Spássían - 2012, Side 30

Spássían - 2012, Side 30
 30 VALUR FREYR leikur tengdamóður sína og móður hennar, sex leikkonur túlka Vladimir, Estragon, Pozzo, Lucky og drengi tvo í Godot, Claire Danes er frú Hughes, fyrsta leikkonan á bresku sviði í Stage Beauty og sem karlmannlegur bónus þar er Billy Cudrup, en hann leikur ned Kynaston sem var stórstjarna í kvenhlutverkum en náði sér á strik „á heimavelli“ eftir að kvenbanninu var aflétt. Af hverju máttu konur ekki leika? Ég veit það ekki. Enda máttu þær það sums staðar, til dæmis í karlrembuveldinu á Spáni á sama tíma og þeim voru meinaðar kvenrullurnar hjá Shakespeare og félögum. Konur léku upphaflega í Kabuki-leikhúsinu japanska sem varð til á svipuðum tíma, en var seinna bannað það út af kynferðislegri lausung og vændisviðskiptum (sagan segir reyndar að ástandið hafi lítið skánað við þá breytingu). Allavega er mikil hefð og serimónía í kringum það að karlar leiki konur. Drag-sýningar eiga sér langa og merka hefð. Onnagata-leikararnir í Kabuki njóta gríðarlegrar hylli og eru áratugi að ná tökum á kvenrullunum, og halda því fullum fetum fram að þeir nái að tjá kjarna kvenleikans betur en konur gætu. Eiga þar örugglega við hina karllegu sýn á konur sem konur hafa löngum talið sig þurfa að standast samanburð við. Það er vandlifað. Minni hefð er fyrir konum í karlhlutverkum, nema reyndar í óperum, þar sem „buxnarullur“ þekkjast nánast frá upphafi listgreinarinnar. Sara Bernhardt lék svo Hamlet á sinni tíð, meira að segja eftir að búið var að taka af henni annan fótinn. Það hefði nú verið gaman að sjá. Fyrir nokkrum árum birtist svo hér samnorræni leikhópurinn Subfrau þar sem nokkrir gaurar öðluðust líf í meðförum flinkra ungra leikkvenna og fulltrúi Íslands í hópnum, María Pálsdóttir, hefur að ég held komið öðrum íslenskum leikkonum á bragðið. Gott ef sú vinna er ekki að einhverju leyti kveikjan að Godotsýningunni núna, sem er hugsuð og unnin með tilbúna karl-karaktera í huga. Þessir „gaurar“ mynda einhvers konar merkingarlegt auka-lag í sýningunni, það eru þeir sem leika persónur Becketts. Best að segja það strax að þetta „gimmikk“ breytir auðvitað engu fyrir upplifun áhorfenda, er mögulega nytsamt æfingatól, og klárlega skemmtileg kynningargræja. En þegar í salinn er komið er það sem fram fer á sviðinu það sem skiptir máli. Það er ekkert erfitt að skilja hvatann að því að metnaðargjarnar leikkonur vilja hasla sér völl í karlrullum. Þær eru alloft snöggtum bitastæðari, ekki síst í klassískum verkum, jafnvel nútímaklassískum á borð við Godot. Sjálfur man ég eftir að hafa skrifað eitthvað á þá leið að leikkona sem væri eins fim í stakhendu Shakespeares og Halldóra Geirharðsdóttir yrði bara að fá tækifæri til að leika helstu rullur hans, karl- og kven-. Þetta frábæra textanæmi nýtist henni vel hér, og reyndar er frammistaða hennar og samleikur með hinni álíka frábæru Ólafíu Hrönn algerlega stórbrotinn. Harmrænt hlutskipti Vladimirs og Estragons í sinni eilífu bið, tímadrápi og vangaveltum um rök sinnar röklausu tilveru verður trúverðugt, átakanlegt og fyndið í þessum meistaratökum. Verkefni Sólveigar Guðmundsdóttur og Alexíu Bjargar Jóhannesdóttur í hlutverkum Pozzo og Lucky eru flóknari og lukkast ekki eins fullkomlega. Bæði var nú eins og hreyfingavinnan og útfærsla á leikmunum væri ekki eins nákvæm og þörf er á og svo var svolítið eins og staða þeirra í heimi verksins væri ekki nægilega skýrt útfærð til að það skilaði sér til okkar hvað þeir væru að vilja þarna. Að öðru leyti virtist Dragspil og buxnarullur „A lot of Italians have played Indians. Well, someday, I‘d like to play an Italian.“ Will Sampson, kvikmyndaleikari af Cree- ættbálkinum, 1976. Eftir Þorgeir Tryggvason Á FIMMTUDAGSKVÖLDI SÁ ÉG TENGDÓ. Á SUNNUDAGSKVÖLDI BEÐIÐ EFTIR GODOT. Í MILLITÍÐINNI SÝNDI RÚV STAGE BEAUTY, ALDEILIS AFLEITA MYND UM ÁHUGAVERT AUGNABLIK Í SÖGUNNI, ÞEGAR KARL II. ENGLANDSKONUNGUR GAF KONUM LEYFI TIL AÐ STÍGA Á LEIKSVIÐ Í FYRSTA SINN ÞAR Í LANDI. LEIKLISTARLEGT KYNUSLAÞEMA ÞESSA DAGANA.

x

Spássían

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.