Spássían - 2012, Side 27

Spássían - 2012, Side 27
27 „ www.borgarbokasafn.is ræsingarnar bíða þín K í bókasafninu Sími 411 6100 www.bokmenntir.is Maður bara lærði af því að gefa út og það var haldið utan um unga höfunda; þeir fengu sterka ritstjórn, tíma til að gera hlutina, fyrirframgreiðslur og bara séns á útgáfu. ákvað að fara hafi verið sú rétta þótt yfi rleitt sé sú leið marghugsuð fram og til baka og ástæða fyrir henni. En þetta er bara eins og að geta aldrei verið viss um að hafa alið barnið sitt rétt upp; maður hefði alltaf getað gert það einhvern veginn öðruvísi. En ég er kannski skrítin að því leytinu að mér fi nnst gaman að lesa bókmenntagagnrýni, ekki bara um mig heldur alls konar gagnrýni og velta henni fyrir mér sem tæki. Ég þræði alltaf bókmenntir.is þegar ég hef ekkert að gera eða gagnrýni í hinum og þessum netmiðlum. Svo hefur maður líka gaman af að gagnrýna bókmenntagagnrýnendur í huganum; það er svo gaman að sjá hvað fólk les verkin ólíkum augum og hvernig gagnrýnendur skiptast eftir aldri og fyrri störfum. Það er svo misjafnt hvað er meistaraverkið í þeirra hugum – hvort það sé saga af ljóðrænu sjóslysi eða saga um hliðarveruleika í hliðarveruleikanum sem heillar. Það er svolítið skemmtilegt persónuleikapróf. Og það er hægt að komast yfi r það að fá hörmulegan dóm þegar maður er 25 ára. Manni líður hræðilega, þorir ekki út á götu og missir matarlystina - það er bara eins og að vera í ástarsorg. En ég held að það styrki mann bara á þessum aldri. Allir höfundar sem ég þekki hafa lent í því að fá einhvern tímann útreið en því fyrr sem maður upplifi r það því óhræddari er maður að standa með sjálfum sér og skrifa á sínum forsendum. Aftur á móti man ég eftir nokkrum breskum skáldkonum sem komu á bókmenntahátíð og áttu það allar sameiginlegt að vera á metsölulistum á sextugsaldri. Þær höfðu komið upp börnunum og farið svo að skrifa. Og þá voru þær orðnar svo mikill suðupottur af góðum húmor, skemmtilegri reynslu og djúpum, safaríkum hugsunum, að þær gátu skrifað skemmtilegar bækur. Það er frábært að vera með allan þennan hafsjó í fyrstu bók. En það er stundum erfi tt að þora að taka skrefi ð og byrja að skrifa. Og byrja ekki á gagnrýninni heldur enda á henni; leyfa fl æðinu að koma og fara svo yfi r orðin sín með gagnrýnum gleraugum. Ég hef oft hitt fullorðnar konur sem dreymir um að koma frá sér sögu eða skrifa bók en eru strand í einhverjum sjálfsefasemdum. Þær ná aldrei að byrja almennilega því þriðja setningin hljómaði ekki nógu vel. Ég hef tvisvar kennt konum skapandi skrif á stuttu námskeiði og það er svo gaman að sjá þegar kviknar á gleðinni. Það er svo gaman að skrifa.“

x

Spássían

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.