Spássían - 2012, Side 41

Spássían - 2012, Side 41
41 „TÓNLIST eða einhvers konar hljóðveruleiki er í hugum flestra mikilvægur þáttur danssköpunar. Hreyfingarnar fæðast eins og fyrir töfra tónanna sem flæða út í rýmið fyrir tilstuðlan rafmagnaðra tækniundra eða myndast við leik tónlistarmanna að furðuverkum hljóðfæraheimsins. Tónlistin hefur fylgt listdansinum nánast sleitulaust og haft sterk áhrif á þróun hans. Myndlíkingin um að listgreinarnar eigi í seiðandi ástarsambandi eða heilögu hjónabandi hefur verið lífseig síðustu aldirnar og ber þess vitni hvað tengsl þessara listgreina eru sterk í hugum okkar. Umræðan um samband listgreinanna hefur t.d. verið svo nátengd þessari myndlíkingu að hún endurspeglar þróun og umræðu um kynhlutverk og stöðu kynjanna innan hjónabandsins almennt.1 Í Hjónabandi listanna er tónlistin tákn karlmennskunnar en dansinn kvenleikans. Karlmennskuímynd tónlistar hefur verið studd mismunandi rökum. Þau einföldustu eru hreinlega þau að í lok 19. aldar voru ballerínur allsráðandi sem dansarar í ballettverkum en í hljómsveitargryfjunni voru karlar við völd. Tónlistin var einnig samsömuð huganum á meðan dansinn var talinn táknmynd líkamans2 en samlíkingin við tvenndarparið hugur og líkami, gefur tóninn um valdastöðu innan sambandsins. Það er sterk hefð fyrir því í vestrænum heimi að líta á hugann sem líkamanum æðri. Þessi hefð er meðal annars sótt í Biblíuna en þar er hið karllega höfuð sagt ráða yfir hinum kvenlega líkama. Saman myndi þau eina heild rétt eins og karl og kona voru talin gera í hjónabandi. Tónlistin sótti einnig í hærri virðingarsess og tengingu við „karlmennskuna“ með stöðu sinni innan hinna sjö frjálsu lista fornalda - hinar sex voru málfræði, mælskulist, rökfræði, stærðfræði, rúmræði og stjörnufræði. Sú staðreynd að hægt væri að skrá tónlist niður og gera á þann hátt ódauðlega þótti að auki gefa henni vald umfram dansinn sem ekki átti sér neitt eitt skráningarform.3 Að þessu sögðu má vera ljóst að sjálfstæði og jafnrétti danslistinni til handa hefur verið ofarlega í hugum frumkvöðla innan dansins í gegnum tíðina. Frá 17. öld voru það ekki síst spennuþrungnir straumar sem fóru á milli þessara tveggja listforma. Þrár, tæling og aðlöðun einkenndu samskiptin og náði tónlistin að vekja upp þrá dansarans til að fylgja hrynjandinni og taktinum.4 Í lok 19. aldar, þegar flest stóru klassísku ballettverkin urðu til og dansinn var að styrkja stöðu sína sem sjálfstæð listgrein, var samt lögð áhersla á að tónlistin styddi dansinn en drægi ekki athyglina frá honum. Tónlistin skyldi bjóða upp á skýra hrynjandi fyrir tímasetningu dansaranna en einnig melódíu til að undirstrika flæði í orku og tjáningu. Það er á þessum tíma sem sviðið var fullt af konum en hljómsveitargryfjan af körlum. Þeir fáu karlmenn sem voru sýnilegir upp á sviðinu höfðu sama hlutverk og tónlistin, það er að styðja og lyfta ballerínunum og sýna þannig fegurð þeirra og yndisþokka. Þessi hlutverkaskipan og efnisval ballettanna hélst í raun í hendur við kynhlutverk þessara tíma þar sem karlmennskan var kjarni valdsins, leiðandi og stýrandi en kvenleikinn var skrautið og hið nærandi afl. Danshöfundar (allt karlmenn) sýndu samt nokkurt sjálfstæði í sköpun sinni gagnvart tónlistinni. Þeir pöntuðu tónlist og sömdu dansinn út frá henni en hikuðu ekki við að laga hana að dansverkum sínum.5 Af þeim sökum voru ballettsvítur sjaldan talin meistarastykki út frá tónlistarlegu samhengi en ágætis hliðarafurð margra tónskálda. Í byrjun 20. aldar færðist áherslan yfir á samstarf listgreinanna á meiri jafnréttisgrundvelli. Fyrsta flokks tónlistarmenn sömdu tónlist sem stjörnudanshöfundar (áfram allt karlmenn) notuðu við sköpun sína. Hér var lögð áhersla á gæði beggja listgreina og möguleika þeirra til að skapa einstakt listaverk í sameiningu. Tónlistin var samt ennþá mjög leiðandi og grunnurinn að danssköpuninni. Tónlistin kom fyrst og svo dansinn. Danssköpunin innan Ballet Russes er skýrast dæmið um þessa þróun. Þar ber kannski hæst samvinna Stravinsky við danshöfunda á borð við Fokine og Balanchine. Sinfónískir ballettar áttu síðan eftir að verða mjög vinsælir og aðalsmerki danshöfunda eins og Balanchine sem talaði um að dansinn skyldi berast á öldum laglínunnar mótaður í form hrynjandinnar.6 Sýningin á Maximús í Hörpu er dæmi um hvernig tónlistin getur haft seiðandi áhrif á líkamann og hvatt hann til hreyfingar. Á þeirri sýningu spilaði Sinfóníuhljómsveit Íslands ballettverk eftir tónskáldin Pjotr Tsjækovskíj, Maurice Ravel, Alexander Glazunov og Jórunni Viðar. Kennarar Listdansskóla Íslands sömdu dansa sem annars vegar endurspegluðu tónlistina en tóku hins vegar tillit til aldurs og getu dansnemenda. Tónverkin höfðu öll verið samin til að dansað yrði við þau og hafa verið mismunandi danshöfundum innblástur í gegnum tíðina. Hvað Maximús áhrærir var greinilegt á sýningunni að tónarnir voru grunnurinn að danssmíðinni. Sömu helgi og Maximús „bjargaði ballettinum“ frumsýndi Íslenski dansflokkurinn í samstarfi við Hörpu og Listahátíð í Reykjavík verkið Á vit ... Höfundar þess verks voru dansarar dansflokksins og meðlimir hljómsveitarinnar Gus Gus. Eitt af því sem var athyglisvert í þessari sýningu var að tónlistin fékk ekki aðeins sjónræna vídd í gegnum hreyfingar dansaranna heldur var túlkun og tjáning tónlistarmannanna þáttur í dansverkinu. Eins og í verkinu um Maximús var tónlistin samin á undan og hafði því áhrif á gerð hreyfinganna. Dansararnir nýttu sér samt ekki Myndlíkingin um að listgreinarnar eigi í seiðandi ástarsambandi eða heilögu hjónabandi hefur verið lífseig síðustu aldirnar og ber þess vitni hvað tengsl þessara listgreina eru sterk í hugum okkar.

x

Spássían

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.