Spássían - 2012, Side 33

Spássían - 2012, Side 33
33 Af tegundahroka og annarri ólukku Eftir Kolbrúnu Lilju Kolbeinsdóttur UMFJÖLLUNAREFNI bókarinnar Hér vex enginn sítrónuviður er ansi sérstakt og hafa fá verk komið út á íslensku sem taka á þessu viðkvæma máli. Efniviðurinn er nefnilega tegundahroki mannkynsins (e. speciesism) sem kemur fram í virðingarleysi þess gagnvart öðrum tegundum sem byggja þessa jörð. Sérstök áhersla er lögð á dauða og slátrun og setur Gyrðir efnið upp á óþyrmilegan hátt , enda vilja fæsti r leiða hugann að þessu efni. Sérstaklega viljum við forðast að borin sé saman djúp virðing okkar gagnvart fráfalli manneskju og óþolandi kæruleysi gagnvart dauða dýra. En hann gerir það engu að síður og velti r fyrir sér öllum líkkistusmiðunum sem hamra daginn út og inn á meðan „hunangsfl ugur liggja saman- / hnipraðar og hafa lokið / linnulausu starfi fyrir / þessa jörð, hvergi er þó / talin ástæða ti l að sjá um / útf ör þeirra“ (46). Það má segja að í ljóðinu „Jarðvistardagar“ komi fram einhvers konar manifestó bókarinnar: „Þjáningar mannsins / eru óendanlegar / Þjáningar dýranna / vegna mannsins/ eru óendanlegar“ (57). Ljóðið „Auga fyrir auga“ fj allar sérstaklega um grimmd mannsins og dregur Gyrðir ekkert undan þar í lýsingum: „Hreinkýr eru myrtar frá kálfum / sínum á fj öllum, af vel mett um / athafnamönnum“ (26). Gyrðir fj allar í verkinu um allt frá nautabönum ti l böðla sláturhúsanna og heldur upp spegli sem manni er þvert um geð að horfa í. En auk dauða dýra fj allar hann um dauða mannsins. Hann velti r fyrir sér fánýti tí mans og hvernig við gleymum okkur svo við að fylgjast með framvindu hans að við njótum ekki augnabliksins og alls þess sem það hefur að bjóða. Hann setur manninn einnig í samband við nátt úruna, ti l dæmis með því að fj alla um hvernig maðurinn getur ekki stjórnað framgangi hennar. Í ljóðinu „Steinsvefn“ er umfj öllunarefnið óvænt steinskriða á hús sem var byggt í stórgrýtt ri hlíð. Þar minnir hann okkur á að maðurinn er ekki undanskilinn nátt úrulögmálum og eðlilegri framvindu hennar heldur eins mikill partur af hringrásinni og öll önnur dýr. Eins og í fyrri verkum sínum notar Gyrðir liti ti l að undirstrika andrúmsloft og styðja við myndmál verksins. Helstu liti rnir eru grár og haustgulur sem hann notar mikið saman en einnig aðrir hreinir liti r eins og grænn, rauður, hvítur og svartur. Það verður ekki ofsagt að litanotkun Gyrðis geri það að verkum að hann skrifar eins og málari: „Hér er bara ein sól og jurti rnar / eru grænar, / samt er aldrei friður / Á plánetunni þar sem sólirnar / eru tvær , fara litlir hvíti r hestar / gegnum plöntuskóginn“ (86). Það kemur samt sem áður á óvart að hann hafi ekki notað meira liti eins og rauðan og svartan innan um alla slátrunina og dauðann. Reyndar notar hann þessa liti í ljóðum eins og „Djúpvatn í septemberbyrjun“ en hinir gulu og gráu eru mun meira áberandi í verkinu sem heild sem sést einmitt á sítrónugulum ti tli verksins. Það myndast ákveðið andrúmsloft doða við að nota þessa rólegu og ti lfi nningalausu liti . Haustdagur í sveiti nni Kalt sólskinið hér við veginn sem liggur inn á heiðina. Áin kliðar tær milli gulnaðra bakka. Þú ert með berjafötuna, en það eru engin ber, allt er sölnað (52) Nær engir liti r eru í þeim ljóðum sem fj alla um mestu grimmdina en þeim mun meiri í þeim sem fj alla um framgang tí mans. Þar eru árstí ðaskipti n áberandi og mörg ljóðin haust- eða vetrarljóð, eins og höfundi fi nnist heimur okkar vera á frostmörkum og handan þeirra glitti í vorkomu þar sem jörðin er án afskipta mannsins. Ljóðið „Arft akar“ fj allar ti l að mynda um síðasta loðfí linn og minnir okkur á að við vorum ekki hérna fyrst. Í ljóðinu „Hreinsun“ kemur fram að við verðum sennilega ekki síðust heldur. Hér vex enginn sítrónuviður er óþægilegt verk því það tekur á hroka mannsins. Þeir sem hafa áhuga á dýrasiðfræði munu sérstaklega tengjast þessu verki en vissulega eru þett a hugleiðingar sem maðurinn má alveg við, hvort sem allir eru sammála þeim eða ekki. Gyrðir Elíasson. Hér vex enginn sítrónuviður. Uppheimar. 2012. Ga gn rý niNótur í póstinum Eftir Auði Aðalsteinsdóttur ÁRIÐ 2009 barst fl autuleikaranum Hallfríði Ólafsdótt ur og eiginmanni hennar, klarínett uleikaranum Ármanni Helgasyni, póstkort frá París. Sendandinn var vinkona þeirra, tónskáldið Elín Gunnlaugsdótti r, og skilaboðin frá henni voru fyrstu nóturnar í tónverki sem hún hafði samið og ber hið viðeigandi nafn Leikur. Á næstu vikum og mánuðum bárust svo fl eiri póstkort með nótum og þegar allt tónverkið hafði skilað sér á leiðarenda gátu Hallfríður og Ármann spilað það.  Þessi skemmti legi leikur skilaði sér einnig á bók; í fallegu verki með myndum af póstkortunum, framhlið og bakhlið, með póststi mpli og öllu ti lheyrandi. Þannig er lesandanum boðið að taka þátt í póstkortaleiknum og spreyta sig á að fl ytja verkið. Fyrir þá sem vilja frekar láta aðra sjá um tónlistarfl utning fylgir einnig geisladiskur með upptöku af fl utningi Hallfríðar og Ármanns á verkinu. Póstkort frá París Elín Gunnlaugsdóttir Póstkort frá París © 2011, Elín Gunnlaugsdóttir Sæmundur, útgáfa Selfossi 2011 Umbrot/Layout: Elín Esther Magnúsdóttir Prófarkarlestur/Proofreading: Uggi Jónsson. Prentun/Printing: Háskólaprent © 2011, Elín Gunnlaugsdóttir ISBN P ó stko rt frá P arís Elín G unnlaugsdóttir Elín Gunnlaugs- dótti r. Póstkort frá París. Sæmundur. 2011. Ga gn rý ni

x

Spássían

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.