Spássían - 2012, Page 25

Spássían - 2012, Page 25
25 „ að reyna að finna hvað þær segja manni. Svona eins og fartölvan sé kristalskúla.“ Auður hefur einnig fengist við að þýða leikrit og segir að þessi glíma við leikritaformið hafi haft sín áhrif á skáldsöguskrifin. „Mér fannst líka gaman að taka þátt í uppsetningunni á Fólkinu í kjallaranum af því þetta er alveg nýr heimur, mjög gefandi og skemmtilegur, og maður er ríkari fyrir vikið. Sem skáldsagnahöfundur áttar maður sig ekki alveg á því hvað þetta er ríkt form og heldur jafnvel að þetta sé eitthvað sem maður fiski fram úr erminni á einni viku. Þetta virðist vera eitthvað svo létt og laggott. Svo reynist þetta mikil og skemmtileg áskorun. Þetta er nýr jafnvægisdans; maður þarf að segja svo mikið í svo fáum orðum. Það hjálpar mér núna þegar ég skrifa samtöl. Og ég held að þetta losi um hjá manni. Maður er ekki alveg eins stífur; er með opnari huga gagnvart textanum. Formið verður ljóðrænna og að mörgu leyti gerist það ósjálfrátt og án áreynslu. Það er eins og þetta ferli hafi breytt mér dálítið. Ég vona bara að það skili sér í leikhúsið líka.“ Núna er Auður hins vegar algjörlega á kafi í „þessari skrítnu kvennabók“ eins og hún kallar hana. „Hún er búin að taka öll völd. Svo eignaðist ég barn og það kemst ekki fleira fyrir í veruleikanum í bili.“ AÐ VERA EÐA VERA EKKI KVENRITHÖFUNDUR Áður en ég sleppi Auði frá löngum vinnudegi við tölvuna beini ég talinu að kynjaumræðu í í bókmenntaheiminum og spyr hvernig hún upplifi hana. „Ég hef aldrei gert hana almennilega upp við mig. Ég er til dæmis ekki alveg viss um hvað mér finnst um Fjöruverðlaunin, hvort þau séu góð eða slæm, og sömu sögu segja nokkrar vinkonur mínar sem eru rithöfundar líka. Tengdamamma mín var með í því að setja þau af stað en hún er úr allt öðrum veruleika en ég. Þegar hún byrjaði að skrifa þá voru bara „skrítnar“ konur sem skrifuðu, konur eins og Ásta Sigurðar. Þetta þótti hreinlega ekki fara konum vel, ekki fremur en að reykja úti á götu. En í dag vill maður bara vera rithöfundur með stóru R-i og ég hef aldrei vitað almennilega hvort það sé gott að vera kvenrithöfundur. Ein af kveikjunum að þessari bók var að þegar ég var ólétt fannst mér skrítið að vera óléttur rithöfundur, því rithöfundur er svo karlkyns orð. Í bókinni sem ég vinn að núna velti ég einmitt fyrir mér orðum eins og skáldkona og rithöfundur. Skáldkona er oft notað á niðrandi hátt; móðursjúkar skáldkonur mótmæla Kárahnjúkavirkjun á meðan rithöfundurinn er jarðbundinn og yfirvegaður. Stundum er eins og hugarheimur konunnar eigi að vera eins og skvísubók meðan karlinn er heimspekilegur. Ég varð til dæmis mjög hissa þegar einhver skildi Tryggðarpant, sem er mjög pólitískt verk, sem skvísusögu. En þarna er ég að tala algjörlega huglægt og þetta myndi ekki standast mjög fræðilega skoðun. Í bókmenntaheiminum held ég að þetta fari eftir því hvernig maður upplifir sig. Þegar maður er yngri reyni maður að vera töff en með aldrinum þorir maður hreinlega að vera kona.“ Við reynumst sammála um að þær konur sem eru að skrifa á Íslandi núna hafi sterkan lesendahóp og að það virðist eftirspurn eftir þeirra sýn á heiminn. „Það er mikið af sterkum skáldkonum núna og þær hafa allar sínu sérstöku rödd og sérstaka heim. Og sem betur fer eru til lesendur líka til að taka við þeim. Ég finn alveg að það eru lesendur þarna og mér þykir mjög vænt um það. Kannski er íslenskur kvennaveruleiki dálítið spes og við sem erum að skrifa erum margar að gera honum skil. Það er vonandi einhver speglun þarna, sannleikur og pælingar sem tala til lesenda. En ég var reyndar einmitt að hugsa síðast í gær að það hefur eiginlega engin kona skrifað bækur um gamla bændur að ríða rollum eða einhverja karla í sjávarplássum.“ Yngri kynslóðir virðast þó ekki skila sér jafnsterkt í skáldsagnaskrifin. „Þegar ég var að byrja að skrifa voru forlögin mjög meðvituð um að hjálpa ungum höfundum. Mál og menning stóð þá til dæmis frekar styrkum fótum og Bjartur blómstraði út á það að Það hefur eiginlega engin kona skrifað bækur um gamla bændur að ríða rollum eða einhverja karla í sjávarplássum.

x

Spássían

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.