Spássían - 2012, Síða 34

Spássían - 2012, Síða 34
 34 „ÉG STELST í þessi verkefni á morgnana og samhliða afgreiðslu þegar það eru dauðir tímar“, segir Bjarni. Bókaútgáfa hans hófst árið 2001 þegar hann skrifaði bókina Landið, fólkið og þjóðtrúin sem fjallar um þjóðtrú tengda landinu í Árnessýslu en fékk engan útgefanda. Hann afréð því að gefa bókina út sjálfur og útkoman er verk með gríðarlegum fjölda litmynda og upplýsinga þar sem staðsettir eru álagablettir, draugagjár, huldufólksklettar og fl eira, með dyggri aðstoð heimamanna. „Ég var nú eitthvað ragur við þetta svo ég prentaði ekki nema 1250 eintök. Og seldi þau öll upp á einu ári. Mér fannst nú dómgreindin hjá bókaútgefendum sem þorðu ekki að gefa þetta út ekki allt of mikil því þetta varð góður aukapeningur. Nú langar mig til að setja þessar upplýsingar á netið. Það væri skemmtilegt að hafa þær í gagnvirkum miðli þar sem menn gætu bætt við því sem þeir vita. Ég hef líka verið með sams konar verk um Rangárvallasýslu í vinnslu undanfarin tíu ár. Pólitíkin eyðilagði náttúrlega allt, maður hætti öllu af viti, en ég er að byrja á því verki aftur.“ „Útgáfur eiga að vera margar og með mismunandi sýn; grasrótarútgáfur, höfundaútgáfur og fram eftir götunum. Þetta hefur með ákveðið tjáningarfrelsi og ritfrelsi að gera. Það er auðvitað menningarklíka í landinu.“ Geymsla Sunnlenska bókakaffi sins er smekkfull af bókum eins og búðin sjálf fjölbreytt mikilvæg Eftir Auði Aðalsteinsdóttur SUNNLENSKA BÓKAKAFFIÐ LIGGUR VIÐ ERILSAMA AÐALGÖTU SELFOSS EN ÞEGAR INN ER KOMIÐ RÍKIR ÞAR AFSLAPPAÐ ANDRÚMSLOFT INNAN UM GAMLAR OG NÝJAR BÆKUR, TÍMARIT OG BLÖÐ. BJARNI HARÐARSON REKUR STAÐINN ÁSAMT EIGINKONU SINNI, ELÍNU GUNNLAUGSDÓTTUR, OG STENDUR SJÁLFUR BAK VIÐ BÚÐARBORÐIÐ MILLI ÞESS SEM HANN FÆRIR GESTUM VEITINGAR OG SPJALLAR VIÐ ÞÁ UM HEIMA OG GEIMA. BJARNI SEGIST ALLTAF HAFA HAFT GAMAN AF GESTGJAFAHLUTVERKINU EN Í LAUSUM STUNDUM VINNUR HANN AÐ BÓKAÚTGÁFU OG STARFRÆKIR BÓKSÖLU Á NETINU. fl óra

x

Spássían

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.