Spássían - 2012, Side 26

Spássían - 2012, Side 26
 26 „ gefa út nýja höfunda. Ungir höfundar fengu séns á að gefa út bók og vera mistækir í fyrstu atrennum. Það var ekki farið að kenna skapandi skrif þá í einhverjum mæli. Maður bara lærði af því að gefa út og það var haldið utan um unga höfunda; þeir fengu sterka ritstjórn, tíma til að gera hlutina, fyrirframgreiðslur og bara séns á útgáfu. Ég held að því miður sé þetta ekki alveg eins núna. Forleggjarinn minn mótmælir því ábyggilega en ég held samt að það hafi verið meiri áburður settur í moldina þá. Það var gróska og margir að koma fram með eitthvað afgerandi, eins og Steinar Bragi með Áhyggjudúkkur. Þetta skilaði sér og það má alveg fara að opna fyrir nýja atrennu.“ Hún segir að þótt sakamálasögur og skvísusögur séu núna plássfrekar, og þar séu kaupendur, verði annars konar höfundar að fá að spreyta sig líka, þjálfa sig og þróast í gegnum skriftirnar. „Skrifa nokkrar bækur áður en þeir skrifa bókina sem þeir eru nokkurn veginn sáttir við.“ Sjálf segir hún að fyrsta bókin sem hún sé nokkurn veginn sátt við núna sé Fólkið í kjallaranum. „Maður verður samt aldrei 100% sáttur, maður sér alltaf eitthvað sem mætti gera öðruvísi. Maður verður bara að setja tappann í flöskuna þegar maður er búinn með bókina; að stoppa. Oft kemur líka einhver tilfinning í skriftaferlinu, nú er þetta komið og þá bara hættir maður einhvern veginn að fantasera. En skáldsögur eru náttúrulega svo miklar hugmyndaflækjur. Um leið og maður opnar þær aftur koma upp tíu atriði sem hefði hugsanlega verið hægt að gera svona og þá hefði eitthvað annað gerst. En ég yrði geðveik ef ég myndi hugsa of mikið um það.“ Hún viðurkennir þó að leikgerð Fólksins í kjallaranum hafi opnað það verk upp á gátt aftur, auk þess sem hún taki ákveðinn þráð þaðan upp aftur í nýju bókinni. „En hún er samt öðruvísi þannig að ég fæ svona annan séns, tækifæri til að gera þetta á öðrum nótum. Ég hef oft staðið mig að því að skrifa eitthvað alveg hræðilega naíft og það eina sem maður getur þá gert er að reyna að setja eitthvað andstætt fram í annarri bók. En eftir að hafa skrifað í þrettán ár er ég farin að átta mig á því að skriftir hafa fyrst og fremst gefið mér mikið að því leyti að þær hjálpa manni að þroskast. Þetta ferli; að fara í gegnum hugmyndir og skynja þær á eigin skinni, átta sig á því að maður var að gera rétt eða rangt eða hugsa hlutina aftur í hring. Að því leyti eru þær líka svo góður vinur.“ Hún segir það þó ekki einu ástæðuna fyrir því að mikilvægt sé að ungt fólk fái séns. „Það er líka gott að losna strax við sviðsskrekkinn. Fyrst er það manns eigin sjálfsgagnrýni þegar maður fer yfir handritið sitt. Svo tekur maður við alls konar dómum og umræðu, það er svona seinni umferð gagnrýninnar sem er oft sálarétandi ef maður er að veltir sér upp úr henni. En það finnst mér bara vera hluti af þessu ferli. Versti gagnrýnandinn er maður sjálfur og maður er aldrei alveg viss um að sú leið sem maður Ljósmynd: Júlía Björnsdóttir

x

Spássían

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.