Spássían - 2012, Side 39

Spássían - 2012, Side 39
39 Ráðgátan um ljóðið og lífið Eftir Kolbrúnu Lilju Kolbeinsdóttur FLESTIR hafa velt fyrir sér stöðu ljóðsins í nútí manum, enda segja sumir að ljóðið sé dautt á meðan aðrir telja það aldrei hafa verið sprækara. Anton Helgi Jónsson velti r þessu meðal annars fyrir sér í bókinni Tannbursti skíðafélagsins, ásamt því að deila á íslenskt samfélag og efnahaginn, syrgja framgöngu tí mans og breyti leika lífsins.  Titi lljóð verksins, og jafnframt fyrsta ljóðið, setur tóninn fyrir alla bókina: „Við sátum á sögulegum fundi / og ræddum stöðu ljóðsins: Gamall / kennari, þurrkað skáld, unglingur / úr menntaskóla / og auðvitað ég“ (6). Allar þessar persónur, og fl eiri ti l, birtast síðan í einni mynd eða annarri í bókinni þar sem líf smáborgarans er krufi ð og sett í samhengi hlutanna: „Ekki talar maður um þungar áhyggjur / og þær byrðar sem á manni hvíla / við fj all sem hefur haft á sér heilan ísaldarjökul um aldir“ (50). Lok bókarinnar færa okkur enga niðurstöðu en í gegnum hugvekjur, ádeilur og ljóð sem framkalla ljúfa og látlausa stemmingu hefur Antoni tekist að hreyfa við lesendanum og draga fram litleysi hversdagsins í skarpri andstöðu við velþóknun á hinu smáa og eft irminnilega. Velþóknun á því sem gefur lífi nu lit.  Bókin myndar ágæta heild, en inn á milli eru ljóð sem vekja litla athygli og gleymast eins skjótt og síðunni er fl ett . Almennt eru ljóðin þó vel uppbyggð, oft klykkir hann út með sterkum línum í lok ljóðsins sem varpa nýrri sýn á það í heild sinni: Sporin í snjónum Einn á ferð gaumgæfi ég spor í snjónum. Í miðjum skógi kvíslast stí gurinn. Hópur fólks gekk í norður. Stakur göngumaður tók stefnuna vestur. Ég hika. [...] Mig hryllir við staðreyndum lífsins Meirihluti nn hefur sjaldnast rétt fyrir sér. Þrjóskur einfari nær ekki alltaf á leiðarenda. (17) Anton skýtur nátt úruljóðum inn á milli og er það afskaplega vel heppnað uppbrot og jafnframt sterkustu ljóðin í bókinni. Sérstaklega er ljóðið „Samræður við fj all“ áhrifamikið og vel heppnuð hugvekja. Myndir og breytt leturgerð brjóta líka bókina upp. Nokkur ljóð eru prentuð á svart/hvítar ljósmyndir á meðan eitt hvað af stytt ri ljóðunum eru sett í aðra leturgerð. Það er mikil hreyfi ng í ljóðunum, sama hvort menn taka lesti na frá Selfossi ti l Reykjavíkur eða rata í ógöngur á fj öllum. Verkið í heild sinni hreyfi st þó ekki fram á við heldur reikar nokkuð stefnulaust um á milli fortí ðar og nútí ðar.  Efnahagsástandið fær sitt pláss og er sjö ljóða sería ti leinkuð því undir heiti nu „7x ávarp fj allkonunnar eða I miss Iceland“. Þar tekst Antoni að fj alla um hluti na frá nýju sjónarhorni og varast allar margtuggnar klisjur eða umvöndunartón en er þó óhræddur við að gagnrýna hugarfar almennings og aðkomu ríkisStjórnarinnar.  Lokaljóð verksins „Huldubókasafnið í Hafnarfi rði“ setur fullkominn lokapunkt á bókina með því að draga saman nátt úruna og borgina svo úr verður samruni hjúpaður ævintýrabrag þjóðsagnanna. Þar lýsir hann líka yfi r mikilvægi bókmennta í hinu hraða en meingallaða nútí masamfélagi: „Við rýnum í sama letrið en framreiðum ólíkar krásir / Sömu stafi r, önnur merking, annað verk“ (79). Fundinum í upphafi bókarinnar er því greinilega lokið og niðurstaðan heldur fátækleg. Ráðgátan um ljóðið hefur verið leyst en ekki gátan um lífi ð: „það er ótt alegt fi kt þett a líf“ (56) og ef ti l vill ekki ætlað ti l þess að leysa það heldur lifa því. Anton Helgi Jónsson. Tannbursti skíðafélagsins og fl eiri ljóð. Mál og menning. 2011. Ga gn rý niLeikurinn rétt að hefjast Eftir Ástu Gísladóttur ELDAR KVIKNA er önnur bókin í þríleik sem er þekktur undir nafninu Hungurleikarnir. Sagan hefst þar sem þeirri fyrstu lauk og segir frá eft irköstum leikanna og viðbrögðum stjórnvalda í framtí ðarríkinu Panem við því sem átti sér stað þar. Hin sextán ára Katniss Everdeen hefur gengið í gegnum skelfi lega lífsreynslu og fær áfall þegar í ljós kemur að það að vera krýnd sigurvegari þýðir engan veginn að vandræði hennar séu úr sögunni. Hún hefur fengið á sig sti mpil sem táknmynd uppreisnar og stjórnvöld eru ekki par ánægð með þá þróun. Bókin segir frá ti lraunum hennar ti l að vernda ástvini sína og takast á við þett a nýja hlutverk. Og Hungurleikana enn á ný.  Miðbækur í þríleikjum eru alltaf svolíti ð erfi ðar. Þær geta varla verið sjálfstæðar því forsagan er of mikil og enn er svo margt ósagt þegar þeim lýkur. Höfundi tekst þó nokkuð vel að setja fram heildstæða sögu í Eldar kvikna án þess að endurtaka sig eða skilja lesandann eft ir í lausu loft i. Nýjar persónur eru kynntar ti l sögunnar svo og nýjar fl ækjur og að þessu sinni er jafnvel enn meira í húfi . Í lok bókarinnar er kominn vísir að sögusviði þeirrar þriðju, Hermiskaða (Mockingjay), og örugglega ekki margir lesendur sem geta láti ð staðar numið í lestrinum því sagan endar á yfi rlýsingu sem kallar á framhald. Eitt er víst; þeir sem gátu ekki lagt Hungurleikana frá sér munu eiga í sömu vandræðum með Eldar kvikna. Suzanne Collins. Eldar kvikna. JPV. 2012. Ga gn rý ni

x

Spássían

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.