Spássían - 2012, Blaðsíða 29

Spássían - 2012, Blaðsíða 29
 28 Ástæðan fyrir því að ég Eftir David Nickel Ég byrjaði að safna ofurhetjumyndasögum 11 ára gamall, þegar ég keypti The Uncanny X-Men #207, sem er skrifuð af Chris Clairemont og teiknuð af John Romita Jr. Aðdráttarafl ið var auðvitað myndin á forsíðunni; kraftmikil og áleitin stökk hún af blaðsíðunni og beint inn í 11 ára huga minn. Hún lofaði sögu af því tagi sem ég hafði aldrei lesið áður - og var auðvitað hörkusvöl. Þetta voru mínar dyr inn í heim ofurhetjumyndasögunnar og ég leit aldrei til baka (jú, reyndar gerði ég það en aðeins í stutta stund á síðasta áratug). Myndlistin dró mig inn um gættina, en það var sagan sem fékk mig til að halda áfram að lesa og safna. Þarna var hið ómissandi hlutfall af ofbeldi og hasar, en sagan vakti mig til umhugsunar og þegar ég var 11 ára var ekki margt sem fékk mig til að hugsa. Í stuttu máli fjallaði sagan um persónu (kvenofurhetju) sem eltist við morðingja vinar síns og ætlar að kála honum. Wolverine, maðurinn á forsíðunni, leitar þessa ofurhetju uppi og segir að hún geti ekki drepið óvin sinn því þá yrði hún að skúrkinum. Síðasti rammi myndasögunnar gefur í skyn að Wolverine hafi drepið ofurhetjuna til að koma í veg fyrir að hún dræpi einhvern með köldu blóði. Það var ótrúlegt að ég skyldi hafa fundið eitthvað svo fullorðinslegt - raunverulega spurningu um rétt og rangt - í heimi ofurhetjanna. Heimi sem mér hafði alltaf verið sagt að væri fyrir börn. Ofurhetjumyndasagan eins og við þekkjum hana best í dag fæddist á fjórða áratugnum í Norður-Ameríku (löngu áður en ég kom í heiminn) og varð talsvert vinsæl í nokkur ár. Í ljósi félagslegra og efnahagslegra aðstæðna í Bandaríkjunum virtist myndasagan bæði jákvætt og nærtækt form veruleikafl ótta. Sérstaklega ofurhetjumyndasagan þar sem hið góða sigraðist reglulega á hinu illa, m.a. í formi spilltra bankamanna og stéttarfélaga, glæpamanna og á endanum öxulveldanna í heimsstyrjöldinni síðari. Vinsældir hennar entust hins vegar ekki, af mörgum ástæðum; sú helsta var að ofbeldi ofurhetjunnar var ekki lengur eins viðeigandi og það hafði verið. Samfélagið breyttist eftir stríðið og þegar rýnt var í áhrif ofurhetjanna, gengu sumir jafnvel svo langt að staðhæfa að myndasagan hefði trufl að menntun, gefi ð í skyn samkynhneigð ofurhetja og fætt af sér afbrotaunglinga. Allt þetta, auk samkeppni frá sjónvarpinu sem afþreyingarmiðli, varð til þess að vinsældir myndasögunnar dvínuðu og gekk næstum af ofurhetjunni dauðri. Fólkið sem fordæmdi ofurhetjumyndasögurnar og afgreiddi þær í besta lagi sem trufl un og í versta lagi sem illar í eðli sínu, skildi þær vitaskuld ekki, að minnsta kosti ekki eins og hægt er að skilja þær núna. Íhaldssemi og agi var skipun dagsins og öll skilaboð sem send voru til ungdómsins þurfti að samþykkja og hemja. Gekk það svo langt að Stan Lee, skapari ofurhetjuerkitýpa á borð við Kóngulóarmanninn, hin Frábæru fjögur (the Fantastic Four), Hulk, Þór (the Mighty Thor) og X-men, reyndi eitt sinn að skrifa sögu um fíkniefnaneyslu í myndasögu um 29 - og að kannski ættu börnin þín að gera það líka Kóngulóarmanninn. Gæðaeftirlit myndasagna, Comics Code Authority, neitaði að samþykkja hana. Sagan fordæmdi augljóslega fíkniefnaneyslu, en umræða um þau mál (jákvæð eða neikvæð) nægði til að gera söguna óhæfa til birtingar. Fyrst boðskapur gegn fíkniefnum kemst inn í heim ofurhetjunnar, sem kemur kannski ekki mörgum á óvart þar sem ofurhetjusögur snúast mjög um glæpi, vaknar spurningin um það hvaða fl eiri tegundir af sögum og boðskap sé þar að fi nna. Hvað fá börnin þín út úr því að lesa myndasögur? Svarið er mun lengra og fl óknara en fólk gæti haldið, en í upphafi er gott að nefna dæmi. Á fyrri öldum sagði fólk sögur af guðum og þjóðsagnakenndum verum til að útskýra heiminn í kringum sig. Þessar sögur ferðuðust með fólkinu sem sagði þær og bárust um heiminn, mættu öðrum sögum og voru aðlagaðar nýjum aðstæðum - eða fl eygt sem merkingarlausum. Frásagnir þróuðust samhliða mannkyninu og goðsögur urðu þjóðsögur, sem urðu ævintýri, og þannig hélt þróunin áfram allt til borgarfantasía nútímans. Þörfi n fyrir sögur sem útskýra heiminn í kringum okkur er ekki jafn sterk og hún var áður, en hún sækir á þegar við tökumst á við raunveruleika heims sem minnkar sífellt og verður æ þéttbyggðari. Börn þurfa sérstaklega á sögum að halda, á sama hátt og þau þurfa leiki til að skilja heim hinna fullorðnu allt í kringum sig. Þannig varð læknisleikurinn til – stúlkur og drengir reyna að skilja líkama hvers annars með því að gera úr því leik – því það er jú það sem börn gera. Þau færa hlutina niður á það svið sem þau ráða við og geta þá farið að kanna þá. Lestur ofurhetjumyndasögu virkar á svipaðan hátt. Hann gerir barninu kleift að mæta hlutum úr umhverfi nu á stigi sem þau skilja og tengjast. Ekki aðeins góðum gæjum að berja á vondum gæjum eða boðskap á borð við „segið nei við fíkniefnum”, heldur fl óknari skilaboðum sem fela í sér siðaboð sem samfélagið vill raunverulega að hver kynslóð haldi í gildi og berjist fyrir. Aftur er kjörið að nefna dæmi og tvö þau bestu um ofurhetjur fyrir börn eru, að mínu mati, Kóngulóarmaðurinn og Ofurmennið (Superman). Saga Kóngulóarmannsins er vel þekkt og ef þú hefur ekki lesið myndasögurnar eða séð eina af kvikmyndunum sem bráðum verða orðnar fjórar talsins er ég viss um að þú hefur að minnsta kosti heyrt um hana: Drengur verður ofurhetja, verður að breyta rétt í krafti hinna nýju hæfi leika sinna og missir eitthvað sem hann getur aldrei endurheimt. Þetta felur í sér gríðarmikinn boðskap: Breyttu rétt, ekki taka neitt sem sjálfsagðan hlut, og hið alkunna „miklu valdi fylgir mikil ábyrgð”. Hvað Ofurmennið varðar, þá getur hann í raun allt. Hann er ímyndunarafl ið í sínu tærasta formi og hver vill ekki að eigið barn noti ímyndunarafl ið; reyni á landamæri hugans, uppgötvi nýja hluti og fi nni að það sem virðist ómögulegt í dag gæti vel verið mögulegt á morgun. Af þessum ástæðum hef ég kynnt syni mína fyrir ofurhetjum, til að ná augnablikinu þegar ég fyrst las „þú mátt ekki fara yfi r þessi mörk eða þú verður vondi gæinn” sögu. Ég vil að þeir fi nni sína eigin leið til að kljást við ábyrgð og missi, og opni huga sinn fyrir endalausum möguleikum sköpunarkraftsins. Ég upplifi enn einstaka sinnum þessar stundir sjálfur, þegar saga öðlast merkingu í mínum heimi og höfundurinn tjáir boðskap sinn á þann hátt að hann virkar innan ofurhetjusögu. Þess vegna les ég enn ofurhetjumyndasögur og þess vegna ættuð þið að hvetja börnin ykkar til að lesa þær – og jafnvel prófa sjálf. les ofurhetjumyndasögur

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.