífsháska, tekur mestu áhættuna; ekki þegar maður gefur út einhver pólitísk verk. Um leið á maður á hættu að virka naífur. Maður var græskulaus þegar maður var yngri, þorði að vera einlægur og var ekkert að velta því fyrir sér. Núna er maður meðvitaðri, svona eins og maður er hræddari við slys þegar maður eldist af því maður veit betur af öllu sem getur komið fyrir, en þá kafar maður líka dýpra. Og öllum pælingum um tjáningarfrelsi eða kvennabaráttu eða jafnréttisumræðu eða menningarumræðu, gleymir maður í skriftunum. Maður lætur bara setningar leiða sig áfram eins og til Ljósmynd: Grímur Bjarnason Sem skáldsagnahöfundur áttar maður sig ekki alveg á því hvað þetta er ríkt form og heldur jafnvel að þetta sé eitthvað sem maður fiski fram úr erminni á einni viku. Þetta virðist vera eitthvað svo létt og laggott. Svo reynist þetta mikil og skemmtileg áskorun.

x

Spássían

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.